Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 21
T I M A R I T
IÐNAÐARMANNA
Agrip
af sögu Iðnskólans í Reykjavík.
Eftiv Helga Hermann Eiríksson.
Varla mun nokkrum, sem kynnir sjer sögu Iðn-
aðarmannafjelagsins í Reykjavík frá stofnun þess,
blandast hugur um, að þroskasaga Iðnskólans er
um leið að miklu leyti þroskasaga fjelagsins sjálfs.
Frá því fyrsta, að fjelagið byrjaði á skólahaldi
fyrir iðnaðarmenn í nóv. 1873, er hægt að rekja
skólamálið sem rauðan þráð gegnum alla sögu
þess. í þau 60 ár. sem fjelagið hefir nú staðið og
starfað, hefir það haft mörg mál til meðferðar og
ýms þeirra merk, en ekkert þeirra hefir í raun og
veru verið eins mikilvægt fyrir viðgang og velferð
fjelagsins og stjettarinnar, ekkert eins gamalt og
þó síungt og nýtt á hverju ári, eins og einmitt
mentun og uppeldi hinna uppvaxandi iðnaðarmanna
á hverjum tíma. Enda hlýtur það svo að vera. Fje-
lagið hefir ávalt haft mörgum ágætum mönnum á
að skipa, sem hafa skilið það, að viðhorf og vel-
ferð hvers fjelagsskapar, hvort heldur er stjettar-
fjelags, þjóðfjelags eða annars fjelagsskapar, er
einkum háð mentun og þroska einstaklinga þeirra,
er fjelagið mynda. Þeir hafa því talið það eitt
fyrsta og helsta verkefni fjelagsins, að reyna að
menta iðnaðarstjettina bæði bóklega og verklega,
og þess vegna brotist í að halda uppi skóla fyrir
iðnaðarmenn, og sjerstaklega iðnlærlinga, eftir því
sem aðsókn var til og föng voru á.
Saga Iðnskólans skiftist eftir eðli sínu í þrjú
tímabil: Surmudagaskóla, teikniskóla og iðnskóla.
Sunnudagaskólinn
hófst fyrst í nóv. 1873, eins og að framan er get-
ið. Upphafsmaður þess að, hann komst á, mun hafa
verið Sigfús Eymundsson, ljósmyndari, og var hann
í fyrstu skólanefndinni ásamt þeim Árna Gíslasyni,
leturgrafara, og ]ónasi Helgasyni, organista.
Skólinn var haldinn á sunnudögum, 3 tíma á
dag, og aðallega kent lestur, skrift og reikningur.
Ekki er hægt að sjá annað en að kennararnir hafi
verið sjálfir skólanefndarmennirnir, og enga þókn-
un hafa þefr fengið fyrir vinnu sína, enda var
kenslan ókeypis. Eigi að síður var kostnaður við
skólahaldið, því borð, bekki og bækur þurfti að
kaupa, og húsnæði mun ekki hafa fengist ókeypis,
fyr en flutt var í Borgarasalinn. Og ljós og hita
varð skólinn auðvitað alt af að kosta sjálfur. Til
þess að fá inn það fje, er til þessa þurfti, var leit-
að almennra samskota og beiðni um þau birt í
blöðum bæjarins síðast í nóvember 1873. Ekki er
getið um það, hvernig undirtektir undir þá beiðni
urðu, en þó mun hafa fengist fyrir kostnaði að
mestu, því ekki sjest að skólanum hafi verið lagt
úr fjelagssjóði.
Tvö næstu haust (1874 og 1875) voru haldnar
hlutaveltur (tombólur) til þess að standast kostnað-
inn við skólahaldið, og 1875 var ákveðið að koma
upp bókasafni og lestrarfjelagi í sambandi við skól-
ann. Var því komið í verk snemma á árinu 1876.
Hefir það aukið mjög gildi skólans fyrir fjelags-
menn, þótt enn þá vantaði mikið á að skólinn og
safnið gæti talist vísir að andlegri miðstöð fyrir
fjelagið. Einkum var það húsnæðisleysið, sem olli
erfiðleikum.
Haustið 1876 átti fjelagið hvergi samastað, hvorki
fyrir sig nje skólann, og var þá Helga snikkara
Helgasyni falið að útvega húsnæði hjá Egilsen í
»Glasgow«. Á því þurfti þó ekki að halda fyrir skól-
ann, því aðsókn varð svo lítil að honum þetta
haust (aðeins 3 eða 4 sóttu), að skólinn fjell nið-
ur um veturinn.
Haustið 1877 fjekk fjelagið húsnæði í Borgara-
salnum í bæjarþinghúsinu fyrir fundi sína, skólann
og bókasafnið, og komst þá skólinn á aftur. Voru
þá kosnir í skólanefndina þeir Jónas Helason,
Árni Gíslason og Olafur Olafsson, söðlasmiður. —
Hjelt skólinn þessu fyrirkomulagi þangað til 1883,
að kensla fjell niður aftur vegna ónógrar þátttöku,
og skipuðu ýmsir skólanefnd á því tímabili. Rekst-
ursfjár til skólans var venjulegast aflað með hluta-
veltum (tombólum) og í nóv. 1887 var fjárhagur
hans það góður, að hann átti kr. 652,62 í sjóði.
Skólinn lá nú niðri í nokkur ár, vegna áhugaleysis
og skilningsskorts nemendanna, en þrátt fyrir það
var stöðugt kosin skólanefnd og reynt að koma á
skóla, þangað til 1890. Sýnir það áhuga fjelags-
ins á skólamálinu og vilja þess á að menta lær-
[ 15 ]