Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 13
T I M A R I T
I ÐNAÐARMANNA
III. Sýningar.
Einn merkasti þátturinn í starfsemi fjelagsins eru
iðnsýningarnar. Það hefir haldið þrjár sýningar og
í ráði er að hin fjórða, og mesta, verði haldin árið
1930. Hugmyndin um sýningar virðist hafa komið
fyrst fram á fundi fjelagsins 6. mars 1882. Þá las
formaður upp tillögu frá Eyjólfi Þorkelssyni og Páli
Þorkelssyni »um að iðnaðarfjelagið annaðist um,
að hjer í Reykjavík yrði haldin opinber sýning á
allskonar iðnaði hjer á landi um miðsumarleyti
árið 1883 og að 5 manna nefnd yrði kosin til að
sjá um framkvæmdir«. A næsta fundi 1. apríl 1882
var tillagan rædd, og loks samþykt með 10 at-
kvæðum, að sýningin skyldi haldin. I framkvæmda-
nefnd voru kosnir: Sigfús Eymundsson ljósmyndari,
Árni Gíslason leturgrafari, ]ón Borgfirðingur, Páll
Þorkelsson og Helgi trjesmiður Helgason.
Reynt var að afla fjár til að standa straum af
sýningarkostnaðinum með hlutaveltu og samskot-
um. Ennfremur veitti Landshöfðingi til þess 300
krónur úr Landssjóði. Sýningin var opnuð þjóð-
hátíðardaginn 2. ágúst 1883 í Barnaskólahúsinu,
þar sem pósthúsið er nú. Bergur Thorberg lands-
höfðingi hjelt vígsluræðuna. Sýningin var opin til
19. ág. Alls komu um 1400 manns að skoða hana
Á sýningunni voru 390 munir, og var hinn dýr-
asti þeirra metinn á 400 krónur. Eftir að sýningin
hófst bættust við nokkrir munir, sem ekki komust
á skrá þá, sem prentuð var. Sjö manna nefnd
dæmdi um sýningargripina og var 31 sýnanda
dæmdur heiðurspeningur úr silfri, 32 heiðurspen-
ingur úr bronse, og 56 fengu heiðursbrjef (Diplom)
Sýning þessi vakti mikla eftirtekt, eins og vænta
mátti. Fjelagið var svo ánægt með hana, að það
ákvað, að koma bráðlega á stað nýrri sýningu.
Fyrst var til ætlast, að hún yrði haldin árið 1885,
en menn fjellu þó frá því, vegna þess hve tíminn
var naumur. Hvað eftir annað komu þó fram til-
lögur um að halda aftur sýningu, en ekkert varð
úr framkvæmdum.
Árið 1905 vakti ]ón Halldórsson aftur upp sýn-
ingamálið, en ekki varð annað ágegnt í svipinn,
en að ákveðið var að sýna prófsmíð iðnnema að
afloknu námi, og hefir það verið gert síðan.
Árið 1907 kaus Iðnaðarmannafjelagið á ný fimm
manna nefnd til þess að athuga málið. Hún komst
að þeirri niðurstöðu, að vel mundi við eiga að
halda sýningar í öllum stærri kauptúnum landsins,
til undirbúnings, áður en sameiginleg sýning fyrir
alt landið yrði haldin. Ekki varð meira úr fram-
kvæmdum að sinni.
Nú nálgaðist aldarafmæli ]óns Sigurðssonar for-
seta, og alþjóð Islendinga var sammála um að
heiðra minningu síns mesta sonar. Iðnaðarmenn
fundu að þá var hæfilegur tími tiJ að sýna það
besta, sem þeir gátu búið til,1) og nú fór sýningar-
málið að fá góðan byr, og á fundi Iðnaðarmanna-
fjelagsins 5. maí 1908 var samþykt, að fjelagið
skyldi gangast fyrir því, að iðnsýning fyrir alt ís-
Iand yrði haldin í Reykjavík árið 1911. Kosin var
þriggja manna nefnd til þess að hafa forgöngu í
málinu og hlutu kosningu: Knud Zimsen, Th.
Krabbe og ]ón Halldórsson. Kn. Zimsen gekk
síðar úr nefndinni, en Jónatan þorsteinsson kom í
hans stað. Á fundi 25. nóv. 1908 var samþykt til-
laga frá sýningarnefndinni um að hún fengi heimild
til að verja 500 kr. úr sjóði fjelagsins til undir-
búnings sýningarinnar.
Nefndin tók nú til starfa og vann af kappi.
Fyrst lá fyrir að afla fjár. Hún skrifaði Alþingi
1909 og bað um styrk úr Landssjóði. Þingið sam-
þykti að veita 2000 krónur til sýningarinnar, ef
jafnmikið fje kæmi annarstaðar frá. Þá skrifaði
nefndin Thorvaldsensfjelaginu og Búnaðarfjelaginu
og bað þau að styrkja sýninguna með fje og taka
þátt í henni. Búnaðarfjelagið sá sjer ekki fært að
taka þátt í sýningunni, en með brjefi dagsettu
21. des. 1910 bauð það nefndinni 200 krónur til
þess að verðlauna muni, sem sjerstaklega kæmu
við landbúnaði. Thorvaldsensfjelagið lofaði með
brjefi dags. 23. apríl 1910 að taka þátt í sýning-
unni, og veitti 300 krónur til hennar, en tók það
fram um leið, að það vildi ekki bera aðra fjár-
hagslega ábyrgð af henni.
Bæjarstjórn Reykjavíkur lánaði Barnaskólahúsið
með brjefi dags. 21. 1910, til þess að halda sýn-
inguna í, og veitti ennfremur 1000 krónur til hennar.
Þá skrifaði nefndin iðnaðarfjelögum þeim, sem
til voru út um land, og bað þau styrktar. Þau
tóku öll vel í málið. Enn fremur bað hún allar
sýslunefndir og bæjarstjórnir á landinu um fjár-
styrk. Sumar þeirra veittu 25—100 krónur til sýn-
ingarinnar, en sumar ekkert. Vmsir merkismenn
víðsvegar um land ljetu nefndinni einnig í tje
nokkurn stuðning.
Árið 1909 átti að halda mikla sýningu í Árósum
í Danmörku. Var Iðnaðarmannafélaginu boðið að
taka þátt í henni. En því fanst ekki ráðlegt að
gera það, þar sem ákveðið hefði verið, að halda
1) Páll Þorkelsson gullsmiður mun fyrstur, með greinum
í „ Ingólfi“ 1907, hafa vakið máls á því að fæðingardagur
]óns Sigurðssonar væri rjettur dagur til þess að hefja sýn-
inguna.
[
7