Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 34
26 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is HNEFALEIKAR Góður möguleiki er á því að draumabardagi flestra hnefaleikaunnenda verði að veru- leika ef marka má nýlegt viðtal við hinn málglaða Floyd May- weather Jr. frá Bandaríkjunum þar sem hann kveðst reiðubú- inn að mæta nýkrýndum WBO- veltivigtarmeistara Manny „Pac- Man” Pacquiao frá Filippseyjum í hringnum. Þegar rætt er um bestu pund fyrir pund hnefaleikamenn- ina í dag eru Mayweather Jr. og Pacquiao jafnan nefndir til sög- unnar og því yrði um mikið upp- gjör ef kapparnir myndu mætast í hringnum. Hinn ósigraði Mayweather Jr. segir að þrátt fyrir að hann sjálfur hafi öllu að tapa þá sé það Pacqui- ao sem sé hræddur og þori ekki að mæta sér í hringnum. „Sama hvernig litið er á þetta þá er ég í þannig stöðu að ég get ekki unnið. Ef ég rota hann þá munu allir segja að hann hafi verið rot- aður áður og ég væri bara að gera það sem flestir bjuggust við því að ég myndi gera. Heimurinn bíður hins vegar eftir því að Floyd May- weather Jr. tapi í fyrsta skipti,“ sagði Mayweather Jr. og heldur áfram: „Pacquiao var spurður þrisvar sinnum hvort hann vildi mæta mér og það eina sem hann gerði var að vísa spurningunni til umboðs- manns síns. Það er verið að reyna að þvinga bardagann upp á hann og því er boltinn hjá honum. Ef hann vill raunverulega mæta mér þá þarf hann bara að stíga fram og segja það. Ég gæti alveg þegið stóran peninga fyrir bardaga gegn einhæfum andstæðingi. Hann er vissulega hraður og með fín högg en er engu að síður mjög einhæf- ur,“ sagði Mayweather Jr. og átti þar við bardagastíl Pacquaio. Hinn 32 ára gamli Mayweather Jr. sneri aftur í hringinn síðasta sumar eftir að hafa lagt hanskana á hilluna 21 mánuði áður eftir að hafa bókstaflega gengið frá Bret- anum Ricky Hatton og vann þá öruggan sigur gegn Juan Manuel Marquez. Mayweather Jr. er því enn ósigr- aður og hefur unnið alla fjörutíu bardaga sína til þessa, þar af tut- tugu og fimm bardaga með rot- höggi. Hinn þrítugi Pacquiao hefur aftur á móti unnið fimmtíu bar- daga á ferlinum en tapað þremur bardögum og gert tvö jafntefli. - óþ Floyd Mayweather Jr. skýtur föstum skotum á Manny Pacquiao og segir hann vera hræddan við sig: Mayweather tilbúinn að mæta Pacquiao MAYWEATHER JR. Telur að Manny „Pac- Man“ Pacquiao sé hræddur við sig. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Nú hefur verið staðfest að framherjinn Robin Van Persie hjá Arsenal verður frá í 4-6 vikur vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í vináttulandsleik Hol- lands og Ítalíu um helgina. Van Persie var tæklaður illa af ítalska varnarmanninum Giorg- io Chiellini en kvaðst ekki vera honum reiður. „Ég er búinn að gangast undir skoðun á ökklanum og útlit er fyrir að ég verði frá í rúman mánuð. Þetta var óheppilegt en ég ásaka Chiellini ekki því það var enginn ásetningur í þessu hjá honum,“ sagði Van Persie í viðtali við Daily Telegraph í gær. - óþ Robin Van Persie: Líklega frá í rúman mánuð ROBIN VAN PERSIE Fór illa út úr sam- skiptum sínum við Giorgio Chiellini um helgina. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum Manchester Evening News mun hinum 39 ára gamla markverði Edwin van der Sar standa til boða að framlengja samning sinn við Englandsmeistara Manchester United um annað ár. Markvörðurinn gamalreyndi er talinn líklegur til þess að taka boðinu en fregnirnar þykja aftur á móti benda til þess að annar hvor varamarkvarðanna Tomasz Kuszczak eða Ben Foster muni færa sig um set ef van der Sar ákveður að vera áfram. Foster lýsti nýlega yfir óánægju með að fá ekki að spila meira og Kuszczak er enn neðar en hann í goggunarröðinni á Old Trafford. United hefur þess utan verið sterklega orðað við markvörð- inn Igor Akinfeev hjá CSKA Moskva og jafnvel búist við því að eitthvað gerist í því máli þegar félagaskiptaglugginn opnar í jan- úar. - óþ Edwin van der Sar: Getur samið við United á ný VAN DER SAR Líklegur til þess að fram- lengja samning sinn við United. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Logi Geirsson segist allur vera að koma til eftir erfið axlarmeiðsli og að stutt sé í að hann verði klár í slaginn í þýsku úrvalsdeildinni með Lemgo á nýjan leik. Hann hefur ekkert geta spil- að síðan í febrúar en þá meiddist hann á öxl í leik gegn Rhein-Neck- ar Löwen en þessi lið munu einmitt mætast í Þýskalandi í kvöld. „Það væri ekki leiðinlegt að fá að taka þátt í leiknum þar sem ég meiddist í leik gegn þessu liði á síðasta tímabili,“ sagði Logi við Fréttablaðið í gær. „Þetta hefur verið fáránlega erfiður tími en maður er loksins byrjaður að sjá til sólar í þessu á nýjan leik.“ Logi er ekki feiminn við að gefa út markmið og greinilegt að þau eru háleit markmiðin þegar hann fær loksins grænt ljós á að spila á ný. „Ég ætla að láta mikið til mín taka í deildinni í vetur enda er ég á mínu síðasta samn- ingsári hjá félaginu. Ég er þó vel með- vitaður um að það þýðir ekkert að flýta sér um of og mun ég ekki spila fyrr en ég er reiðu- búinn til þess. Það er stutt í EM og ég ætla ekki að fórna því svo ég geti spilað 1-2 leiki hér úti. Ég ætla því að hugsa fyrst og fremst um sjálfan mig.“ Logi segir þó sjálfur að honum finnist hann vera nánast heill heilsu á nýjan leik. „Öxlin er nokkuð góð enda tel ég að hugur- inn þurfi lengri tíma til að jafna sig á svona meiðslum en líkaminn. Ég tel helmingslíkur á því að ég spili gegn Löwen en það er undir læknum félagsins komið enda snýst svona lagað oft um trygginga- mál og fleira í þeim dúr.“ L og i á ekki von á öðru en að hann geti gefið kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Evr- ópumeist- aramótið sem fer fram í Austurríki í janúar næst- komandi. „Það kemur ekki annað til greina en að spila á EM. Við ætlum okkur langt og ég ætla mér stóra hluti þar rétt eins og í deildinni.“ Logi á annars von á hörkuleik tveggja sterkra liða í kvöld. Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, er á toppi deildarinnar en Hamburg og Göpp- ingen koma næst þremur stigum á eftir. Hamburg á þó leik til góða. Rhein-Neckar Löwen og Lemgo koma þar á eftir. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur upp á baráttuna um þriðja sætið í deildinni,“ sagði Logi. Leikurinn er einnig mikill Íslendingaslagur en auk Loga leik- ur Vignir Svavarsson með Lemgo. Þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guð- jónsson leika með Rhein-Neckar Löwen. „ Það væri afar skemmti- legt að fá að mæta þei m öllum í þess- um leik,“ bætti Logi við. Leikur- inn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. eirikur@frettabladid.is Hefur verið fáránlega erfitt Svo gæti farið að Logi Geirsson spilaði í kvöld sinn fyrsta handboltaleik síðan í febrúar síðastliðnum en hann hefur átt við þrálát meiðsli í öxl að stríða síðan þá. LOGI GEIRSSON Var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverð- launa á Ólympíuleik- unum í Peking í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gunnar Heiðar Þorvaldsson mun æfa með enska B-deildarliðinu Reading næstu tíu dagana. Hann kom til Englands í gær. „Þetta er það sem ég hef verið að bíða eftir. Vonandi mun langþráður draumur minn rætast í þessari ferð,“ sagði Gunnar Heiðar við Fréttablaðið. Hann er á mála hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Esbjerg en þar hefur hann lítið sem ekkert fengið að spila. „Ég er auðvitað orðinn óþreyjufullur eftir því að fá að spila. Það er því vonandi að mér takist að grípa þetta tækifæri sem núna býðst enda skilst mér að þeir séu að leita að framherja.“ Gunnar Heiðar fór í atvinnumennsku árið 2004 og lék með Halmstad í Svíþjóð til ársins 2006. Hann segir að forráðamenn Reading hafi fylgst með sér frá hans tíma þar. „Ég þótti víst svo líkur Kevin Doyle að það var ekki ástæða til að fá annan alveg eins sóknarmann þá. En nú er hann farinn annað og vonandi að ég fái tækifæri til að fylla skarð hans í liðinu.“ Reading hefur gengið skelfilega það sem af er tímabilinu og er í 22. og þriðja neðsta sæti ensku B-deildarinnar með fjórtán stig eftir sextán leiki. Þrír Íslendingar eru á mála hjá félaginu – Ívar Ingimarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Það vill reyndar þannig til að Ívar er frændi minn og hann hefur vonandi getað lagt inn gott orð fyrir mig,“ sagði Gunnar Heiðar í léttum dúr. Eftir að hann sló í gegn með Halmstad í Svíþjóð hefur Gunnar Heiðar átt nokkuð erfitt uppdráttar. Hann var seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Hannover 96 þar sem hann fékk lítið að spila. Hann var í kjölfarið lánaður til Vålerenga í Noregi og svo seldur til Esbjerg. Hjá Hannover kynntist Gunnar Heiðar markverðinum Robert Enke sem fyrirfór sér í síðustu viku. Það kom honum í opna skjöldu, rétt eins og öðrum í knattspyrnuheiminum. „Ég ætlaði bara ekki að trúa þessu. Ég varð máttlaus í nokkurn tíma á eftir enda sleginn yfir þessu eins og allir aðrir. Þetta var góður maður og ljóst að Þjóðverjar hafa nú misst sinn besta markvörð.“ GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON: ER TIL REYNSLU HJÁ ENSKA B-DEILDARLIÐINU READING Vonandi rætist langþráður draumur minn > Stórleikur Helenu Helena Sverrisdóttir átti stórleik er lið hennar í bandaríska háskólaboltanum, TCU, rústaði lið Houston Baptist, 109-30, í fyrrinótt. Þetta var fyrsti leikur TCU á tímabilinu en Helena spilaði í 25 mínútur í leiknum. Hún var afar nálægt því að verða annar leikmaður í sögu liðsins til að ná þrefaldri tvennu en hún skoraði þrettán stig, gaf tíu stoðsendingar og tók níu fráköst. Hún stal þar að auki sex boltum í leiknum. FÓTBOLTI Skoska knattspyrnusam- bandið rak í gær George Burley landsliðsþjálfara í kjölfar slæms gengis landsliðsins að undan- förnu. Skotlandi gekk ekki vel í und- ankeppni HM 2010 en liðið lék í sama riðli og Ísland og varð í þriðja sæti. Eftir undankeppnina ákvað stjórn knattspyrnusambands- ins að halda tryggð við Burley en hefur nú skipt um skoðun eftir að liðið tapaði bæði fyrir Japan og Wales í vináttulandsleikjum nýverið. Burley stýrði Skotum í fjórtán landsleikjum og vann liðið aðeins þrjá þeirra, þar af tvo gegn Íslandi. Næsti leikur Skota er vináttu- leikur gegn Tékklandi í mars. - esá Landsliðsþjálfaramál Skota: Burley rekinn GEORGE BURLEY Hér á blaðamanna- fundi á Laugardalsvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI 25 ára gamall Breti, Worrell Whitehurst, játaði í gær fyrir dómara að hafa stungið Calum Davenport, leikmann West Ham, og móður hans. Davenport var stunginn í báða fótleggi en árásin átti sér stað á heimili móður hans. Davenport þurfti að gangast undir aðgerð á báðum fótum en árásármaðurinn er kærasti systur hans. Enn er ekki búið að kveða upp refsingu en samkvæmt því sem fram hefur komið í enskum fjöl- miðlum má Whitehurst eiga von á þungri refsingu. - esá Árásin á Calum Davenport: Lýsti sig sekan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.