Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 28
BAKÞANKAR
Kolbeins
Óttarssonar
Proppé
20 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Fyrsti bardaginn!
Oddný ógurlega
á móti Bibbu
brjáluðu!
Ég mæti
sigurvegaranum í
næstu umferð.
Til ham-
ingju! Ég
held að þú
sért örugg
áfram.
Ekki segja þetta!
Sástu hvernig
þessi hreyfing
tókst næstum
því
Heimilið er í þann
mund að verða tandur-
hreint. Bara nokkur
smáatriði
í herberginu.
Sko ég er
líka búin að
strauja gard-
ínurnar. Já, en
flott.
Ég skal
svara.
Halló og
góðan
daginn.
Þetta er
Solla.
Solla, en
hvað þú
ert kurteis í
símanum.
Takk
fyrir.
Hey, þú
heimski. Sím-
inn til þín!
GÓÐAR
FRÉTTIR
Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur-
horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg.
Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum
landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði.
Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði
vinsamlegast hafið samband við Pósthúsið í síma 585 8300.
Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði:
Nú er Fréttablaðið
aðgengilegt hringinn
í kringum landið.
Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi ehf
Baula Verslun
Blönduós N1
Potturinn og pannan
Dalvík N1 – Olís
Egilsstaðir N1
Eskifjörður Shell skáli
Kría veitingastaður
Fellabær Olís
Hella Olís
Hellissandur Hraðbúð N1
Húsavík N1 – Olís – Shell skáli
Hvolsvöllur N1
Höfn N1 – Olís
Ísafjörður N1
Kópasker Búðin Kópasker
Laugavatn Tjaldmiðstöðin
Neskaupstaður Olís
Ólafsfjörður Olís
Ólafsvík N1 – Olís
Raufarhöfn Verslunin Urð
Reyðarfjörður N1 – Olís – N1
Rif Umboð Shell / Tandur
Sauðárkrókur N1 – Shell skáli
Siglufjörður Olís
Skagaströnd Olís
Staðarskáli N1
Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí
Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður
Vestm.eyjar N1
Víðigerði Verslunin Víðigerði
Vík N1
Vopnafjörður N1
Þórshöfn N1
Allt sem þú þarft...
Hægt er að fá Fréttablaðið sent
frítt í tölvupósti á morgnana
eða nálgast það á Visir.is.
Sjálfhverfni pistlahöfunda á sér engin takmörk og því mun þessi pistill fjalla
um mig. Að vísu verður reynt að tengja
hann efnahagsástandinu í lokin, en það er
veik tenging. Pistillinn er fyrst og fremst
um mig. Því þegar ég var sautján ára
gamall fór ég í fyrsta skipti á sjóinn. Ekki
af því að ég væri eftirsóttur, alls ekki.
Útgerðarmaðurinn vildi Hrafnkel bróð-
ur minn en hann var ekki laus. Benti á
mig. „Er hann vanur?“ „Nei, hefur aldrei
komið á sjó, en hefur unnið í frystihúsi
mörg sumur.“ „Já, já heyri í þér síðar.“
EN ÞAR sem mikið lá við, dallurinn var
kominn langleiðina á miðin þegar einn
hásetinn slasaðist og sigla þurfti honum
í land, var ákveðið að gefa liðléttingnum
tækifæri. Og fjölskyldan var undirlögð;
það þurfti að kaupa galla og allskyns
græjur, gúmmístígvél og síðar ullarbux-
ur. Síðan var farið út að borða og línurnar
lagðar. „Láttu aldrei biðja þig tvisvar um
neitt.“ „Á fætur við fyrsta ræs.“ „Ekki
láta standa á þér við neitt verk.“
OG SVO kom Hilmir og kyssti
bólverkið, sá slasaði borinn í
land og liðléttingurinn skott-
aðist um borð. Og fyrr en
varði var haldið af stað út
aftur og ljósin í Hafnarfirði
hurfu í sortann.
EKKI SKYLDI standa á mér. Enginn tími
til að koma sér fyrir í klefanum, best að
halda beint í stakkaklefann og græja sig
upp. Brakandi nýr sjógallinn lýsti eins
og neonljós og hægt hefði verið að gera
að fiski með brotunum í buxunum. Það
ískraði í nýju gúmmíinu í vettlingunum,
en brátt var ég tilbúinn og kominn upp
á dekk.
ÞAR SEM ég stóð ölduna og rýndi í sort-
ann varð ég þess fljótlega áskynja að ég
var einn á dekkinu. Ég lét það þó ekk-
ert á mig fá, rölti um mannalegur og
hummaði yfir hinu og þessu. „Ætli sé
ekki rétt að færa þennan kaðal aðeins
til hægri?“ „Hvað er þessi krókstjaki
að gera hér?“ „Netakarfan veltur um á
dekkinu.“ „Best að hrækja fyrir borð-
stokkinn.“ En brátt rann upp fyrir mér
ljós; engin verk var að vinna fyrir mínar
vinnufúsu hendur. Ég laumaði mér úr
gallanum og niður í matsal, en þar lágu
menn og horfðu á vídeó og drukku kaffi.
Enda á öðru útstími og öll verk löngu
unnin.
OG MÓRALLINN? Sosum enginn. Nema
kannski sá að betra er að nýta vinnu-
fúsar hendur þegar þær eru til staðar.
Það getur margborgað sig að finna verk
fyrir þær; frekar en að láta þær væflast
í iðjuleysi.
Vinnufúsu hendurnar