Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. nóvember 2009 11
Sex vinir alveg óháð kerfi
Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar
alla jafnt. Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu
þér sex vini hjá hvaða farsímafyrirtæki sem er og
sendir þeim SMS eða hringir í þá fyrir núll krónur.*
Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun
Símans eða í síma 800 7000.
800 7000 • siminn.is Það er
Sími
Internet
Sjónvarp
* Mánaðarverð 1.990 kr. og upphafsgjald 5,90 kr. Þú hringir og sendir SMS á vini þína fyrir 0 kr., 1.000 mín. / 500 SMS á mánuði.
SVEITARSTJÓRNIR Persónuvernd
hefur hafnað því að úrskurða um
lögmæti kortavefsjár sem opin var
á vefsíðu Kópavogsbæjar. Ástæðan
er sú að vefsjánni var lokað eftir að
íbúi í bænum kærði hana til Per-
sónuverndar.
„Forsenda þess að Persónuvernd
taki málið til efnislegrar afgreiðslu
er að fyrir liggi ágreiningur. Þar
sem ekki fæst séð að ágreiningur
sé lengur til staðar mun Persónu-
vernd ekki aðhafast frekar í málinu
nema frá yður berist sérsök, rök-
studd beiðni þar að lútandi,“ segir
í svari Persónuverndar til íbúans
sem kærði vefsjána.
Eins og kom fram í Fréttablaðinu
30. október síðastliðinn taldi kær-
andinn meðal annars að teikning-
ar af híbýlum manna á vefsjánni
gætu auðveldað innbrotsþjófum
iðju sína. Í bréfi til Persónuvernd-
ar tók Þórður Clausen Þórðarson
bæjarlögmaður undir sjónarmið
íbúans. „Enginn vafi er á því að
hægt er að nota þessar upplýsing-
ar í vafasömum tilgangi og engin
ástæða til þess að þær séu aðgengi-
legar öllum,“ sagði bæjarlögmaður
sem kvaðst enn fremur telja vafa
leika á að vefsjáin stæðist lög.
„Þetta bréf svarar ekki spurning-
um okkar um birtingu upplýsing-
anna, en við lokuðum fyrir aðgang
að vefnum þangað til afstaða Per-
sónuverndar lægi fyrir. Við munum
að sjálfsögðu ræða við Persónu-
vernd um málið og svo að líkindum
opna fyrir vefinn aftur í einhverri
mynd,“ segir Þór Jónsson, upplýs-
ingafulltrúi hjá Kópavogsbæ. - gar
Persónuvernd úrskurðar ekki um kortavefsjá í Kópavogi úr því henni var lokað:
Leysa einungis úr ágreiningsmálum
MÁLÞING Leikfélag Akureyrar
stendur fyrir málþingi um man-
sal í Ketilhúsinu á Akureyri í dag.
Málþingið fer fram að lokinni
sýningu á leikritinu Lilju. Leik-
ritið byggir á sannsögulegu kvik-
myndinni Lilja 4-ever og segir
frá örlögum sextán ára stúlku frá
Litháen sem seld var mansali í
kynlífsiðnað til Svíþjóðar.
Á málþinginu sem hlotið hefur
yfirskriftina, mansal á Íslandi
– viðbrögð, taka meðal annars
til máls Ragna Árnadóttir dóms-
málaráðherra og Guðrún Jóns-
dóttir, forstöðukona Stígamóta,
sem einnig á sæti í nýstofnuð-
um viðbragðshópi gegn mansali
á vegum lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu. Dagskráin hefst
kl. 15. - sbt
Málþing í Ketilshúsinu:
Málþing um
mansal eftir
leiksýningu
SAMGÖNGUR Eigendur jarðarinnar
Miðfells við Þingvallavatn eiga
að fá 32 milljónir króna vegna
eignarnáms á samtals 13,45 hekt-
urum lands undir vegstæði nýs
Lyngdalsheiðarvegar. Eigendur
Miðfells, sem eru hátt í fimm-
tíu talsins, kröfðust samtals 378
milljóna króna í bætur. Meðal
annars var deilt um það hversu
verðmætt hið óbyggða land væri
sem sumarbústaðalóðir og land-
eigendurnir töldu að bæta ætti
fyrir stærra landsvæði en Vega-
gerðin ætlaði að taka eignarnámi.
Mikið bar í milli því Vegagerðin
fyrir sitt leyti vildi aðeins greiða
tæplega 6,8 milljónir í bætur. - gar
Miðfellsjörð við Þingvallavatn:
Fái 32 milljónir
fyrir vegstæðið
KÍNA, AP „Við reynum ekki að
troða neinu stjórnskipulagi upp
á nokkra þjóð,“ sagði Barack
Obama Bandaríkjaforseti við
háskólanema í Shanghaí. Hann er
nú staddur í Kína, og hefur lagt á
það áherslu í ferðinni að Banda-
ríkjamenn hafi engan áhuga á að
hefta vöxt Kína með nokkrum
hætti.
Í ræðu sinni í Shanghai lagði
hann hins vegar áherslu á mik-
ilvægi tjáningarfrelsis og ann-
arra mannréttinda, en tók jafn-
framt fram að þetta væru ekki
sérbandarískar reglur heldur
almenn réttindi.
„Ég átta mig á því að ólík lönd
hafa ólíkar hefðir,“ sagði hann,
en bætti því við að í Bandaríkj-
unum sé litið á tjáningarfrelsið
og óheftan Internetaðgang sem
styrk en ekki veikleika.
Obama hélt síðan til Peking þar
sem Xi Jinping varaforseti tók
á móti honum. Síðan hitti hann
Hu Jintao forseta. Þeir snæddu
saman kvöldverð í gær og ætla
að hittast aftur í dag.
Á fundi þeirra voru viðskipti,
efnahagsmál og loftslagsmál aðal-
umræðuefnið. Obama sagði meðal
annars að nú, þegar vegur Kína
fer vaxandi í heiminum, deili
landið „byrði leiðtogahlutverks-
ins“ með Bandaríkjunum.
„Ég skal segja ykkur það, að
önnur lönd í heiminum munu bíða
eftir okkur,“ sagði hann.
- gb
Barack Obama ræddi við Hu Jintao, forseta Kína, á fjórða degi Asíuferðar sinnar:
Sagði frelsið vera styrk Bandaríkjanna
BARACK OBAMA Ávarpaði háskólanema
í Shanghaí í Kína í gær. Forsetinn er nú
á ferðalagi um Asíu
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
PERSÓNUVERND „Enginn vafi er á því að hægt er
að nota þessar upplýsingar í vafasömum tilgangi
og engin ástæða til þess að þær séu aðgengilegar
öllum,“ segir í umsögn Þórðar Clausen Þórðarson-
ar, bæjarlögmanns í Kópavogi, vegna kvörtunar um
kortavefsjá á heimasíðu bæjarins.
Að því er fram kemur í umsögn Þórðar kvartaði
íbúi í Kópavogi til Persónuverndar undan kortavefsjá
á vefsetri bæjarins. Þar væri meðal annars hægt að
nálgast teikningar af einkaheimilum manna, upplýs-
ingar um fjölda íbúa í hverju húsi og aldur þeirra.
„Að þessar upplýsingar séu aðgengilegar öllum, geti
Bæjarráð Kópavogs bregst við kvörtun íbúa og lokar kortavefsjá á vefsetri:
Vefsjá talin stríða gegn lögum
HEIMASÍÐA KÓPAVOGSBÆJAR Íbúi í Kó i t ldi i b t
FRÉTTABLAÐIÐ Í lok október sagði Fréttablaðið frá kortavefsjá í Kópavogi sem talin
var getað auðveldað innbrotsþjófum verk þeirra.