Ljósberinn - 01.12.1955, Qupperneq 13

Ljósberinn - 01.12.1955, Qupperneq 13
Albert Schweitzer. Nú skyldi maður ætla, að hann hefði talið sig búinn að koma sér vel fyrir og léti nægja að halda áfram á þeirri framabraut, er þegar var hafin. En umhugsunin um þá, sem bágt áttu, lét hann aldrei í friði. Honum fannst, að hann yrði að gera eitthvað til þess að létta neyð meðbræðra sinna. Er hann var um tvítugt, tók hann að búa sig undir kristniboðsstarf. Hann ætlaði að læra læknisfræði og gerast kristniboði í Kongó í Afríku. Eftir sjö ár hafði hann lokið námi og tók nú doktorspróf í læknisfræði, og var það fjórða doktorspróf hans. Kona hans var lærð hjúkrunarkona og fór með honum til Afríku. í aprílmánuði 1903 komu þau hjónin til kristniboðsstöðvarinnar í Lambarene við Ogowefljótið, sem rennur samhliða Kongó- fljótinu. , Fyrst í stað varð hann að notast við gamlan hænsnakofa fyrir sjúkrahús. Það var oft erfitt að hjálpa negrunum. Stundum var læknirinn hræddur um, að þeir drykkju úr öllu meðalaglasinu í einu, eða borðuðu áburðinn, sem þeir áttu að bera á sig. Fyrstu níu mánuðina tók hann á móti 2000 sjúklingum í hænsnakofanum, en þá gat hann flutt í nýtt sjúkrahús, sem byggt var úr báru- járni. Síðar bættust fleiri byggingar við, og þar á meðal sérstakt sjúkrahús fyrir svefn- sýkisjúklinga. Oft var komið langar leiðir með sárþjáða sjúklinga til Schweitzers. Stundum var hægt að lina þjáningar þeirra og bjarga lífi þeirra, oft með uppskurði. Þá sagði læknirinn þeim frá því, að það væri Drottinn Jesús Kristur, sem hefði sent hann og konu hans til þeirra og lærisveinar hans heima í Evrópu sendu þeim það, sem þau þyrftu til þess að geta starfað fyrir Afríku- búa. Schweitzer lét sér ekki nægja að lina líkam- lega neyð heiðingjanna, hann fræddi þá líka um Jesúm Krist. Heima i Evrópu hafði hann oft heyrt um það talað, að ekki væri rétt að ónáða heið- ingjana með kristniboði, þeim liði vel með sína trú, hún hæfði þeim bezt. En Schweitzer vissi vel, að þetta var ekki rétt. Hann sá með eigin augum neyð heið- ingjanna og vissi, að þeir lifðu í stöðugum ótta við illa anda. Þennan ótta læknaði ekk- ert annað en sönn þekking á almáttugum Guði, sem elskar alla menn. — Aldrei hefi ég fundið áhrifin frá Jesú gagntaka mig og áheyrendur mína eins inni- lega, eins og þegar ég fékk tækifæri til að Á skuröstofunni. LJ DSBERINN 121

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.