Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 38
30 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Maður er bara að taka smá Phil Collins á þetta,“ segir Jón Þór Birgis son, Jónsi Í Sigur Rós, sem nú stendur í ströngu við að hljóðblanda fyrstu sólóplötuna sína úti í Lond- on. Hann mun helga sig verkefninu næsta ár og meðal annars leggjast í tónleikaferðalög um allan heim til að kynna plötuna. „Þetta er svaka popp,“ segir Jónsi aðspurður um nýja efnið. Hann segir að stefnan sé sett á að drífa plötuna bara út sem fyrst á nýja árinu, í febrúar eða mars. Ýmsir leggja í púkkið á plötunni, Alex Somers, kærasti Jónsa, kemur við sögu, en þeir gerðu plötuna Rice- boy Sleeps saman fyrr á árinu. Nico Muhly sér um strengjaútsetningar og finnski trommarinn Samuli Kosm- inen, sem hefur unnið með múm, kemur við sögu. Pródúser plötunn- ar heitir Peter Katis og hefur unnið með rokkböndum á borð við Interpol, Toyko Police Club og The National. Þeir sem heyrt hafa lög af plötunni segja þau allnokkuð öðruvísi en það sem Jónsi hefur gert til þessa, kassagítarar séu fyrirferðarmeiri en vanalega, en strengir og blásturs- hljóðfæri leiki líka stóra rullu. Spurningin sem allir hljóta að vera að spyrja sig er hvort hljómsveitin Sigur Rós sé hætt. Aðdáendur þess- arar frægustu hljómsveitar Íslands- sögunnar geta andað léttar því Jónsi svarar: „Nei, nei, alls ekki. Menn eru bara í barneignafríum hægri vinstri og mig vantaði eitthvað að gera.“ - drg Jónsi gerir poppaða sólóplötu SVAKA POPP Fyrsta sólóplata Jónsa ætti að líta dagsins ljós fljótlega á næsta ári. LÁRÉTT 2. lítið, 6. í röð, 8. átti heima, 9. útsæði, 11. bor, 12. skermur, 14. vökva, 16. grískur bókstafur, 17. verk- ur, 18. kæla, 20. ung, 21. áætlun. LÓÐRÉTT 1. slitrótt tal, 3. í röð, 4. fúslega, 5. tæki, 7. áll, 10. stansa, 13. stefna, 15. greinilegur, 16. blaður, 19. samtök. LAUSN LÁRÉTT: 2. lágt, 6. aá, 8. bjó, 9. fræ, 11. al, 12. skjár, 14. vatns, 16. pí, 17. tak, 18. ísa, 20. ný, 21. plan. LÓÐRÉTT: 1. tafs, 3. áb, 4. gjarnan, 5. tól, 7. árkvísl, 10. æja, 13. átt, 15. skýr, 16. píp, 19. aa. „Þessa dagana er ég aðallega að hlusta á Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Söngva- borg. Dóttir mín, sem er tveggja ára, hefur sérstakt nafn yfir hvert lag og ég er bara í því að hlaupa til og skipta um lög.“ Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona. „Þetta kemur okkur verulega á óvart. Við teljum að í þessu felist ekki brot á höfundarrétti, hvað þá að birtingin hafi í för með sér fjárhagslegan skaða fyrir nokkurn mann,“ segir Margrét Stefánsdótt- ir, upplýsingafulltrúi Símans. Kristlaug M. Sigurðardóttir, höf- undur leikritsins Ávaxtakörfunn- ar, hefur krafist þess að auglýsing Símans þar sem sex vinir spila ávaxtagolf verði tekin umsvifa- laust úr umferð. Telur hún að fyr- irtækið hafi brotið á höfundarrétti sínum með notkun svipaðra per- sóna og í Ávaxtakörfunni. Á hún bæði við útlit þeirra, orðaforða og hegðun. „Birtingin á auglýsing- unni er að renna sitt skeið. Hún er hluti af stærri herferð með sex einstaklingum sem mynda vina- hóp sem stendur fyrir ýmsum upp ákomum,“ segir Margrét og útilokar að fyrirtækið muni taka auglýsinguna úr umferð. Eftir að Kristlaug sá auglýsing- una hafði hún samband við Rit- höfundasamband Íslands og benti sambandið henni á lögfræðistofu sem félagsmenn þess hafa hingað til átt viðskipti við. „Þetta er ekki mál sem liggur alveg á borðinu en þarna eru vissulega mikil líkindi með persónunum úr Ávaxtakörf- unni. Þegar um svona mál er að ræða förum við með þau í gegn- um lögfræðinga,“ segir Ragnheið- ur Tryggvadóttir, framkvæmda- stjóri Rithöfundasambandsins. Kristlaug sjálf sá sér ekki fært að tjá sig um málið við blaðamann að svo stöddu en staðfesti að hún teldi Símann hafa afbakað hugmynd sína að Ávaxtakörfunni. Auglýsingastofan Ennemm vann auglýsinguna fyrir Símann. Hallur A. Baldursson, starfandi stjórnar- formaður stofunnar, telur gagnrýni Kristlaugar vera afar langsótta. „Í fyrsta lagi virkar þetta eins og hún eigi hugmyndina að því að per- sónugera ávexti og grænmeti, sem er náttúrulega alls ekkert nýtt eða séríslenskt,“ segir Hallur. „Varðandi þennan orðaleik um hvort tómat- ar teljist til ávaxta eða grænmetis get ég bent á að það er hægt að rekja það allt til árs- ins 1887 þegar dóm- stólar í Bandaríkj- unum þurftu að skera úr um þetta vegna tollamála. Þessi brandari hefur nú bara gengið síðan, held ég,“ segir hann. „Hún talar eins og hún eigi höfund- arréttinn á hugmynd um vináttu án hindrana eða fordóma, sem við vísum á bug að nokkur geti eign- að sér höfundarrétt á. Við höfum verið að nota þessa hugmynd í her- ferð Símans um þessa þjónustu, sex vinir óháð kerfi. Okkur finnst þetta ansi langsótt og við erum eig- inlega pínulítið mát yfir þessu,“ bætir hann við. „Ávaxtakarf- an var alls ekki nein fyrir- mynd að þessu, ekki frekar en aðrar útfærslur eins og Smjattpattar eða eitthvað slíkt sem allir þekkja. Við vísum því alfarið á bug.“ freyr@frettabladid.is KRISTLAUG M. SIGURÐARDÓTTIR: TELUR SÍMANN HAFA BROTIÐ LÖG Höfundur Ávaxtakörfunnar vill stöðva Símaauglýsingu FÉLAGAR Í ÁVAXTAGOLFI Björn Thors, Ólafur Darri Ólafsson og hinir ávaxtagolfararnir í auglýsingu Símans. KRISTLAUG M. SIGURÐ- ARDÓTTIR Kristlaug telur að Síminn hafi brotið höfundarrétt- arlög með auglýs- ingunni. „Ég er búinn að panta fimm tonn af skeljasandi. Við ætlum að búa til strönd á dansgólfinu,“ segir Steinn Einar Jónsson, rekstrarstjóri skemmtistað- arins Austur. „Við ætlum að gjörbreyta staðnum öllum. Við verðum með pálmatré, starfsfólkið verð- ur í Jamaíka-fötum og allir verða með Jamaíka-kok- teila.“ Tilefnið er tónleikar hljómsveitarinnar Hjálma þar næstkomandi föstudag. Fyrir tónleikana verð- ur í boði þriggja rétta Jamaíka-kvöldverður fyrir aðeins áttatíu manns en hljómsveitin heillaðist mjög af þarlendri matargerð þegar hún dvaldi þar við upptökur á sinni nýjustu plötu. „Það var eiginlega alveg ótrúlegt hvað það var góður matur þar. Engin matareitrun eða neitt,“ segir Sigurður Guðmunds- son úr Hjálmum. „Við borðuðum á götuhornum um miðjar nætur. Þetta er mjög mikil og stór atvinnu- grein hjá þeim. Þeir standa á hverju götuhorni með sundursagaðar tunnur og grilla ofan í mann kjúkl- ing.“ Sigurður er fullviss um að Hjálmunum eigi eftir að líða eins og á Jamaíka uppi á sviðinu, með sand- inn allt í kring. „Þetta kemst eins nálægt því og kostur er,“ segir hann og útskýrir að sandurinn, sem var pantaður frá Björgun, hafi kostað fjórtán þúsund krónur. Hægt verður að kaupa miða á tónleikana eina og sér en þeir sem vilja fá Jamaíka-kvöldverðinn líka þurfa að reiða fram 5.900 krónur. - fb Fimm tonn af sandi á Austur SIGGI Í HJÁLMUM Hljómsveitin Hjálmar verður í Jamaíka-gír á skemmtistaðnum Austur á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Besti flokkurinnn. 2 Dagur íslenskrar tungu. 3 Fram. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Þursaflokkurinn lék á sínum síðustu tón- leikum í bili á Nasa á föstudagskvöld. Fullt var út úr dyrum og inni á milli mátti sjá fjölmörg þekkt andlit. Högni Egils- son úr hljómsveitinni Hjaltalín var á svæðinu og hefur vafalaust fengið innblástur frá Agli Ólafssyni og félögum. Ásgeir Jónsson, fyrr- verandi yfirmaður greiningardeildar Landsbankans, lét einnig sjá sig rétt eins og leikarinn Björn Hlynur Haraldsson og sveitarstjórinn Grímur Atlason. Loks var nýráðinn þjálfari Vals, Gunnlaugur Jónsson, viðstaddur og tók þátt í að klappa hljómsveitina upp –- ekki einu sinni, heldur tvisvar. Gamanþátturinn Marteinn, sem hófst nýlega í Sjónvarpinu hefur farið misjafnlega ofan í fólk. Bjarni Haukur Þórsson, höf- undur þáttanna, bland- ar sér í frekar neikvæða umræðu um þáttinn á bloggsíðu Jens Guð. Hann bendir fólki á að fara varlega og segir óþarfa að kalla þáttinn hörmung. Hann gæti einnig bent á áhorfstölur, en rúmlega 24% þjóðarinnar horfðu á þáttinn í byrjun mánaðarins. Talandi um sjónvarp, þá er Skjár einn formlega orðinn áskriftar- stöð, en útsendingin var rugluð á sunnudag. Áskrifendur skiptu þúsundum síðast þegar fréttist og það má gera ráð fyrir að matgæð- ingar landsins séu þar á meðal. Landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætran var nefnilega að byrja með nýja þáttaröð, en hún er eini landslið- skokkurinn í íslensku sjónvarpi. Eða bara eini kokkurinn, þar sem hinar eldabus- kurnar eru bakari og fréttakona. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI GLÆNÝ LÍNUÝSA STÓRLÚÐA PLOKKFISKUR MARINERAÐUR FISKUR FISKIBOLLUR TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 990

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.