Ljósberinn - 01.12.1955, Side 15
WINOMA
^J/óiaíacja
FPÁ
KYRRAHAFSEYJUM
Það var jólakvöld. Það var líka jólakvöld
hinum megin á hnettinum, suður á Kyrrahafs-
eyjum. En þar þekktist ekki snjór og svell.
Þar er bjartur himinn og heitt sólskin.
Niðri við ströndina stóð hús, sem umlukt
var pálmum og rósarunnum. Þetta hús var
nokkru stærra en kofarnir, sem stóðu í þyrp-
ingu umhverfis það.
Fyrir utan húsið sat ung, hvít kona. Það var
kona kristniboðans.
Kristniboðinn hafði búið á þessari eyju í
nær þrjú ár. Nú hafði hann skroppið til næstu
eyjar, til að spyrjast fyrir um bréf að heim-
an. Konan hans sat heima og beið hans. Marg-
ar hugsanir komu upp í huga hennar.
Henni varð hugsað heim til Englands og
hún minntist síðustu jólanna, sem hún hafði
átt þar. En hve jólatréð hafði ljómað í ljósa-
dýrðinni! En hve allir höfðu verið góðir við
hana og fundið til með henni, að hún skyldi
eiga fyrir höndum að fara svo langt í burtu
til villtra heiðingja. Nú var hún búin að vera
hér í þrjú ár ásamt manni sínum. Hún hafði
ekki orðið vör við neinar af þeim hættum,
sem hún hafði lesið um í bókum, að mundu
bíða kristniboðanna. Hinir innfæddu voru
friðsamir menn. Þegar maður hennar hringdi
litlu klukkunni fyrir utan húsið, streymdi
fólk til þeirra. Það hlustaði vel á sög'urnar
um Hann, sem gaf son sinn fyrir mennina.
Það vildi helzt fá að heyra þær aftur og aftur.
En strax að lokinni guðsþjónustunni sneri
það til hjáguða sinna, hélt heiðnar hátíðir
og dansaði villimannadansa. Þetta fólk var
eins og börn, sem gjarnan vildu heyra fall-
egar sögur, en gleyma þeim óðara.
Kristniboðinn hafði oft. þungar áhyggjur af
þessu. Oft sagði hann við konu sína:
— Þetta er allt árangurslaust. Guð getur
víst ekki notað mig á þessum stað.
Allt þetta kom upp í huga konunnar, er
hún sat og starði út á hafið og mændi eftir
skipinu, sem færa átti mann hennar aftur
heim.
En ekkert skip sást.
Sólin var að setjast. Hún hvarf niður fyrir
sjóndeildarhringinn eins og stór, rauðglóandi
kúla.
Nú var útséð um, að skipið kom ekki í dag.
Hún yrði að vera einsömul á sjálfa jóla-
nóttina.
Það var orðið dimmt. Hún gekk inn og
kveikti ljós.
Hún opnaði Biblíuna sina og fór að lesa
jólaguðspjallið. En í kvöld var eins og það
gæti ekki flutt henni neinn fögnuð.
En hve hún var einmana. Ekkert jólatré,
enginn söngur, ekkert vingjarnlegt andlit.
Hún lét bókina aftur. Lét höfuðið fallast
niður á hana og fór að gráta. En hve hún
þráði að komast heim! Svo varpaði hún sér
á kné og bað Drottinn um hjálp.
Um leið barst ámátlegt óp að eyrum henn-
ar, — og aftur, heill hópur af fólki var að
æpa og veina.
Hún spratt á fætur og fór út að glugganum.
Nú sá hún hvað um var að vera. Skammt frá
húsinu hafði verið kveikt bál, og umhverfis
það stigu villimennirnir trylltan dans í tungl-
skininu. Þetta var líkast trylltum djöfladansi.
Hún gat ekki afborið þetta, og það á sjálfa
jólanóttina!
Hún var komin af stað út. Hún ætlaði að
fara til fólksins og segja því, hvað skeð hafði
þessa nótt.
En það þýddi víst ekkert. Þetta fólk var
svo oft búið að heyra jólaboðskapinn. Hún
sneri hægt við og gekk aftur inn í húsið
grátandi.
Hún lét fallast örmagna niður á legubekk-
inn og sofnaði.
Hana dreymdi, að hún væri komin heim.
123
LJDSBERINN