Ljósberinn - 01.12.1955, Qupperneq 30
— Þú verður að koma með mér, Vang Lí.
Við verðum að slátra svíninu.
Þeir urðu þá að sjá af svíninu líka! Vang
Lí fannst ógæfa þeirra svo mikil, að hann
fyrirvarð sig ekki fyrir tár sín. Nú mátti
hver sem vildi sjá, að hann grét. En þegar
faðir hans hafði sagt honum og unga trúboð-
anum, Mong, hvernig komið var, skildi Vang
Lí full vel, að svo mikil hætta vofði yfir
þeim, að það voru ekki nema smámunir, þó
að þeir létu af hendi naut og svín.
— Þú hefðir átt að leita ráða hjá Ljó
presti, sagði Mong trúboði.
— Hvar er hann? Er hann farinn?
— Það er langt síðan hann fór. Þú hefur
ekki rekist á hann í borginni? Var hann ekki
á kristniboðsstöðinni?
Fú Benn varð hugsi.
— Þangað kom ég ekki. Ég heyrði hring-
ingu þar og sá stórt, útlent hús og annað
hús með turni. En ég þorði ekki að fara
þangað. Ekki hafði ég hugmynd um, að gamli
trúboðinn, Ljó prestur, væri þar.
— Hann er hvergi annars staðar. Hann
bíður þín þar. Til þess fór hann til borgarinn-
ar að reyna, ef mögulegt væri að hjálpa þér.
— Hann hafði með sér bláa demantinn,
sagði Vang Lí.
— Gerði hann það? Var á það hættandi?
Hætt er við, að demantinum hafi verið rænt
frá honum á leiðinni.
Það varð nú þeirra mesta áhyggjuefni,
hvernig Ljó mundi hafa reitt af. Ekkert var
líklegra en, að hann hefði lent í höndum
ræningja á leiðinni yfir fjallið. Þeim fannst
það svo sennilegt, að nálgaðist vissu. Ræn-
ingjarnir höfðu auðvitað tekið frá honum
alla peninga og bláa demantinn. Og ekki
ólíklegt, að þeir hafi barið hann til óbóta
og hrundið honum síðan út fyrir þverhnípi.
Hann mundi hafa leitað Fú Benn uppi, et
hann hefði komist heilu og höldnu til borg-
arinnar.
— Við því er ekkert að gei-a, sagði Fú
Benn. Ég athuga, hvort hann hefur komið til
kristniboðsstöðvarinnar, strax og ég kem til
borgafinnar. En nú verðum við að slátra
svíninu. Ég verð að hafa með mér eins mikið
af peningum og ég mögulega get, sagði rétt-
arritarinn mér.
XIII.
KLUKKURNAR KALLA
Góða konan á gistihúsinu heilsaði Fú Benn
brosandi, þegar hann kom aftur: — Friður
sé með þér, hvernig líður þér?
— Þakka þér fyrir, vel, svaraði Fú Benn.
Þú segir „friður sé með þér“, eins og Ljó
prestur, í stað okkar venjulegu kveðju, „hef-
urðu borðað?“
— Þekkir þú Ljó prest? spurði konan og
virtist vera mjög undrandi.
— Hann hefur dvalið hjá mér í marga daga
og frætt mig um kenninguna. En hann. er
farinn, og hefi ég ekki hugmynd um, hvað
um hann er orðið.
— Ljó prestur er hér á kristniboðsstöðinni.
Þú ættir að heilsa upp á hann. Þú ættir að
gera það á morgun, þá er sunnudagur. Þú
sérð þá um leið tilbeiðslusiði kristinna manna.
Ég get farið með þér.
— Trúir þú kenningunni?
— Ég hefi verið kristin í mörg ár. Ég fer
til kirkju á hverju föstudagskvöldi og á
sunnudögum fyrir hádegi. Ljó prestur kemur
oft hingað. En hann hefur verið veikur.
— Er hann veikur?
— Honum er að batna. En hann var veikur
og hafði hita, þegar hann kom úr síðustu trú-
boðsferðinni. Hann hafði þá verið í dalnum
fyrir austan fjall.
— Þar á ég heima.
— Það þykir mér vera fréttir. Þú verður
að segja mér nánar frá því.
Fú Benn var dauðþreyttur eftir ferðalagið,
en fór þó um k.völdið til gamla réttarritarans.
— Þú ert seint á ferð, sagði ritarinn.
— Ég kem með peningana. Ég hélt að lægi
á því.
— Já, víst er um það. Dómarinn er óþolin-
móður, og Lá eldra er farið að leiðast biðin.
Hefði ég ekki talað við dómarann, væri
hann þegar búinn að kveða upp dóminn, og
þá hefði farið illa fyrir þér.
— Ég er í mikilli þakkarskuld við þig og
mun ekki gleyma því.
Fú Benn rabbaði lengi við ritarann og
sagði honum ýmislegt um hagi sveitunga
sinna, en gætti sín að vera ekki um of bér-
orður. Ritarinn var skynsamur maður og gat
fyllt í eyðurnar.
138
LJÓSBER l.N N