Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 27
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
Samskólar Reykjavíkur.
Eftir Jón Ófeigsson.
í fyrra vetur flutti jeg erindi um framhaldsskóla-
mál Reykjavíkur í íveim fjelögum, Verkfræðinga-
fjelagi Islands og Iðnaðarmannafjelaginu í Reykja-
vík. Það, sem hjer verður sagt, er sama efnis, en
vikið við og nokkur viðauki á stöku stað, til frek-
ari skýringar því, er þar var sagt.
Á mörgum sviðum verður vart við örðugleika,
sem standa í sambandi við eða spretta af hinum
gífurlega öra og mikla vexti Reykjavíkurbæjar. Það
er engin furða, þó að víða kenni vaxtarverkja,
því að íbúatala bæjarins hefur tuttugfaldast eða vel
það á síðustu 80 árum. En hvergi held jeg, að
komið sje í verra óefni en í skólamálum bæjarins.
Þó ekki svo mjög á sviði barnafræðslunnar; því
að þótt þar sje nú svo ástatt, að skóli, sem gerður
var fyrir 600 nemendur, verði að hýsa nær þrisvar
sinnum fleiri nemendur en skólinn var gerður fyrir,
þá verður á næstu árum sú breyting á, að ekki
þarf að óttast óþægileg þrengsli fyrst um sinn.
Jeg á hjer við þá ákvörðun bæjarstjórnar að reisa
stóran og veglegan barnaskóla.
Ver er ástatt um framhaldsfræðsluna. Eini al-
menni framhaldsskólinn, Mentaskólinn, er fyrir
langa löngu orðinn of lítill, ef miðað er við nemenda-
aðsóknina. Og er það nokkur furða? í bænum
bjuggu rúmlega 1000 manns, er hann var reistur!
Sumir kasta nú raunar enn öllum áhyggjum sín-
um á þennan skóla, líkast því sem hann hefði
eitthvert það kynjaeðli, að hann þendist út og
tútnaði því meir, sem meira væri í hann látið.
Hitt mun þó nær sanni, að fyrir honum fari eins og
sápukúlunni, sem springur, þegar hún verður ekki
þanin meir. Við því má búast, að skólinn neiti
óðara en varir að taka við nemöndum, þó að þeir
standist próf. Það er því, eins og menn sjá, ekki
að ástæðulausu, að bæði jeg og aðrir höfum um
það talað, að koma þurfi upp hjer hið bráðasta
sæmilega fullkominn gagnfræðaskóli.
Þeir sjerskólar, sem eru ekki ríkisskólar, eiga
við þröngan kost að búa. Aðeins einn af þeim,
sem sje Iðnskólinn, hefur brúklegt húsnæði, og þó
mikils til of lítið, ef skólanum yrði einhvern tíma
komið í það horf, sem hann þarf að komast í. Ef
marka má erlenda reynslu, verður iðnskólanám
aldrei viðunandi, án þess að komið sje upp sæmi-
lega vel útbúnum vinnustofum, svo að farið geti
fram bæði verkleg og bókleg fræðsla í senn, kom-
ist á samband milli vinnu og vits. En slíkt fyrir-
komulag er óhugsandi í húsakynnum Iðnskólans,
eins og þau eru nú.
Enn ver eru þó aðrir sjerskólar komnir. Versl-
unarskólinn hefst við í lökustu skólahúsum, sem
jeg hef sjeð í nokkuru landi, og Vjelstjóraskólinn,
sem þó er ríkisskóli, hefur ófullnægjandi leiguhús-
næði, svo að hann getur hvorki notað vjelar, sem
hann hefur eignast, nje fengið vjelar, sem hann
þarfnast, af því að hvergi er unt að koma þeim
fyrir. — Og allir einkaskólarnir hafa þann sam-
eiginlega mikla annmarka, að starfa með stopulu
kennaraliði, stundakennurum.
Enn er ótalinn einn höfuðgalli á þessu fram-
haldsskólamáli. Nú fermast á ári hátt á 4. hundrað
börn hjer í bænum, og mjer telst svo til, að ekki
muni nærri helmingur þeirra barna, sem Ijúka
barnafræðslu, fá framhaldsfræðslu í skólum. Og af
hverju kemur það? Sumpart af því að skólarnir
geta ekki tekið við unglingunum, en þó aðallega
af því, að skólafræðslan er óhentug, meðal annars
tímafrekari og umsvifameiri en almenningi hentar.
En þó versnar þetta enn um allan helming, ef
ekki er að gert. Að svo sem 15 árum liðnum
hefur unglingafjöldinn í bænum tvöfaldast, og getur
þá hver gert sjer í hugarlund, hvernig ástatt verð-
ur, þegar mikill meiri hluti unglinga fer á mis við
framhaldsfræðslu, fær ekkert annað en barna-
fræðslu, sem fljótt fyrnist, ef ekki er við bætt. At-
hvarfið fyrir þá verður ekkert annað en rándýr
stundakensla, en á henni verður engin framhalds-
fræðsla bygð.
Mjer hefur lengi verið þetta umhugsunarefni. En
svo vildi til, að jeg kyntist í utanför minni 1924—
25 skóla einum í Niirnberg, sem vísaði mjer á
veg út úr ógöngunum. Skólinn heitir Stadtische
Volksbildungskurse mit offenem Zeichensaal. Það
er framhaldsskóli, tekur við er hinni lögboðnu
framhaldsfræðslu er lokið. I honum eru engir
skyldunemendur, alt nám er þar frjálst og óbundið.
Skólinn var stofnaður 1910 með 100 nemöndum,
Fyrsta árið var ekki haft annað en teiknisalur.
Síðan bættust við, smátt og smátt, alls konar iðn-
aðarnemendur og síðar verslunarmenn. Bekkjar-
[ 21 ]