Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 26
18 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is DANNY DEVITO ER 65 ÁRA Í DAG „Það er gaman að lifa á brúninni. Ég er á þeirri skoðun að maður geri bestu hlutina þegar maður tekur áhættu, þegar maður fer ekki öruggu leiðina. Þannig er það að minnsta kosti í mínu tilfelli.“ Leikarinn smávaxni Danny DeVito sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Taxi árið 1978 og hefur síðan leikið í, leikstýrt og fram- leitt fjöldann allan af Hollywood-kvik- myndum. Á þessum degi árið 1988 stóð Linda Pét- ursdóttir frá Vopna- firði uppi sem sig- urvegari í keppn- inni um Ungfrú heim sem haldin var í Royal Albert Hall í London. Milljón- ir áhorfenda fylgdust með fegurðarsam- keppninni í beinni sjónvarpsútsendingu. Við sama tækifæri var Linda kjörin ung- frú Evrópa, en hafði verið kosin ungfrú Ísland í maí sama ár. Linda var átján ára gömul þegar hún var kjör- in Ungfrú heimur. Þremur árum fyrr hafði Hólm- fríður Karlsdóttir úr Garðabæ sigrað í sömu keppni. Unnur Birna Vilhjálmsdótt- ir varð síðan þriðji Ís- lendingurinn sem var kjörin Ung- frú heimur, í Sanya í Kína árið 2005, en Guðrún Bjarna- dóttir hafði sigrað í keppninni Miss Int- ernational á Langa- sandi í Kaliforníu árið 1963. Reynir Traustason ritaði ævisögu Lindu, Ljós og skugga, árið 2003. Í henni greindi Linda frá ferli sínum og erfiðleik- um í einkalífinu. ÞETTA GERÐIST: 17. NÓVEMBER 1988 Linda Pétursdóttir Ungfrú heimur „Óneitanlega er þetta dálítið sérstakt. Að kórinn hafi lifað allan þennan tíma, með þeim hætti sem hann hefur gert, og enn þá að vinna að þessum stóru verkefnum og annars konar verkefnum jafnframt,“ segir Lilja Árnadóttir, sem situr í afmælisnefnd Söngsveitarinn- ar Fílharmóníu. Kórinn fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á þessu starfsári. Spurð hvort kórinn sé meðal elstu kóra landsins segir Lilja að svo muni vera í raun, þótt alltaf geti verið nokk- uð erfitt að staðhæfa um slíka hluti. „Þó er ljóst að Fílharmóníukórinn er elsti blandaði kórinn sem hefur starfað samfellt þetta lengi og rækir með öðru sitt upphaflega hlutverk að flytja stór kórverk með hljómsveit og einsöngvur- um. Mannskapurinn í sveitinni endur- nýjast auðvitað reglulega en fyrirbær- ið er enn þá til eftir fimmtíu ára starf,“ segir Lilja. Í apríl á næsta ári verða liðin fimm- tíu ár frá fyrstu tónleikum söngsveit- arinnar, þar sem hið víðfræga kór- verk þýska tónskáldsins Carl Orff var frumflutt í Þjóðleikhúsinu. Sveit- in var stofnuð fyrir tilstuðlan dr. Ró- berts Abrahams Ottóssonar og félags- ins Fílharmóníu í þeim tilgangi að flytja stór verk fyrir kór, einsöngvara og sinfóníuhljómsveit. Magnús Ragn- arsson hefur verið söngstjóri kórsins frá árinu 2006. Óvenju mikið er um að vera hjá kórn- um á yfirstandandi starfsári í tilefni hálfrar aldar afmælisins. Fyrstu tón- leikarnir voru í Seltjarnarneskirkju í september, og 6. og 9. desember verða hinir árlegu aðventutónleikar kórs- ins haldnir í Langholtskirkju. Í janúar verður verkið Magnificat eftir John Rutter í samstarfi við Kór Fella- og Hólakirkju og Lúðrasveit verkalýðs- ins en þeim tónleikum stjórnar Snorri Heimisson stjórnandi lúðrasveitarinn- ar. „Hápunkturinn er svo miklir afmæl- istónleikar í maí,“ segir Lilja. „Fyrir þá semur Tryggvi M. Baldvinsson tón- skáld verk fyrir kórinn, einsöngvara og hljómsveit, en jafnframt verða flutt- ir kaflar úr völdum eftirlætisverkum sem flutt hafa verið á starfstímanum.“ Á sjálfum afmælisdeginum, 24. apríl, verður haldin afmælishátíð, sem öllum fyrrverandi og núverandi meðlimum sveitarinnar og velunnurum gefst kost- ur á að sækja. Baldur Sigfússon, fyrrverandi yfir- læknir á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, er eini starfandi stofnfélaginn og það er óneitanlega skemmtilegt að hann mun syngja einsöng í nýju verki eftir Magnús Ragnarsson sem verður frumflutt á aðventutónleikunum. Það verk heitir Athvarf frá kyni til kyns, samið við texta úr 90. Davíðssálmi og er afmælisgjöf Magnúsar til söngsveit- arinnar. „Baldur er alveg ótrúlegur og brýtur öll lögmál,“ segir Lilja. kjartan@frettabladid.is SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA: FAGNAR HÁLFRAR ALDAR STARFSAFMÆLI SÍNU Vegleg dagskrá afmælisársins FIMMTUGSAFMÆLI Einar Karl Friðriksson, formaður Söngsveitarinnar Fílharmóníu, Lilja Árnadóttir, formaður afmælisnefndar, og Magnús Ragn- arsson stjórnandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1869 Súesskurðurinn milli Rauðahafs og Miðjarðar- hafs opnaður. 1912 Íslenska guðspekifélagið stofnað í Reykjavík. 1938 Vikan kemur út í fyrsta sinn, fyrsti ritstjóri hennar er Sigurður Benediktsson. 1940 Akureyrarkirkja er vígð og er stærsta guðshús ís- lensku þjóðkirkjunnar. 1946 Þrjú hús gjöreyðileggjast og mörg skemmast mikið í bruna í Þingholtunum í Reykjavík. 1974 Viktor Borge, danskur píanóleikari og háðfugl, kemur fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 1984 Jón Baldvin Hannibalsson kjörinn formaður Alþýðu- flokksins. AFMÆLI MARTIN SCORSESE kvikmynda- leikstjóri er 67 ára í dag. SOPHIE MARCEAU leikkona er 43 ára í dag. RACHEL MCADAMS leikkona er 31 árs í dag. ZOE BELL áhættuleik- ari er 31 árs í dag. EINAR KÁRASON Ræðir skáldsögu sína Ofsa í hádegisfyrirlestri á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Einar Kárason rithöfundur ræðir um tilurð skáldsögu sinnar Ofsa á hádegisfyrir- lestri í stofu 102 á Háskóla- torgi á morgun klukkan 12. Bókin kom út á síðasta ári og hreppti meðal annars Íslensku bókmenntaverð- launin. Fyrirlestur Einars er hluti af röð hádegisfyrirlestra sem Bókmennta- og list- fræðastofnun Háskóla Ís- lands efnir til í vetur undir yfirskriftinni Hvernig verð- ur bók til? Þar veita íslensk- ir rithöfundar innsýn í til- urð þekktra ritverka, lýsa vinnulagi sínu frá hugmynd að fullfrágenginni bók og ræða um viðhorf sín til skáldskaparins. Einar Kárason ræðir um Ofsa Okkar kæri, Benedikt Davíðsson, lést að morgni föstudagsins 13. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 15.00. Finnbjörg Guðmundsdóttir Guðríður Helga Benediktsdóttir Hagerup Ísaksen Viggó Benediktsson Diljá Markúsdóttir Elfa Björk Benediktsdóttir Magnús Reynir Ástþórsson Jóna Benediktsdóttir Henry Bæringsson Guðbergur Egill Eyjólfsson Birna Kristín Friðriksdóttir Stefnir Benediktsson Birna Eik Benediktsdóttir Kári Walter Margrétarson afa- og langafabörn. Héraðsfréttablaðið Eystra- horn hefur verið endurvakið sem vikublað á Höfn í Horna- firði. Útgefandi þess, ritstjóri og ábyrgðarmaður er Albert Eymundsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Höfn. Hann kveðst finna fyrir mikilli ánægju með framtakið í nær- umhverfinu enda hafi hann fengið margar áskoranir um að kýla á útgáfuna. Tekur þó fram að um þriggja mánaða tilraun sé að ræða í fyrstu og segir vildaráskrift algert grundvallaratriði ef tryggja eigi útgáfuna til framtíðar. Hann höfðar til samkenndar og félagslegrar ábyrgðar íbú- anna á svæðinu og framlagi þeirra sem hafi áhuga og afl til að leggja blaðinu lið. Eystrahorn hóf göngu sína upphaflega á vordögum 1983 en hætti útgáfu um mitt ár í fyrra. Nú rís það upp á ný til að miðla upplýsingum til lesenda með fréttum, fróð- leik og auglýsingum ásamt því að varðveita heimildir sem ekki eru skráðar annars staðar og skapa menningar- leg verðmæti fyrir íbúana, eins og segir í aðfararorðum ritstjóra. Eystrahorn fer inn á hvert heimili í sýslunni, enda stend- ur á forsíðu fyrsta tölublaðs sem kom út 5. nóvember. Blað sem bætir bæjarbrag og berst í sérhvert hús. - gun Eystrahorn aft- ur komið á stjá EYSTRAHORN Fyrsta tölublað 27. árgangs er átta síður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.