Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 24

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 24
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA um þetta mál og lagði til að vinnutími iðnaðar- manna yfirleitt yrði færður niður í 10 tíma á dag, og lærlinga niður í 8 tíma um skólatímann. Var máli hans vel tekið og stjórn fjelagsins falið að koma þessu fram, og ári síðar hafði fengist samþykki flestra iðnaðarmanna í Reykjavík til þessa. Fyrsta ár skólans var hann til húsa í Vina- minni, og hafði þar tvær stofur og tvö lítil herbergi. Var tæplega hægt að komast þar fyrir meðan að- eins voru 3 bekkir, en ómögulegt til frambúðar. í byrjun des. 1904 hóf því Magnús Benjamínsson máls á því í fjelaginu, að óhjákvæmlegt yrði að útvega skólanum betra húsnæði, helst fyrir næsta haust, og lagði til, að fjelagið bygði hús fyrir skól- ann. Skýrði Jón Þorláksson málið nánar, hvernig húsið þyrfti að vera og hvernig hægt væri að koma málinu fram. Var stjórn fjelagsins, hússnefnd Iðn- aðarmannahússins ásamt umsjónarmanni þess, Olafi Ólafssyni, og yfirsmið, Einari Pálssyni, falið að í- huga og undirbúa málið í samráði við skólanefnd. Unnu þessir menn að málinu allan veturinn, og höfðu það nokkurnveginn undirbúið um vorið, en lóð fjekst ekki fyr en haustið eftir, að samþykt var að kaupa lóð þá, sem skólinn stendur á, af Búnaðarfjelagi íslands fyrir 3000 kr. Fje til hússins var ákveðið að fá með reikningsláni og ábyrgð allra fjelagsmanna. Um veturinn og vorið var svo unnið að hús- smíðinni. Var það tilbúið haustið 1906, og hefir skólinn verið haldinn í því síðan. Veturinn 1905— 1906 var kent að nokkru leyti í Vinaminni og að nokkru í Borgarasalnum í þinghúsi bæjarins. Þann vetur var kenslan nokkuð aukin frá því, sem hún var veturinn áður, iðnteikningunni var skift eftir iðnum í húsgagnasmiða-, húsasmiða- og járnsmiða-teikningu og kendu hana þeir Jón Halldórsson, Rögnvaldur Ólafsson og Sigurgeir Finnsson, bókfærslu kendi Ólafur Eyjólfsson, byggingaefnafræði kendi skóla- stjóri, og þýsku kendi Þorsteinn Erlingsson auk dönskunnar. Guðmundur Finnbogason kendi nokkuð af íslenskunni þegar um haustið og tók við henni allri í desember af sjera Ólafi Ólafssyni. Var á- hersla lögð á það, að útvega skólanum vel menta og duglega kennara, og hefir það jafnan verið kappsmál fyrir stjórn skólans síðan, að tryggja [ 18 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.