Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 10
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA Fyrsti fundur í Iðnaðarmannahúsinu var haldinn 29. des. 1896. Síðan 18. des. 1926 hafa fundir verið haldnir í baðstofu fjelagsins í Iðnskólanum. Fjelagatala hefir verið nokkuð misjöfn, en yfir- leitt má segja að hún hafi sífelt farið hækkandi. Fundarsókn hefir ekki aukist að sama skapi. Lengi vel komu 15—30 menn á fundina, og ekki sjaldan urðu fundir ólögmætir af því hve fáir mættu. Venjulega hafa verið haldnir 5—10 fundir á ári. Stundum þó færri. Tvö síðustu árin hefir fundar- sókn og fjelagatala aukist stórkostlega. Fjelags- gjald var upphaflega 2 krónur á ári, ein króna og fimtíu aura fyrir þá, sem líka voru í styrktarsjóðn- um. En þann 9. des. 1898 var samþykt, að það skyldi vera 6 krónur og hefir það haldist þangað til 1925 að gjaldið var hækkað upp í 10 kr. Elstu lög fjelagsins, sem enn eru til, eru frá 20. mars 1871. Síðan hefir þeim verið breytt 6. mars 1882, 11. jan. 1901 og loks síðast, 14. maí 1925. Þessir hafa verið formenn fjelagsins eftir þá, sem nefndir hjer að framan: Jakob Sveinsson frá 25. nóv. 1876 til 10. nóv. 1879. Þá Einar Þórðar- son til 10. nóv. 1881, Helgi Helgason til 10. nóv. 1882, Jakob Sveinsson til 10. nóv. 1892, Magnús Benjamínsson til 19. nóv. 1893, W. Ó. Breiðfjörð til 17. nóv. 1895, Matthías Matthíasson til 10. nóv. 1897, Magnús Benjamínsson til 11. jan. 1901, Guðm. Jakobsson til 2. jan. 1902, Magnús Blön- dahl til 13. jan, 1904, Knud Zimsen til 12. mars 1913, Þorvarður Þorvarðarson til 21. apríl 1914, Knud Zimsen til 1. febr. 1921, Jón Halldórsson til 25. febr. 1925. Þá var Gísli Guðmundsson kos- inn formaður og hefir gegnt því starfi síðan. Ritarar hafa verið: Egill Jónsson 1867, Jón Borgfirður, Friðrik Guðmundsson, Arni Gíslason 1873—1895, Arinbjörn Sveinbjarnarson 1895— 1896, Þorvarður Þorvarðarson 1896—1899, Frið- finnur Guðjónsson 1899—1900, Guðmundur Ja- kobsson 1900—1901, Sigvaldi Bjarnason 1901 — 1911, Arinbjörn Sveinbjarnarson 1911 —1913 Guðmundur Waage 1913—1914, Ágúst Jósefsson 1914—1915, Bjarni Pjetursson 1915—1918, Guðm Þorláksson 1918 og síðan. Gjaldkerar hafa verið: Einar Jónsson 1867— 1869, Jónas Helgason 1869—1881, Páll Þorkels- son 1881 —1886, Eyjólfur Þorkelsson 1886—1892, Björn Kristjánsson 1892—1393, Andrjes Bjarna- son 1893—1908, Magnús Gunnarsson 1908—1911, Halldór Þórðarson 1911—1913, Pjetur Hjaltested 1913—1914, Magnús Gunnarsson 1914—1923, Sigurður Halldórsson 1923 og síðan. Ólafur Ólafsson var umsjónarmaður Iðnaðar- hússins, allan tímann, er það var í eign fjelagsins. Ennfremur hafði hann í nokkur ár umsjón með Iðnskólahúsinu. Á fundum fjelagsins hafa umræðuefni verið ærið margbreytileg. Þar voru ekki aðeins rædd þau mál, sem einkum áttu erindi til iðnaðarmanna, heldur einnig ýmis þjóðmál, er vörðuðu alt Iandið eða höfuðstaðinn. Stundum voru einnig haldnir fræðandi og skemtandi fyrirlestrar um ýmisleg efni. Gerðabækur fjelagsins gefa því merkilegar upp- lýsingar um skoðanir og áhugamál borgaranna í Reykjavík síðustu fimtíu árin. Hjer er ekki rúm til að rekja þetta nánar, en aðeins skal skýrt frá helstu málunum, sem iðnaðarmannafjelagið hefir beitt sjer fyrir og hrundið í framkvæmd. Þó verð- ur hjer ekki sagt frá merkasta þættinum í starf- semi fjelagsins, skólahaldinu, því um það mál hefir verið skrifuð sjerstök ritgerð eins og fjelag- inu sæmdi. Fjelagar eru nú 141 að tölu. Af þeim eru fjórir heiðursfjelagar. Skuldlausar eignir fjelags- ins, fasteign og verðbrjef eru um 100 þús. krónur. II. Iðnaðarmannahúsið. Fyrir einum mannsaldri var ekkert samkomuhús til í Reykjavík, þar sem hægt væri að halda stóra mannfundi eða sýna sjónleiki. Iðnaðarmannafjelagið tók að sjer að bæta úr brýnustu þörf bæjarbúa í þessum efnum og á það miklar þakkir skilið fyrir framkvæmdir sínar. Matthías Matthíasson kaupmaður vakti fyrstur máls á því, að fjelagið skyldi reisa samkomuhús og á fundi 1. febr. 1891 bar hann ásamt Arnbirni Ólafssyni og Þórarni Þorlákssyni fram einskonar fyrirspurn um það »hvort fjelagið ekki álíti nauð- synlegt að byggja fundarhús og til útláns fyrir söng og sjónleiki*. Var samþykt að ræða málið á næsta fundi og þann 1. mars var eftir nokkrar umræður kosin sjö manna nefnd til þess að athuga málið. Kosnir voru Matthías Matthíasson, Björn Guð- mundsson, Helgi Helgason, Björn Kristjánsson, Einar Pálsson, Magnús Guðnason og Magnús Árnason. Nefndin skilaði áliti sínu 12. apríl og var þá samþykt í einu hljóði, að byrja að safna fje til húsbyggingarinnar og skyldi verkið hafið, er vissa fengist fyrir því að 4000 kr. væru handbærar til fyr- irtækisins. Síðan voru kosnir í nefnd til þess að sjá um framkvæmdir í málinu, þeir Matth. Matthí- asson, Helgi Helgason, Björn Kristjánsson, Björn Guðmundsson, Kr. Ó. Þorgrímsson, Magnús Benja- [ 4 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.