Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 17
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA var samþykt 16. des. svohljóÖandi tillaga frá ]óni Þorlákssyni. »Pjelagið treystir Ingólfsnefndinni til þess að ná samkomulagi við Einar Jónsson um gerð Ingólfs- myndarinnar, en vill ekki að svo stöddu taka upp á sig neinar skuldbindingar um fjárframlög til myndarinnar fram yfir þær 2000 krónur, sem það hefir þegar gefið til hennar«. Við þetta rjenuðu deilurnar innan fjelagsins, en opinberlega varð allmikið rifrildi um málið, eins og lesa má um í blöðum þeirra tíma. Þetfa alt varð til þess að seinka framkvæmdum í málinu, svo líkneskið var ekki komið upp, þegar heimsstyrjöldin hófst og hamlaði öllum frekari fram- kvæmdum. Næst er málið vakið upp á fundi Iðn- aðarmannafjelagsins 13. des. 1922, en Ingólfsnefndin lagði fram reikningana. Fundarmönnum virtist ekki vansalaust fyrir fjelagið, að skilja svona við málið, og var það einróma álit þeirra, að fjelaginu bæri allra hluta vegna, að koma myndinni upp sem fyrst. Samþykt var tillaga frá Olafi Olafssyni, um að kjósa einn mann í nefndina í stað Magnúsar Blöndahls, og nefndinni væri falið á hendur að koma upp standmynd af Ingólfi Arnarsyni svo fljótt sem auðið væri á kostnað fjelagsins. Tillagan var samþykt af öllum fundarmönnum. Síðan var Guðmundur Þorláksson kosinn til við- bótar í nefndina. Nú var hafist handa fyrir alvöru. í jan. 1923 var fenginn til Reykjarvíkur danskur gibssteypari til þess að gera mót af myndinni, og voru þau full- gerð og send til Kaupmannahafnar 24. apríl sama ár. Var þar gerð eftir þeim sandmót fyrir eirsteyp- unu, og kom myndin til Reykjavíkur síðast í nóv- ember 1923. Síðan var farið að undirbúa staðinn á Arnarhóli, þar sem myndin átti að standa. Líkneskið var afhjúpað 24. febr. 1924 kl. 3 síð- degis að viðstöddum miklum mannfjölda. Ræður hjeldu Knud Zimsen borgarstjóri, er ræða hans prentuð í »Vísi« 25. febr. það ár, ]ón Halldórsson formaður Iðnaðarmannafjelagsins, sem afhenti land- stjórninni standmyndina, og Sigurður Eggerz for- sætisráðherra, sem þakkaði gjöfina og mintist Ein- ars ]ónssonar, sem þá var staddur í Kaupmanna- höfn, og bað menn að hrópa ferfalt húrra fyrir honum. Tók mannfjöldinn undir það. Sungin voru nokkur kvæði. Þar á meðal tvö ný, eftir Kjartan Olafsson og Þorstein Gíslason. Prófessor Sveinbjörn Sveinbjörnsson hafði samið lag við kvæði Kjartans, en Páll ísólfsson við kvæði Þorsteins. Lúðrasveit ljek nokkur lög við athöfnina og fór hún hið besta fram. Veður var milt og hlýtt um daginn, og því var allur þorri bæjarbúa viðstaddur. Ræður ]óns Halldórssonar og Sigurðar Eggerz eru prentaðar í »Morgunblaðinu« 26. og 27. febr. 1924. Um kveldið þann 24. febrúar hjelt Iðnaðarmannafjelagið mikla veislu í Iðnaðarmannahúsinu. Voru þar miklar ræður haldnar og hinn besti gleðskapur. Ingólfsmyndin kostaci um 40 þúsund krónur. Langmestur hluti þess fjár var greiddur úr sjóði Iðnaðarmannafjelagsins. En fjelagið vildi einnig minnast Ingólfs á annan hátt. A fundi fjelagsins 19. febr. ræddu menn um þetta, og loks var samþykt tillaga frá Helga Helga- syni um að fjelagið skyldi gefa styrktarsjóði iðn- aðarmanna tíu þúsund krónur, sama daginn og líkneskið væri afhjúpað. Höfðingleg gjöf og deg- inum samboðinn. Þó að deilur yrðu á tímabili um Ingólfslíkneskið, þá eru nú víst flestir íslendingar ánægðir með það, og þakklátir Einari ]ónssyni og Iðnaðarmannafje- laginu fyrir Ingólfsmyndina, sem nú gnæfir á Arn- arhóli til mikils sómi fyrir íslenska list, og til prýði fyrir höfuðstað Islands. V. Styrktarsjóður iðnaðarmanna. Eitt af því fyrstu, sem Iðnaðarmannafjelagið gerði, var að reyna, að koma upp styrktarsjóði fyrir fjelags- menn. Það er rjett að geta þess hjer, að þegar frá öndverðu hafa iðnaðarmenn Reykjavíkur sýnt framúrskarandi hjálpsemi. Hvað eftir annað hafa þeir skotið saman álitlegum fjárupphæðum til þess að styrkja bágstadda stjettarbræður sína og ekkjur þeirra og vandamenn. En þeir hafa líka farið langt út yfir takmörk stjettarinnar, eins og finna má mörg dæmi um í gerðabókum fjelagsins. Skal hjer til- fært eitt dæmi. Haustið 1922 skrifaði Bandalag kvenna til Iðn- aðarmannnfjelagsins og bað það um styrk til bág- staddra manna í Rússlandi. A þeim tímum voru almenn samskot um allan hinn mentaða heim til þess að bjarga Rússum frá hungursneyð, er ógnaði þjóðinni sökum uppskerubrests í landinu. Iðnaðar- mannafjelagið brást vel við og á fundi 18. des. 1922 voru veittar til þess 500 kr. úr fjelagssjóði. Annað dæmi má nefna, þótt ólíkt sje. Á fundi 5. maí 1908 gáfu fjelagsmenn 500 kr. til þess að kosta þátttöku íslenskra íþróttamanna í Olympíu- leikunum. Árið 1892 var málið þá fyrst tekið til alvarlegrar umræðu í fjelaginu, og á fundi 21. nóv. það ár, kom fram tillaga um að stofna sjúkrasjóð fyrir I 11 1

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.