Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 15
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA sýninguna 1911. Tilkostnaður var hlutfallslega miklu minni en 1911, og fjöldi manna kom að skoða sýninguna. Þess vegna varð fjárhagsleg niðurstaða miklu betri en 1911. A fundi Iðnaðarmannafje- lagsins 12. nóv. 1924 gaf formaður sýningarnefnd- arinnar, Arni Sveinsson kaupmaður, skýrslu um sýninguna. Tekjuafgangur varð 1972 krónur 55 a., og var samþykt tillaga frá nefndinni um að verja þessu fje, til að stofna »sýningarsjóð« til þess að styrkja iðnsýningar í framtíðinni. Þegar Iðnaðarmannafjelagið hafði selt samkomu- hús sitt, fóru fjelagsmenn að hugsa um að koma sjer upp sjerstöku fundarherbergi í Iðnskólahús- inu. Sveinn jónsson kom með tillögu um þetta á fundi 8. april 1926 og var hún samþykt. Síðan var málið rætt á fundi 11. nóv. sama ár, og var á- kveðið. að gera fundarsalinn í baðstofulíkingu og vanda sem mest til hans, svo að hann gæti orðið til fyrirmyndar, og má því skoða baðstofu Iðn- aðarmannafjelagsins sem einskonar sýningu. Guðmundur Þorláksson gerði uppdrættina að baðstofunni, Sigurður Halldórsson sá um smíðið, ]ón Haljdórsson og Co. smíðaði stólana, en Rík- arður ]ónsson gerði allan trjeskurð. Baðstofan var vígð hátíðlega 18. des. 1926, og er hún síðan heimili fjelagsins. IV. Líkneski Ingólfs. Það er langt síðan, að menn fóru að hugsa um, að reisa fyrsta landnámsmanni vorum, einhverskonar minnismerki. Bæði Sveinbjörn Hallgrímsson og Magnús Grímsson vöktu máls á því um miðja síð- ustu öld. Sumir vildu láta skíra Reykjavík upp, og kalla hana Ingólfsbæ, samkomuhús bæjarins Ingólfsskála og svo framv. A fundi »Kvöldfjelags- ins« í Reykjavík 3. jan. 1863, hreyfði ]ón Arna- son bókavörður því að menn hugleiddu hvað gera skyldi til minningar Ingólfi, er nú færi að líða að því að þúsund ár væru liðin frá því hann kom til íslands og nam land í Reykjavík. Urðu um þetta nokkrar umræður. Á fundi sama fjelags 30. jan. 1863, lagði Sig- urður málari til »að gjört yrði eitthvað íþróttalegt minnismerki um Ingólf á Arnarhóli*. (Lbs. 486 4to) Nefnd var kosin til þess að hrinda málinu áfram. Ekkert var þó gert að sinni, en sama ár hreifði Halldór Friðriksson því í »Þjóðólfi« að reisa skyldi hús yfir söfnin í Reykjavík til minningar um land- nám Ingólfs, og skyldi því verki lokið á þúsund ára afmæli Islands. Þetta varð til þess að í sama blaði 12. ágúst 1864 kom grein sem nefndist »Hugvekja út af þúsund ára landnámi Ingólfs«. í henni standa þessi orð: »Heldur hefir mjer þar á móti komið til hugar, að fremur ætti við, svo að viðburður þessi yrði því ljósari og hátíðlegri í augum landa minna og þeirra, er úr öðrum lönd- um koma til Reykjavíkur, á miðjum Austurvelli sem hinu helsta torgi bæjarins, að reisa gamla Ingólfi Arnarsyni sem vorum fyrsta landnáms- manni, og þeim, er fyrstur bygði Reykjavík, heið- arlegan minnisvarða, þannig, að mynd hans í yfir- náttúrlegri stærð væri gerð og steypt úr málmi og væri sett upp á háan steinstöpul á miðju þessu torgi, og það letur á rist, að minnisvarða þenna hefðu Islendingar reist Islands fyrsta landnáms- manni Ingólfi Arnarsyni árið 1874 í minningu þess, að landið hefði bygt verið í þúsund ár, því bæði væri slíkur minnisvarði mjög fögur endur- minning þessa viðburðar, og gæti þar að auki í margar aldir staðið landi voru og Reykjavíkurbæ til sóma og prýðis, betur en nokkurt forngripahús, þó vel væri vandað, eins og líka slíkt likneski eigi þyrfti að kosta svo fjarska mikið, þó mjer reyndar eigi sje fullkunnugt hve slík íþróttasmíði yrði dýr, sem eigi víst er hægt að gera nokkra áætlun um. Líkneski þetta ætti síðan við almenna hátíð í Reykjavík, er þar bæri að halda i þessu efni á hentugum tíma sumarið 1874, að afhjúpa (afslöre) eins og venja er til erlendis, og mundi þá við það tækifæri ræður snjallar haldnar verða. veislur og gleðisamkomur, eins og best væri föng á«. Hér kemur fyrst fram á prenti hugmyndin um að reisa líkneski Ingólfs í Reykjavík. Undir grein- inni stendur B., en höfundurinn er þó ef til vill Sigurður málari. Frá honum er greinin að minsta kosti komin, og rithátturinn bendir á að hann gæti verið höfundurinn. I sama blaði »Þjóðólfs« kom einnig önnur grein um minnisvarða Ingólfs, undir greinina, sem dag- sett er 30. júlí standa »Nokkrir Islendingar«, en höfundur hennar mun vera ]ón Árnason lands- bókavörður. Hann vill einnig láta reisa líkneski Ingólfs, en hafa það á Arnarhóli. I greininni kemst hann þannig að orði um Ingólf og minningu hans. »Vjer verðum að sýna einhvern lit á að reisa honum minnisvarða, eins og svo alment hefir tíðk- ast og enn tíðkast með eldri og yngri siðuðum þjóð- um, og er þá fyrst að íhuga, hvernig og hvar hann á að vera. Vjer viljum þá fyrst snúa oss að því, hvar hann á að vera, og virðist oss þá svarið liggja beint við: þar sem forlögin vísuðu Ingólfi á bústað, eður með öðrum orðum, þar sem öndvegis- súlur hans ráku á land að Arnarhóli. Það munu 9

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.