Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 30

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 30
T M A R T I Ð N A Ð A R M A N N A Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík hefir komið sjer upp dálitlum fundarskála á efsta lofti í Iðnskólan- um. Skálinn er undir súð, og sniðinn eftir ramm- íslenskri sveitabaðstofu. Skarsúð er á sperrum, en reisusúð á stöfnum, og setubekkir í hverju staf- gólfi. Mari er undir hverri sperru og í hvern þeirra er gerð hönd, sem heldur á kyndli. Hún er skorin úr íslensku birki. Fornar ljósakrónur eru í skamm- bitum, og við innganginn í baðstofuna eru kolur. Bak við stjórnarsætin eru útskornar öndvegissúlur, en á milli þeirra er skráð eftirfarandi erindi, með höfðaletri: Stíg þú til hásætis, hagleikans öld, helga þjer dali og granda. Fegra að nýju þinn föðurlands skjöld, far þú sem drotning með Iistanna völd, leið fram í ljósi og anda, líf hinna starfsömu handa. (a. M.) Vfir dyrunum á hinum stafni baðstofunnar er letrað: Blessa þú, guð, hverja hagleikans hönd, hverja sem trúlega vinna. Birf þeim þín háleitu hugsjónalönd; helgaðu blessaðu sjerhverja önd. Lát þá í listunum finna leiðir til hásala þinna. (G. M.) Sín hvoru megin við dyrastafi eru útskornar öndvegissúlur, og yfir dyrunum er letraður aldur fjelagsins, þannig 1867 3./2. — 1927. Gengið er inn í hlið baðstofunnar, og yfir þeim dyrum er hinn forni málsháttur, gerður með höfða- letri: Verkið lofar meistarann. Umhverfis dyrnar er útskurður. Húsgögn í baðstofunni eru gerð hjá ]óni Hall- dórssyni & Co og í stólana er skorið fangamark fjelagsins. Guðmundur Þorláksson, fyrrum bygging- arfulltrúi í Reykjavík hefir gert uppdrátt að smíði baðstofunnar, en Sigurður Halldórsson, trjesmíða- meistari sá um smíðið. Ríkarður Jónsson, mynd- höggvari, hefir gert allan trjeskurðinn, og uppdrátt- inn að honum. Baðstofan þykir prýðisvel gerð, og menn kunna vel við sig í þessum fundarskála. Mynd sú, sem sýnd er hjer að ofan er af honum. Prentsmiðjan Gutenberg h.f. — 7927. [ 24 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.