Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 28
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
deildum fjölgaði stöðugt, og ítarlega skifting, eftir
áhugamálum og hæfileikum, varð við það möguleg.
Einkennilegt og fróðlegt er að taka eftir því.
hvernig þörfin á nýjum og nýjum viðfangsefnum
vaknaði jafnt og þjett, sumpart vegna nýrra at-
vinnu- eða iðnflokka, sem bættust í hópinn, sum-
part vegna þess að nemendur ráku sig á það við
námið, að þá vanhagaði um margvíslega þekkingu
á öðrum sviðum.
Mönnum mun sjálfsagt skiljast, að ekki er ólík-
legt, að skóli, sem hefur svo víðtækan og frjálsan
grundvöll, geti vaxið og dafnað. En þó varð vöxt-
urinn örari en flesta mun gruna. Fyrsta árið var
nemendatalan, eins og áður er sagt, 100, en 1925
— 15 árum eftir stofnárið —, voru nemendur 9374
— Nemendur voru flestir fyrir innan tvítugt, en annars
á öllum aldri, elsti nemandinn var þetta ár 64 áraj
1925 voru deildirnar í skóla þessum fjórar:
mekanisk-teknisk deild með 10 námsgreinaflokk-
um og 3306 nemöndum, handiðna- og listiðnaðar-
deild með 1175 nem., kaupmannadeild með 10
námsgreinaflokkum og 2389 nem. og almenn deild
með 6 námsgreinaflokkum og 2504 nemöndum.
Og hvað sumir námsgreinaflokkarnir voru fjöl-
skrúðugir má ráða af því, að t. d. í málaflokkin-
um í hinni almennu deild voru þessi erlend mál:
enska, franska, hollenska, ítalska, rússneska, sænska,
spanska, latína og esperantó.
Besta skýringin á þessum ótrúlega vexti skólans
fæst ef til vill við það að bera hann saman við
almenna fastaskóla: 1. Fastaskólarnir heimta víð-
tækari þekkingargrundvöll en alþýða manna hefur,
en þessi skóli gerir engar aðrar kröfur til al-
mennrar kunnáttu en þær, sem nauðsynlegar eru
vegna þeirrar námsgreinar, er hver vill stunda.
2. Fastaskólar hafa of margar námsgreinir, eða
ekki þær, sem hverjum einstakling eru hentastar,
en í þessum skóla getur hver og einn valið sjer
þá eða þær námsgreinir, er hann vill stunda.
3. Fastaskólar eru tímafrekari en svo, að allir geti
sótt þá, en í þessum skóla er enginn bundinn
lengur en námsskeiðið í hans grein útheimtir. 4.
Fastaskólar starfa á óhentugum tíma fyrir marga,
en þessi skóli starfar á hvaða tíma dags sem er,
en þó einkum á kvöldin kl. 6—9 og á laugardög-
um frá 2—6. — 5. Þrátt fyrir frjálsræðið skapar
þessi skóli þeim, er vilja, leiðir yfir í ýmsa æðri
framhaldsskóla.
Þegar jeg nú velti fyrir mjer starfsemi þessa
skóla, komu mjer í hug framhaldsskólamálin hjer
í bæ. Varð mjer þá brátt Ijóst, hvað vjer ættum
að gera. Þessir 4 skólar, er jeg nefndi áðan, Iðn-
skólinn, Vjelstjóraskólinn, Verslunarskólinn og hinn
óstofnaði gagnfræðaskóli, samsvara að mestu þess-
um fjórum deildum þýska skólans. Þar sem nú
skólarnir hjá oss eiga við margvíslega örðugleika
að stríða, eins og jeg lýsti áðan, en þýski skólinn
hins vegar sýnir og sannar, að samstarf ólíkra
deilda er engum vandkvæðum bundið, þykir mjer
einsætt, að leiðin, sem vjer eigum að fara, er sú,
að stofna til sambands og samvinnu milli þessara
skóla og þá fyrst og fremst reisa þeim sameigin-
legt skólahús ásamt vjelahúsi og vinnustofum, með
öllum nauðsynlegum nýtísku útbúnaði. Þetta er eng-
um óviðráðanlegum örðugleikum bundið, ef viljann
og skilninginn á nauðsyn og gagnsemi málsins
brestur ekki. Þeir aðiljar, sem að þessum skólum
standa, eiga að leggja hver sinn skerf í stofnkostn-
aðinn, en þó bærinn og ríkið mest. Bærinn vinnur
það við breytinguna, að framhaldsskólamál hans
komast í hið fullkomnasta lag, í stað þess að vera
í argasta ólagi, eins og nú er. Ríkið á og að bera
þunga byrði vegna þess fyrst og fremst, að einn
skólinn (Vjelstjóraskólinn) er alveg á þess vegum og
húsnæðislaus; þar næst af því að í sambandinu yrðu
sjerskólar, en þess konar skóla hefur ríkið kostað
að fullu að jafnaði; og loks ber því að leggja fje
til framhaldsfræðslu í Reykjavík eins og annar-
staðar. Þeir aðiljar, er standa að tveimur einka-
skólunum, iðnaðarmenn og verslunarmenn, hafa að
vísu enga skyldu til fjárframlaga. En þegar þess
er gætt, að þeir hafa lagt svo drjúgan skerf til
þessara mála undanfarið og sýnt lofsverðan áhuga
á mentun stjetta sinna, tel jeg líklegt, að þeir
mundu ekki skerast úr leik, ef þeim þykir nokk-
urs um málið vert og athuga, að það nær tæpast
fram að ganga, ef framlaasfýsin bregst í þetta sinn.
— Hversu mikið hver á að leggja fram, er álita-
mál, en lægst á auðvitað tillagið að vera frá þeim,
sem hafa engar skyldur.
Þegar nú húsin væru komin upp og skólarnir
teknir til starfa, kæmi að því, hvernig ráða skyldi
fram úr reksturskostnaðinum. Mjer mundi þykja
ákjósanlegast, að honum yrði tvískift, þannig, að
ríkið bæri allan kostnað af hinum andlega rekstri,
en annar kostnaður yrði tekinn með skólagjöldum.
Ef ríkið færist undan að greiða allan þann kostn-
að, sem jeg ætia því, en það er sá kenslukosnaður,
sem hlýst af fastanámi skólanna, laun fastra kennara og
stundakennara, yrði bærinn að hlaupa undir bagga,
því að fyrir hann er um mikla endurbót að ræða.
En bæði iðnaðar- og verslunarmenn eiga að vera
lausir allra mála, þegar þeir hafa greitt sinn hluta
af stofnkostnaðinum. En afskifti eiga þeir að hafa
[ 22 ]