Ljósberinn - 01.12.1955, Side 6
UNDARLEGT JDLAÆVINTYRI
Scufrci e^tir (jeorcf . (Sencjtiion
Fyrir mörgum árum átti heima í Ameríku
maður, sem var heimsfrægur.
Þegar þið eruð búin að lesa þessa sögu,
skuluð þið fá að vita, hvað hann heitir.
Hann var alltaf önnum kafinn og sístarf-
andi alla æfi. Það var rétt svo, að hann hafði
tíma til að kvænast. Mörgum árum eftir það
varð hann þó oft að gefa sér tíma til að segja
barnabörnum sínum sögur.
Einu 'sinni sagði hann þeim söguna um
undarlegasta jólakvöldið, sem hann hafði
lifað.
Nú skuluð þið líka fá að heyra þá sögu:
— Ég ætla að segja ykkur frá undarlegustu
jólunum, sem ég hefi átt. Þá var ég smá
strákur. Ég var búinn að læra símritun og
hafði oft skipt um vinnu á stuttum tíma. Ég
hefði ekki þurft að hætta vegna þess, að ég
kunni ekki mitt verk, en ég var svo niður-
sokkinn í alls konar tilraunir, að ég gleymdi
oft að mæta á símstöðinni. Stundum gleymdi
ég líka símanum, þó að ég sæti við hann, —
og anzaði ekki!
Á aðfangadag 1867 ráfaði ég eftir þjóðveg-
inum, burtrekinn af þessum sökum.
Ég hafði haft vinnu í lítilli stöð langt uppi
í sveit og var nú á leið til næstu stöðvar
í atvinnuleit. Ég fylgdi járnbrautarteinunum,
því að ég þóttist viss um, að það væri styzta
leiðin.
Ég fann ekkert fyrir því að hafa verið
rekinn úr vistinni. Ég var með allan hugann
við tilraunir mínar, ég glímdi við þær, er ég
ráfaði í myrkrinu þetta heilaga jólakvöld.
Er ég hafði gengið nokkra stund, tók að
hvessa og rétt á eftir fór líka að rigna. Ég
varð brátt gegndrepa. Á þeim árum hafði ég
ekki efni á að kaupa mér regnkápu.
Ég hélt enn áfram góða stund. En að lok-
um sá ég fram á, að ég mundi ekki komast
til næstu stöðvar um nóttina og ákvað því að
reyna að finna einhvern náttstað.
Ég hafði heppnina með mér. Allt í einu
kom ég auga á stóra byggingu fyrir framan
mig. Að byggingunni lágu brautarteinar, svo
að mér skildist, að þarna mundi vera um að
ræða geymsluhús fyrir járnbrautarvagna.
Allar dyr á byggingunni voru harðlæstar,
en að lokum fann ég opinn glugga, og þar
skreið ég inn. Nú var ég þó búinn að fá húsa-
skjól.
Inni var niðamyrkur. Ég hlustaði eftir því,
hvort ég heyrði nokkurt hljóð, en ekkert
heyrðist annað en hávaðinn í rigningunni, sem
buldi á þakinu.
Ég kveikti á eldspítu. Við birtuna af henni
sá ég, að stór eimreiðarvagn stóð inni í skýl-
inu. Um leið gleymdi ég allri þreytu og bleytu.
Ég hafði lesið margt um eimvagna og hafði í
raun og veru alltaf þráð að fá tækifæri til að
skoða þá rækilega.
Nú kom tækifærið, og ég notaði það.
Ég fann ljósker og kveikti á því. Því næst
skreið ég upp í vagninn, til þess að halda þar
undarlegustu jólin, sem ég hefi átt.
Það var búið að hagræða eldiviði undir
katlinum, svo að hann væri tilbúinn næsta
morgun. Ég var blautur og kaldur. Það var
því ekki nema eðlilegt, að ég bæri eldspýtu
að eldiviðnum. Ég opnaði vindspjaldið og brátt
tók að skíðloga undir katlinum. Reykurinn
þyrlaðist upp um reykháfinn og upp um reyk-
götin á þakinu á skýlinu.
Ég tók að athuga nákvæmlega alla mæla
og öll áhöld og rifja upp allt, sem ég hafði
lesið um gufuvélar. Mér leið dásamlega. Mér
var orðið svo heitt, að ég gat farið úr blautu
fötunum og hengt þau til þerris við eldinn.
Ef ég kippi í þessa stöng, þá fer gufan úr
katlinum og setur bullurnar af stað. Þá er
vélin komin í gang.
Það var alveg rétt.
Ég hafði kveikt undir katlinum til þess að
hlýja mér, og á meðan ég var að athuga vél-
114
LJDSBERINN