Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 22
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA linga sína, sem skólinn var aðallega ætlaður, þótt fleirum gæfist kostur á að sækja hann. A þessu tímabili var Arni Gíslason flest ár í skólanefnd, eða 16 ár alls (1873 — 79 og 1880— 90), jónas Helgason 14 ár (1873—79 og 1882—90), Sigfús Eymundsson 10 ár (1879—80 og 1882— 90), Sigmundur Guðmundsson prentari 2 ár (1879—81), og Ólafur Ólafsson (1877), Helgi Helga- son (1878), Einar Þórðarson (1889) og Kristján Þorgrímsson (1881) sitt árið hver. Teikniskólinn. I desember 1892 var skólamálið vakið upp í fjelaginu að nýju, og þá rætt um að koma á fót teiknikenslu eingöngu. Voru það iðnaðarmenn, er verið höfðu í útlöndum við framhaldsnám og þar lært að meta gildi teikninganna við allan iðnað, er vöktu máls á þessu. Var samþykt að byrja eftir nýjár 1893. Skyldi kenna á sunnudögum kl. 4—6. Engin skólanefnd var kosin, en framkvæmd máls- ins falin fjelagsstjórninni. I henni voru þeir Magn- ús Benjamínsson formaður, Arni Gíslason ritari og Björn Kristjánsson gjaldkeri. Einar snikkari Páls- son var ráðinn kennari, og stóð skólinn frá árs- byrjun til aprílloka. Næsta vetur var einnig kent frá ársbyrjun til aprílloka, en þeir Sigurður Thoroddsen verkfræðingur og Helgi Thordersen húsgagnasmiður ráðnir kennarar auk Einars. Nem- endurnir voru bæði iðnaðarmenn og lærlingar, var kenslan ókeypis fyrir fjelagsmenn Iðnaðarmanna- fjelagsins, en 2 kr. skólagjald fyrir hina. Umsjón skólans var einnig þetta ár í höndum fjelagssíjórn- arinnar, en árið eftir, eða í janúar 1895, var kos- in skólanefnd, voru í henni þeir Björn Guðmunds- son, Einar Pálsson og Sveinn Sveinsson. Næstu árin var nú skólinn hafður með svipuðu fyrirkomulagi, að eins frá nýjári til aprílloka, og að eins kend teikning (flatarteikning, fríhendisteikn- ing og húsateikning). En 1898 var byrjað að kenna 1. nóv. Þann vetur voru 30 nemendur og allur kostnaður við skólann 50 kr. Haustið eftir (1899) var kenslan aftur aukin, og kent 6 tíma á hverj- um sunnudegi, og haustið þar á eftir (1900) var fyrirkomulaginu breytt, teikningin að eins kend 2 tíma, en íslenska, reikningur og danska kent 1 tíma á dag, hver námsgrein, og jafnframt nokkuð af kenslunni flutt yfir á kvöld virku daganna. Hjer er tekið upp það fyrirkomulag, sem hefir haldist síðan og er enn í skólanum, að hafa hann sam- einaðan unglingaskóla og iðnskóla, og má því með rjettu segja, að í þessu efni hafi núverandi skipu- lag skólans byrjað með 20. öldinni. Nú fer að koma verulegt líf í skólann. Krafan um að alþýða manna fái sæmilega undirstöðu- mentun fer að verða almennari. Lærlingarnir sjálfir fylgjast með og taka feginshendi þeirri fræðslu, sem fram er boðin, því veturinn eftir, 1901 — 1902, voru 64 nemendur í skólanum, sveinar og lærlingar. Menn voru nú farnir að sjá, að þessi sunnu- dagakensla var allskostar ónóg og að ekki tjáði að láta við svo búið sitja, og 13. nóv. 1901 var haldinn fundur í Iðnaðarmannafjelaginu til þess að ræða um að gera skólann að kvöldskóla, og hvað gera skyldi til þess að standast útgjöldin við skóla- haldið, sem nú voru orðin það mikil, að fjelagið treystist ekki að greiða hallann alveg úr sínum sjóði árlega. Varð niðursfaðan af þeim umræðum sú, að tveir menn voru kosnir til þess, ásamt stjórn fjelagsins, að undirbúa málið, sækja um styrk til alþingis til þess að standast kostnaðinn o. fi. I stjórn fjelagsins voru þá Guðmundur ]akobsson form., Sigvaldi Bjarnason ritari og Andrjes Bjarna- son gjaldkeri, en þeim Magnúsi Benjamínssyni og Einari Finnssyni var bætt við, sem nefndarmönnum. Styrkbeiðni þessari tók þingið vel og veitti fje- laginu 1000 kr. styrk á ári tvö næstu fjárhags- tímabil eða árin 1902 og 1903. En ekki var látið þar við sitja með skólann, því nú kemur fram á sjónarsviðið sá maður, sem lagði smiðshöggið á breytinguna og með rjettu má því kallast stofn- andi hins eiginlega iðnskóla Iðnaðarmannafje- lagsins í Reykjavík. Þessi maður var ]ón Þor- láksson verkfræðingur. Lauk hann prófi í verkfræði við háskólann í Kaupmannahöfn í byrjun ársins 1903 og kom hingað heim um vorið. Tók hann þegar að beita sjer fyrir umbótum á iðnfræðsl- unni og skrifaði Iðnaðarmannafjelaginu brjef, þar sem hann gerir grein fyrir því, hvað kenna þurfi í iðnskólanum, hvernig fyrirkomulag hann telji heppi- legast og hvernig kljúfa megi kostnaðinn. Var þessu erindi vísað til skólanefndarinnar, sem þá eins og árið áður var skipuð 5 mönnum, og voru í henni Magnús Benjamínsson, Guðmundur ]akobsson, Magnús Blöndahl, Hjörtur Hjartarson og Guð- mundur Gamalíelsson. Var hinn síðastnefndi ný- lega kominn heim frá fullnaðarnámi í bókbandi í Kaupmannahöfn. Hafði hann árið áður komið af stað umræðum um þetta mál í fjelagi íslenskra iðnaðarmanna í Kaupmannahöfn og vann nú í nefndinni með atorku og áhuga að því, að koma þessu máli fram. Nefndin skrifaði til alþingis, sem kom saman þá um sumarið, og fór fram á 4500 kr. styrk, og var brjef ]óns Þorlákssonar látið fylgja þeirri styrkbeiðni. Varð þingið vel við og [ 16 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.