Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 4
4 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
24°
19°
12°
11°
12°
15°
18°
10°
10°
23°
12°
24°
14°
27°
5°
16°
15°
8°
Á MORGUN
Vaxandi austanátt
og þykknar upp.
FIMMTUDAGUR
8-15 m/s, hvassara
NV- og SA-lands.
2
0
-1
-1
-2
1
-1
2
5
3
-4
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
5
4
2
-1 -1
0
5
5 3
5
6
BREYTINGAR Á
MORGUN Það
verður nokkuð
bjart og skaplegt
veður í fyrstu
á morgun, en
um hádegisbilið
fer að hvessa
og þykkna upp
sunnanlands.
Annað kvöld
verður víða orðið
nokkuð hvasst
og á fi mmtudag
bætir heldur í úr-
komu og hlýnar
í veðri.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
ALÞINGI Ég vil ekki halda því fram að fram-
kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi
farið með staðlausa stafi. Mér fannst hann
skauta létt yfir þessa tengingu en hann verð-
ur að bera ábyrgð á því sjálfur,“ sagði Gylfi
Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra,
á Alþingi í gær.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, vakti máls á því að í bréfi
til Gunnar Sigurðssonar leikstjóra og fleiri
Íslendinga, héldi Dominique Strauss-Kahn,
framkvæmdastjóri AGS, því fram að AGS
hefði aldrei gert samninga um Icesave að
skilyrði fyrir endurskoðun efnahagsáætlun-
ar sjóðsins fyrir Ísland,
Birgir sagði þessa yfirlýsingu stangast á
við ýmislegt sem Gylfi Magnússon og marg-
ir fleiri hafa haldið fram hér á landi. Birg-
ir spurði Gylfa hvort hann
teldi að framkvæmdastjóri
AGS væri ekki að fara með
rétt mál í bréfinu. Gylfi
sagði að það væri rétt að
enginn hafi viljað „sitja
uppi með þá heitu kart-
öflu“ að hafa neitað málum
Íslands um framgang innan
AGS vegna Icesave. Í sjálfu
sér væri það karp um keis-
arans skegg hvort það voru
ríkisstjórnir Norðurland-
anna eða AGS sem réði því að þetta skilyrði
var sett. Hvort heldur er, hafi þetta legið
fyrir mánuðum saman að niðurstaða fengist
ekki fyrr en búið væri að semja um Icesave.
- pg
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um yfirlýsingu framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:
Finnst Strauss-Kahn skauta létt yfir
GYLFI
MAGNÚSSON
DOMINIQUE STRAUSS-KAHN Framkvæmdastjóri AGS
segist í bréfi aldrei hafa gert Icesave-samkomulag að
skilyrði fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins.
LÖGREGLA Par á þrítugsaldri var
handtekið seint að kvöldi sunnu-
dags vegna árásar með hagla-
byssu í Seljahverfi í Breiðholti um
klukkan hálf fjögur aðfaranótt
sunnudagsins. Maður á þrítugs-
aldri skaut nokkrum sinnum á úti-
dyr og glugga,
en húsráðandi
náði að skella
aftur hurðinni
eftir að árásar-
maðurinn hafði
slegið hann í
andlitið með
byssuskeftinu.
Að sögn Frið-
r i ks Smá ra
Björgvinssonar,
yfirlögregluþjóns hjá rannsókn-
ardeild lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu, var árásarmaður-
inn síðdegis í gær úrskurðaður
í gæsluvarðhald til föstudags.
Einnig var farið fram á gæslu-
varðhald yfir konunni, en dóm-
ari hafnaði því. Konan var því
látin laus.
Maðurinn sem ráðist var á býr
einn í íbúð sinni og þekkti ekki
árásarmanninn. Samkvæmt heim-
ildum blaðsins tengjast þeir þó
óbeint í því að fórnarlamb árás-
arinnar hafði verið vinnuveitandi
unnustu árásarmannsins. Henni
hafði verið sagt upp störfum og
leikur því grunur á að um einhvers
konar hefndaraðgerð hafi verið að
ræða.
Nágrannar í nærliggjandi
húsum vöknuðu við skothvellina
aðfaranótt sunnudagsins og var
sumum hverjum nokkuð brugð-
ið vegna atburðarins. Yfirheyrsl-
ur yfir parinu stóðu fram á miðj-
an dag í gær, eða þar til þau voru
leidd fyrir dómara síðdegis vegna
gæsluvarðhaldskröfunnar. Frið-
rik Smári segir rannsókn málsins
halda áfram, en hún beinist meðal
annars að því hvað manninum hafi
í raun gengið til þarna um nótt-
ina. Maðurinn hefur játað að hafa
skotið á húsið, en ekki liggur fyrir
hvort ætlunin hafi verið að vinna
húsráðanda mein.
Helgi Gunnlaugsson, afbrota-
fræðingur og prófessor í félags-
fræði við Háskóla Íslands, segir
vert að staldra við ofbeldis-
glæpi sem þennan, þótt ekki sé
hægt að draga víðtækar álykt-
anir um aukið óþol í samfélaginu
og ofbeldisaukningu út frá einu
dæmi. „Maður veit svo sem ekki
hvað þarna lá að baki. Kannski var
maðurinn bara að reyna að ganga í
augun á unnustu sinni,“ segir hann
en bætir um leið við að vissulega
beri árásin dálítið „örvæntingar-
fullt“ yfirbragð.
Helgi segir hins vegar þekkt
að fyrst eftir snöggar samfélags-
breytingar, líkt og hér hafi orðið
með efnahagshruninu, að fyrst á
eftir geti orðið til nokkurs konar
samhugur, en þegar frá líður og
áhrif verða ljós á líf tiltekinna ein-
staklinga kunni að gæta annarra
áhrifa. „Einhverjir missa vinn-
una og geta ekki borgað reikn-
ingana sína og þá er hægt að fara
að búast við dálítið örvæntingar-
fullum atburðum. Snöggar þjóðfé-
lagsbreytingar geta haft áhrif út í
samfélagið og hópar þjóðfélagsins
eru misvel búnir til að takast á við
þær.“ olikr@frettabladid.is
HELGI
GUNNLAUGSSON
Atvinnumissir unnustu er
mögulega orsök árásarinnar
Fórnarlamb skotárásar í Breiðholti talið hafa sagt unnustu árásarmanns upp störfum. Árásarmaðurinn
bankaði upp á á heimili mannsins um hálf fjögur aðfaranótt sunnudags. Hann situr í gæsluvarðhaldi. Kon-
an var látin laus undir kvöld í gær. Afbrotafræðingur segir snöggar þjóðfélagsbreytingar geta haft áhrif.
VIÐ HÉRAÐSDÓM REYKJAVÍKUR Mað-
urinn sem réðist með haglabyssu
á heimili fyrrverandi vinnuveitanda
unnustu sinnar um helgina var í
gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til
föstudags. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Á VETTVANGI Hurðin sem skotið var á
með haglabyssu aðfaranótt sunnu-
dags.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
TAÍLAND, AP Jimmy Carter, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseti, segist
ekki sjá eftir því að hafa haldið
að sér höndum þegar byltingar-
stjórnin í Íran tók 52 Bandaríkja-
menn í gíslingu árið 1979.
„Helstu ráðgjafar mínir voru
ákveðnir í að ég ætti að gera
árás,“ sagði Carter í Taílandi í
gær. „Ég hefði getað lagt Íran í
eyði með vopnabúnaði mínum. En
ég taldi að gíslarnir gætu týnt líf-
inu í átökunum, og ekki vildi ég
drepa 20 þúsund Írani. Þannig að
ég gerði ekki árás.“
Gíslarnir voru í haldi Írana í
sendiráði Bandaríkjanna í Íran
í 444 daga. Carter segist sann-
færður um að afstaða hans í
þessu máli hafi orðið til þess að
hann tapaði fyrir Ronald Reagan
í forsetakosningum árið 1979. - gb
Jimmy Carter:
Segir enn rétt
að hafa ekki
gert árás á Íran
CARTER Í TAÍLANDI Aðstoðar við bygg-
ingu íbúðarhúsa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GENGIÐ 16.11.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
235,9811
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,39 122,97
204,11 205,11
116,70 117,38
24,589 24,733
21,923 22,053
17,969 18,075
1,3666 1,3746
195,88 197,04
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Röng mynd birtist með nafni
Guðmundar Kristins Ólafssonar
húsasmiðs á forsíðu blaðsins í gær.
Myndin var af samstarfsmanni Guð-
mundar.
LEIÐRÉTTING