Ljósberinn - 01.12.1955, Qupperneq 9
ANNA
□ LAND
er: Jólagjöf Jóns litla
•ílli!iiííi!]ítí!!iiii!iíiii«!i!i]i!£jj1!
Hann afi var kominn til þess að vera á
prestssetrinu um jólahátíðina. Það var langt
síðan hann hafði verið þar, því að amma,
konan hans, var búin að vera veik langa
lengi, svo að hann gat aldrei farið frá henni.
En nú var hún horfin til Guðs í himininn,
og nú var afi kominn til þess að vera hjá
dóttur sinni og tengdasyni um jólin.
Steini, elzti sonur prestsins, mundi samt
vel eftir afa og hversu ráðsnjall og góður hann
var. Enginn var honum jafnsnjall, nema pabbi
og mamma auðvitað! Steini minntist þess sér-
staklega, þegar tromman hans datt í sund-
ur og hann var ekki mönnum sinnandi vegna
þess óhapps, en mamma hans varð samt sár-
fegin, vegna þess að henni varð æfinlega illt
í höfðinu af öllum hávaðanum í trommunni.
Steina þótti að vísu illt að mamma skyldi fá
höfuðverk af þessu, því að hún var alltaf góð
og ástúðleg, en hvað sem því leið, var það
sára sorglegt að tromman skyldi fara svona.
Hún var svo ljómandi falleg og litskrúðug,
og það heyrðist í henni langar leiðir, jafnvel
alla leið til húss hringjarans.
Þegar þetta bar við, hittist svo á að afi var
þar staddur. Hann hafði þá tekið Steina litla
á hné sér og rætt við hann alllengi og sagt
honum meðal annars, að hann skyldi fá ann-
að leikfang í staðinn, sem mömmu yrði ekki
til óþæginda. Auk þess sagði afi honum, að
litlir drengir ættu að venja sig á að hugsa um
aðra og taka tillit til þeirra en hugsa ekki ein-
göngu um sjálfa sig og sína eigin ánægju.
Frá þeirri stundu þótti Steina enn vænna um
afa og ömmu en áður.
Þegar svo afi gaf honum bát með rá og
reiða, sem hann gat látið sigla á bæjarlækn-
um úti og í þvottabalanum inni, var hann
reglulega ánægður yfir því, að mamfna þyrfti
ekki að fá höfuðverk lenguf hans vegna.
En nú var Steini ekkert barn lengur, fullra
þrettán ára! Næst honum komu þau Gunn-
hildur, Svenni óg Eiríkur, og yngstur var Jón
litli, aðeins sex ára, enda ekki byrjaður á að
læra að lesa. Hann var lítill og fremur veik-
byggður líkamlega. Systkinin stóðu öll úti
á dyraþrepunum, þegar afi kom og Jón litli
að baki hinna. Hann var hálffeiminn við afa,
en það leið samt ekki á löngu þar til þeir urðu
mestu mátar.
Þegar setið var að morgunverði daginn eft-
ir, sagði afi við systkinin, að þau skyldu öll
koma inn til hans um hádegið og ræða við
hann um það, hvað þau langaði mést til að fá
i jólagjöf frá honum. En það yrðu auðvitað
að vera viðráðanlegir og' fáanlegif hlutir.
Áskildi hann sér því rétt til að samþykkja
eða synja óskum þeirra eftir því, sem á stæði.
Þið getið svo sem getið nærri, að þetta
vakti engan smáræðis fögnuð hjá börnunum.
Þau höfðu nærri því þriggja stunda
umhugsunarfrest og héldu sig í barnaherberg-
inu og báru þar ráð sín saman af hinum mesta
áhuga. Steina langaði mest til að kjósa sér
reiðhest, en Dóra gamla, fóstra þeirra, full-
vissaði hann um að afi hefði ekki efni á að
gefa svo ríkmannlegar g'jafir. Hann varð því
að finna eitthvað annað, en það ætlaði að
reynast honum öruðgt viðfangsefni, því að
óskirnar voru óteljandi. Þó fór svo að lokum,
að þeim fannst tíminn allt of lengi að líða,
þarna uppi í barnaherberginu, nema Jóni litla.
Hann sat við borðið hinn rólegasti og skoðaði
biblíumyndir.
Loksins opnaði afi dyrnar og langþráða
stundin var komin. Steini hafði ákveðið, eftir
mikil heilabrot, að óska sér nýútkominnar
drengjabókar. Afi vissi að það var góð bók
og hét að gefa honúm hana.
Svo kom röðin að Gunnhildi. Hana hafði
lengi langað til að eignast nýja handtösku,
en pabbi og mamma höfðu í svo rnörg horn
að líta, hvað útgjöld snerti, að hún varð áð
sætta sig við gömlu vaxdúkstöskuna sína til
þessa. Nú hét afi að uppfylla 'ósk hennar. -
Svenni var órabelgur fjölskyldunnar. Hon-
LJÓSBERINN
117