Ljósberinn - 01.12.1955, Síða 16

Ljósberinn - 01.12.1955, Síða 16
Henni fannst hún standa við jólatréð heima. Allt í einu rauk hún upp. Eitthvað hreyfðist rétt hjá henni. Hún stirðnaði upp af skelf- ingu. Dökk vera stóð hjá henni. Þá þekkti hún hver það var. Það var svarta stúlkan, sem var vön að hjálpa henni. Hvað vildi hún um þetta leyti nætur? — Hvað vilt þú, Wínóna? spurði hún. — Hvar er hvíti maðurinn? spurði stúlkan lágt og leit í kring um sig í stofunni. — Hann er ekki heima. Hann sigldi til stóru eyjarinnar. Farðu nú, Wínóna mín! Ég get ekki gefið þér neitt núna. — Wínóna er ekki að biðja um neitt núna. Hún er að koma með dálítið. — Hvað er það, ég sé ekki, að þú sért með neitt. — Ó, fagra hvíta blóm, sagði stúlkan um leið og hún varpaði sér niður fyrir fætur konu kristniboðans. — Wínóna er að koma með sjálfa sig, hún kemur með hjarta sitt! Wínóna er hætt að biðja hjáguðina. Hún er farin að biðja til þess Guðs, sem skapað hefur himinn og jörð. En hún var hrædd við að koma. Hún er svo vond og vesæl. En hvíti maðurinn sagði okk- ur, að í dag hafi hinn mikli Himnadrottinn gerzt barn. í dag vill hann víst taka á móti Wínónu. Þess vegna mátt þú heldur ekki reka hana burt! Stúlkan leit tárvotum bænaraugum fram- an í konu kristniboðans. — Ó, Wínóna, en hve ég' er glöð! En hve hvíti maðurinn verður glaður! Nú á ég beztu jólagjöfina, sem ég hefi nokkru sinni fengið. Komum, við skulum krjúpa niður og þakka Guði fyrir, að hann hefur opnað hjarta þitt. Þær krupu á kné. Tunglið skein inn í stof- una til þeirra. Englarnir á himnum glöddust yfir þeim. Er þær stóðu upp, sagði Wínóna: — Ó, hvíta blóm, segðu mér ennþá einu sinni hvað skeði þessa nótt! Kona kristniboðans sagði henni frá fæðingu frelsarans. Nú varð sagan lifandi fyrir henni. Andlit svörtu stúlkunnar Ijómaði af undr- un og gleði. — Ó, hve hvítu mennirnir eru hamingju- samir! hrópaði hún upp yfir sig, er kona kristniboðans hafði lokið sögu sinni. Ó, hve þeir eru hamingjusamir, að mega þekkja Drottinn himnanna eins og föður sinn. En Wínóna vill líka læra að þekkja hann. Bráð- um verður hún líka hamingjusöm. En nú verður þú að hvíla þig, annars hittir hvíti maðurinn blómið sitt með lafandi blöð, er hann kemur aftur. Wínóna ætlar að sofa við fætur þér. Kona kristniboðans lagðist út af í rúmið. En hjarta hennar var of fullt af þakklæti til þess að hún gæti sofið: Nú var fyrsti ávöxt- urinn þroskaður. Aðrir mundu brátt bætast við. En hve hún blygðaðist sín fyrir vantrú sína. Að lokum sofnaði hún þó. Wínóna vakti hana, er kornið var fram á dag. — Komdu á fætur, komdu á fætur, hrópaði svarta stúlkan himinlifandi, skipið, sem flyt- ur hvíta manninn, er að kofna. Wínóna er búin að hreinsa húsið. Hvíta konan spratt á fætur. Stofan var hrein og prýdd. Veggirnir voru skreyttir blómum og rósasveigur hafði verið settur ut- an um mynd frelsarans. Hún flýtti sér niður að ströndinni, en Wín- óna var kyrr heima. — Elsku barnið mitt, sagði kristniboðinn, um leið og' hann stökk á land, þú hefur víst átt ömurlega jólanótt. — Ó, nei, góði minn, flýttu þér heim, þá skal ég sýna þér dýrmæta jólagjöf, sem við höfum fengið, hrópaði hún og ljómaði af fögnuði. Þegar þau komu heim, tók hún í hendina á Wínónu og leiddi hana til manns síns. — Vertu ekki hrædd, Wínóna, segðu hvíta manninum, hvað þú vilt. Stúlkan var feimin. — Wínónu langar til að læra hjá þér, og hún vill gefa hjarta sitt hinum mikla Guði og syni hans, sem fæddist á þessari nóttu! Þá lagði kristniboðinn hendina á höfuð stúlkunni, blessaði hana og þakkaði Drottni fyrir fyrstu mannssálina, sem hafði gefizt honum í þessu landi. Þetta varð sannkölluð jólahátíð. Aftur var komið jólakvöld. Eitt ár var liðið. 124 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.