Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% ÞRIÐJUDAGUR 17. nóvember 2009 — 272. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Vill orkuskipti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fékk afhenta fyrstu „athafnateygjuna“. ATHAFNAVIKA 12 AUÐUR INGIBJÖRG KONRÁÐSDÓTTIR Henti út ruslfæðinu og hefur aldrei liðið betur heilsa tíska Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 ÁRLEG KANÍNUTÍSKUSÝNING var haldin í Japan um helg- ina. Þangað mættu átta þúsund kanínuunnendur til að fylgjast með frammistöðu uppáklæddra kanína. Á meðfylgjandi mynd má sjá kanínu í skotabúningi en hún atti meðal annars kappi við mótor- hjóla- og englakanínur. Bjóðum úrval af döskum ReSound heyrnartækjum * Heyrnarþjónusta* Heyrnarvernd* Heyrnarmælingar* Heyrnartæki* Ráðgjöf Hjá Heyrn er veitt alhliða þjónusta til að bæta úr heyrnarskerðingu undir faglegri ábyrgð Ellisifjar K. Björnsdóttur, heyrnarfræðings. Ellisif K. Björnsdóttir heyrnarfræðingur Falleg jólavara Nýjar vörur Stærri búð „Það er bara rosaleg vellíðan sem fylgir þessu og í raun ekki hægt að útskýra það neitt nánar nema hafa upplifað hana sjálfur,“ segir heilsukokkurinn Auður Ingibjörg Konráðsdóttir, þegar hún er beðin um að lýsa hver sé helsti ávinning-urinn af því að huga vel að matar-æðinu. Auður hefur getið sér góðan orðstír fyrir matreiðslunámskeiðí Manni lifandi þar se húi þ „Fyrir sautján árum var ég und-irlögð af ofnæmi og fékk reglu-lega slæm mígrenisköst,“ rifjar Auður upp. „Ég prófaði ýmislegt til að vinna bug á veikindunum og gerði meðal annars breytingar á mataræðinu, sem ég hafði aldrei spáð sérstakleg í. Það hafði viss-ar jákvæðar afleiðingar í för með sér þannig að ég ákvað loks að t kþað allt í un. „Ég fékk nú fyrst ekki mikinn hljómgrunn hjá fjölskyldunni enda ekki margir sem spáðu almennt í mataræðið á þessum tíma; þarna var jú franska eldhúsið allsráð-andi á Íslandi. En eftir að ég fór að prófa mig áfram í eldamennsk-unni og leyfði fjölskyldunni aðsmakka jafnt þé Hamborgarar og fransk-ar fengu fyrst að fjúkaAuður Ingibjörg Konráðsdóttir var illa haldin af ofnæmi og mígreni fyrir sautján árum. Stöðug veikindi urðu til þess að Auður endurskoðaði mataræði sitt og upplifði stórkostlegar breytingar í kjölfarið. „Ég er í betra formi í dag en fyrir sautján árum,“ segir Auður og þakkar það bættu mataræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vegleg dagskrá Söngsveitin Fílharmónía fagnar hálfrar aldar afmæli sínu. TÍMAMÓT 18 ms.is Gómsæt gjöf fyrir sælkera Kynni› ykkur úrvali› af sælkeraostakörfum á ms.is JÓNSI Í SIGUR RÓS: Gerir poppaða sólóplötu Platan á að koma út snemma á næsta ári. FÓLK 30 ÚRKOMULÍTIÐ Í dag verða víðast norðan eða norðaustan 5-10 m/s. Yfirleitt úrkomulítið, en stöku él norðan til og dálítil væta með SV-ströndinni. Hiti um frostmark norðan til, en 1-5 stiga hiti syðra. VEÐUR 4 2 -1 -2 -1 3 HEILSA „Líkur benda til að greina megi lungnakrabbamein fyrr og á lægra stigi en algengast er nú. Rannsóknir á notkun tölvu- sneiðmynda- tækni til skim- unar skera úr um það en niðurstaðna úr þeim er að vænta innan fárra missera. Slík tækni er fyrir hendi hér á landi,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor við HÍ og yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans. Lungnakrabbamein er það krabbamein sem dregur flesta Íslendinga til dauða. Orsakir þess má í níutíu prósent tilfella rekja til reykinga. - gun sjá allt í miðju blaðsins. Alþjóðlegur árveknidagur: Líkur á að mein í lungum greinist fyrr TÓMAS GUÐBJARTSSON Heldur styrktartónleika Alan Jones skipuleggur styrktartónleika á Spot í Kópavogi á fimmtudaginn og mun allur ágóðinn renna til Ellu Dísar. FÓLK 22 FÉLAGSMÁL Hluti atvinnuleysisbóta fólks á aldr- inum 18 til 24 ára verður notaður til að fjár- magna menntunarkosti, gangi eftir hugmyndir í drögum að nýjum lögum um atvinnuleysis- tryggingar. Hugmyndirnar voru kynntar fyrir for- mönnum samtaka vinnumarkaðarins á fundi í félags- og tryggingamálaráðuneytinu síðdeg- is í gær. Þar er verið að gera ýmsar breytingar, þótt fyrst og fremst sé horft til ungs atvinnulauss fólks og hvernig auka megi virkni þeirra á ný. Samkvæmt gögnum ráðuneytisins falla um 2.500 ungmenni á aldrinum 18 til 24 ára í hóp þeirra sem eiga við langvarandi atvinnuleysi að stríða. Hugmyndin mun vera að koma þeim hópi sem mest í skóla eða starfsþjálfun. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir að hjá verkalýðsfélögun- um hafi menn haft af því áhyggjur að ekki hafi verið nógu mikið lagt upp úr „virknivæðingu“ ungs atvinnulauss fólks. „En þær hugleiðingar sem uppi eru núna um að fólk 24 ára og yngra borgi þessa virknivæðingu sjálft hugnast okkur afar illa,“ segir hann. Gylfi segist ekki sjá að hæft sé með rökum að halda því fram að þótt fólk sé á ákveðnum aldri eigi að skerða bótarétt þess til að fjár- magna virkar aðgerðir í þess þágu. „Við búum við það á Íslandi að hátt hlutfall vinnumark- aðarins hefur takmarkaða menntun. Og við lögðum mikla áherslu á það að fá hér löggjöf um virkar vinnumarkaðsaðgerðir og fjármagn til að hrinda þeim í framkvæmd frá hinu opin- bera. Það hefur, við þær aðstæður sem við búum við núna, verið erfitt,“ segir Gylfi og kveður það meðal annars hafa leitt til þess að ASÍ hafi viljað taka kerfið að sér og nálgast verkefnið á öðrum forsendum. Atvinnurekend- ur hafi viljað taka þátt í þessu. Áherslurnar í frumvarpsdrögunum segir hann að ýti frekar á breytingar í þessa átt. Gylfi segir skort á sjálfstrausti og vandamál tengd langvarandi atvinnumissi ekki bundin við aldurshópinn 18 til 24 ára og mikilvægt að auka virkni þeirra einstaklinga sem í þess- ari stöðu séu. „En leiðin til þess er ekki í því falin að svelta fólk inn í úrræðin,“ segir hann og kveðst treysta orðum ráðherra um að lagst verði í frekari skoðun á málinu áður en nýtt lagafrumvarp verði kynnt. - óká / Sjá síðu 6 Atvinnuleysisbætur lækki hjá fólki undir 25 ára aldri Aðilum vinnumarkaðarins voru í gær kynntar hugmyndir sem miða að því að koma ungu atvinnulausu fólki til verka. Forseti ASÍ segir ekki mega „svelta fólk í úrræðin“. Hluti bóta fólks 18 til 24 ára á að fjármagna aðgerðir. Æfir með Reading Gunnar Heiðar Þorvaldsson er til reynslu hjá Reading í Englandi. ÍÞRÓTTIR 26 Athafnavika STJÓRNMÁL „Við teljum að þær breytingar sem gerðar hafa verið hafi síst gert málið lakara frá lög- unum í sumar,“ segir Guðbjartur Hannesson, alþingismaður Sam- fylkingar og formaður fjárlaga- nefndar. Meirihluti fjárlaganefndar afgreiddi í gær álit um frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave. Í álit- inu eru engar breytingar lagð- ar til við frumvarpið. Guðbjart- ur segir álitið væntanlega verða lagt fram á Alþingi í dag. „Síðan þurfum við að bíða eftir nefndar- áliti minnihlutans og síðan verður þetta tekið á dagskrá þegar þing- forseti ákveður,“ segir Guðbjartur sem kveðst telja gríðarlega góðan áfanga að Icesave-málið sé komið úr fjárlaganefnd. Nefndarálit meirihlutans var samþykkt af fulltrúum Samfylk- ingar og Vinstri grænna. Aðspurð- ur segist Guðbjartur telja öruggt að Alþingi verði búið að gera nýja frumvarpið að lögum áður en frestur sem gefinn var til þess rennur út um mánaðamótin. Hann viti þó ekki hvernig atkvæði muni falla í þinginu. „Ég hef ekki gert neina hausatalningu,“ segir hann. - gar Formaður fjárlaganefndar segir nýjan Icesamning síst lakari en í fyrra frumvarpi: Icesave-frumvarpið úr nefnd RÁN Á RÁNARGÖTU Tveir menn um tvítugt í hettuúlpum lögðu leið sína í Pétursbúð upp úr klukkan sjö í gærkvöld og heimtuðu peninga úr kassanum. Afgreiðslukona varð við kröfunni og við svo búið hurfu mennirnir út í myrkrið. Engin vopn voru með í för. Óljóst er hversu mikið ræningjarnir höfðu upp úr krafsinu en lögregla hóf strax rannsókn málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.