Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 4
EFTIR Steingrím Benidiktssdn kennara Tíu börn, tvö og tvö jafn há, raða sér upp þannig, að þau lægstu standa utast, sitt hvoru megin, en tvö þau hæstu í miðjunni. Þau halda öll á logandi ljósi og syngja: „Ó, faðir gjör mig lítið ljós“ . . . Síðan mæla þau fram í kór: Guð gaf mér líf á bjartri bernsku stund og borin var ég þá á Jesú fund. Og lífið mitt skal lýsa öllum þeim, sem líða nauð í þessum dimma heim. Jólaguðspjallið segir ekki frá því, en okk- ur dettur ýmislegt í hug. Góður fjárhirðir er trúr og dyggur í sínum störfum. Hann leggur mikið á sig fyrir aðra og sýnir mikla trúmennsku. Jafnvel þó að það séu bara kindur, sem eiga í hlut, leggur hann á sig mörg óþægindi og erfiði þeirra vegna. Já, hann leggur lífið í hættu til þess að bjarga kind frá úlfinum. Fjárhirðarnir á Gyðingalandi þola mikinn hita á daginn vegna kindanna sinna, og líka kulda næturinnar. Þeir sækjast ekki eftir alls konar skemmt- unum eða að hafa sem mest lífsþægindi, en mesta ánægja þeirra er að vinna verk sitt vel og vita þeim líða vel, sem þeir eiga að hugsa um. Þannig er góður hirðir á öllum tímum og í öllum löndum. Hirðarnir fyrir utan Betlehem hafa sjálf- sagt oft horft upp í heiðan himin á kvöldin og virt fyrir sér allar björtu og dýrðlegu stjörn- urnar, sem Guð hefur skapað. Og í kyrrð næt- urinnar hafa þeir hugsað um og tilbeðið sinn volduga skapara. Þess vegna trúðu þeir líka boðskap engilsins undir eins. Heima skal það gefa góðar stundir, og gleðja mína þjóð á margar lundir. Eigingjarn kemur inn frá hægri: En hér er ég, ég heiti eigingjarn og eyði hverju Ijósi, veslings barn. (Hann slekkur ljósið lengst til hægri.) Vanþakklát kemur inn frá vinstri: Ég verð að segja alveg eins og er, ég þoli aldrei ljósið, sem þú ber. Ég heiti vanþakklát, þú fylgir mér. Guð sýndi þessum hirðum mikinn heiður með því að lofa þeim að heyra jólaboðskapinn á undan öllum öðrum. Þegar Jesús var orðinn fulltíða maður og fór að kenna fólkinu, líkti hann sjálfum sér við góðan hirði, sem lætur sér annt um sauði sína og leggur líf sitt í sölurnar fyrir þá. Við eigum öll að vera í hjörð hans, enda dó hann á krossinum til að frelsa okkur. Við megum ekki villast úr hjörðinni, heldur eigum við að lofa Jesú að gæta okkar, af því að hann veit miklu betur en við, hvað okkur er fyrir beztu og hvað okkur er hættulegt. Við höfum líka öll svipuðum störfum að gegna og góður hirðir, því að öll þurfum við, sem lesum þessar línur, bæði eldri og yngri, að hugsa um einhverja, sem ekki eru alveg sjálfbjarga. Og við eigum umfram allt að reyna að verða eins og góður hirðir, sem legg- ur mikið á sig fyrir aðra og vinnur öll störf af trúmennsku og man eftir því, að Guð sér ávallt til okkar. 112 LJÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað: 10.-12. Tölublað (01.12.1955)
https://timarit.is/issue/296957

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10.-12. Tölublað (01.12.1955)

Aðgerðir: