Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 12
12 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR ATHAFNAVIKA: Iðnaðarráðherra setti Alþjóðlega athafnaviku í Norræna húsinu Alhliða uppskrift Pulsa (hituð í vatni, EKKI SOÐIN!!!) Pulsu- brauð og bara hvað sem þig langar að hafa með. (Nema grænar baunir. Grænar baunir í pulsu- brauði geta valdið öndunarerfiðleikum.) H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA SJÁVARÚTVEGUR Hörpudisksstofn- inn í Breiðafirði er enn í lág- marki, miðað við útkomu árlegrar mælingar Hafrannsóknastofnun- ar. Mælingarnar voru gerðar á Dröfn RE dagana seint í októb- er. . Meginniðurstaða leiðangursins er sú að heildarvísitala hörpu- disks mælist í lágmarki eins og undanfarin ár. Hún er nú aðeins 14 prósent af meðaltali áranna 1993 til 2000. Stofninn hrundi á árunum 2000 til 2005, en hefur síðan haldist í nokkru jafnvægi, 13 til 16 prósent af meðlastærð fyrrgreinds tíma- bils. - kóp Hafrannsóknastofnunin: Hörpudiskur enn í lágmarki FJARSKIPTI Farsímar valda mun meiri geislun á almenning en far- símamöstur að því er fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu norrænu geislavarnarstofnananna. Bent er á að ef farmsímamöstrum yrði fækkað þyrftu símar að senda út af auknu afli til að viðhalda teng- ingu, með hugsanlegri aukningu geislunar á notendur þeirra í kjöl- farið. Fram kemur að á Norðurlönd- um er geislun á almenning frá farsímasendum, sjónvarps- og útvarpssendum og vegna þráð- lauss búnaðar vel undir ráðlögðum alþjóðlegum mörkum. Ekki sé því nauðsynlegt að svo stöddu að beita sér sameiginlega til að draga frek- ar úr geislun frá þessum sendum. Þó verði að hafa í huga að tækni- búnaður sem sendir frá sér þessa geislun hafi verið notaður skem- ur en í tvo áratugi. Þess vegna sé nauðsynlegt að halda áfram rann- sóknum á hugsanlegum heilsufars- áhrifum geislunar frá fjarskipta- sendum og stöðugt endurmat þurfi að fara fram á vísindaniðurstöðum á þessu sviði. - sbt Geislun frá farsíma-, sjónvarps- og útvarpssendum vel undir mörkum: Farsímar valda meiri geislun en möstur FARSÍMAMASTUR Farsímar valda mun meiri geislun en möstur benda norrænu geislavarnarstofnanirnar á. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI „Með athafnateygjunni ætla ég að reka smiðshöggið á áætlun um orkuskipti, að í stað innflutts elds- neytis verði notuð innlend fram- leiðsla á bílaflotann,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Hún setti Alþjóðlegu athafnavikuna í Norræna húsinu í gær og tók á sama tíma við fyrstu Athafna- teygjunni svokölluðu. Athafnateygjurnar eru 172 talsins og hafa fyrstu handhaf- ar þeirra nú þegar fengið þær afhentar. Í þeim hópi eru bæjar- stjórar landsins, stjórnmálamenn, athafna- og fjölmiðlafólk. Þeir sem teygjuna fá þurfa að koma stórum sem smáum verkefnum í fram- kvæmd og láta teygjuna síðan ganga áfram til annarra. Tilgang- urinn með Athafnateygjunni er að mæla hversu miklu þjóðin kemur í framkvæmd á einni viku. Katrín segir áætlun um orku- skipti umfangsmikið verkefni. Horfa verði til margra þátta, svo sem á sviði nýsköpunar og fram- leiðslu innlendra orkugjafa. Þá verði að huga að aðgengi þeirra og skipuleggja skattkerfið í kringum það. Hún segist vonast til að úr málinu rætist innan tíðar. Að smiðhögginu loknu ætlar ráð- herra að afhenda Þorsteini Inga Sigfússyni, forstjóra Nýsköpun- armiðstöðvar, teygjuna og fell- ur það í hans hlut að koma verk- um sínum í framkvæmd. „Það er eiginlega aðeins til að hvetja þau hjá Nýsköpunarmiðstöð áfram til góðra verka. Þau hafa lyft þvílíku grettistaki,“ segir Katrín og bætir við að kraftaverk hafi átt sér stað í íslenskum hátækni- og sprota- geira. Bæði séu þar að verða til á fimmta hundrað störf auk þess að stefni í að velta í leikjaiðnaði einum verði tíu milljarðar króna í ár. „Þetta er stórkostlegur árang- ur,“ segir hún. Katrín bindur miklar vonir við nýtt stjórnarfrumvarp sem felur í sér endurgreiðslu fyrirtækja vegna rannsóknar- og þróunar- vinnu auk frumvarps um fjárfest- ingu í nýsköpunarfyrirtækjum. Gangi það í gegn mun Rannís votta fyrirtækin sem mögulegt verður að fjárfesta í. „Ég held að flest þeirra muni uppfylla skil- yrðin,“ segir Katrín og bætir við að gangi frumvarpið í gegnum Alþingi sé það skref fram á við og sambærilegt við umhverfi sprota- fyrirtækja í öðrum löndum. jonab@frettabladid.is RÁÐHERRANN Á ATHAFNAVIKUNNI Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Innovit, afhenti Katrínu Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fyrstu Athafnateygjuna. Sá sem teygjuna ber verður að inna eitthvað verk af hendi og skrá það niður áður en teygjan er látin ganga til næsta manns. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vill innlenda orkugjafa Iðnaðarráðherra tók við Athafnateygju númer eitt við setningu Alþjóðlegu athafnavikunnar í gær. Hún ætlar að rekja smiðshögg á áætlun sem leiðir til þess að bílar hér noti innlent eldsneyti. 103 lönd í sex heimsálfum taka þátt í Alþjóðlegu athafnavikunni sem hófst í gær. Markmið athafna- vikunnar er að hvetja fólk til að tileinka sér nýsköpun, athafnasemi og frumkvöðlahugsun. Hér á landi verða 114 viðburðir um land allt. Tilgangur Alþjóðlegu athafnavik- unnar er að virkja alla þjóðina til jákvæðra verka og vekja athygli á mikilvægi athafnasemi fyrir sam- félagið í heild sinni. Þá er horft til þess að snúa við umræðunni um atvinnulífið og gefa Íslendingum tilefni til að horfa björtum augum fram á veginn. Í fyrra tóku rúmlega þrjár milljónir manna um allan heim þátt í 25 þúsund viðburðum. Yfir milljarður manna frétti af vikunni í gegnum fjölmiðla. Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, er umsjónaraðili Alþjóðlegrar athafnaviku á Íslandi. ALÞJÓÐLEG ATHAFNAVIKA „Ég hef verið mjög upptekin en spái í að hafa opið hús á laugar- dag,“ segir Aðalbjörg Þorsteins- dóttir, stofnandi og framkvæmda- stjóri nýsköpunarfyrirtækisins Villimey á Tálknafirði. Aðalbjörg er jafnframt einn af fjölmörgum talsmönnum Alþjóðlegu athafna- vikunnar. Hún hefur frá 1990 safnað jurt- um sem vaxa við Tálknafjörð og Arnarfjörð og notað þær í lækn- ingaskyni við ýmsum kvillum mannfólksins. Mágkona Aðalbjargar hvatti hana til að gera eitthvað úr þess- um kraftmiklu kremum og leyfa öðrum að njóta. Í dag eru fastir starfsmenn yfirleitt þrír eða fjór- ir og hefur Aðalbjörg nóg fyrir stafni, að eigin sögn. Villimey þróar og framleiðir náttúrusmyrsli úr jurtum af sunn- anverðum Vestfjörðum og eru þau með alþjóðlega lífræna vottun. Engin kemísk efni eru í smyrsl- unum. „Ég er á æðislegum stað. Nátt- úruvísindastofnun hefur rannsak- að loftmengun á Íslandi og var útkoman að Vestfirðir voru með hreinasta loftið,“ segir Aðalbjörg en bætir við að hið opinbera mætti gera fyrirtækjum á landsbyggð- inni auðveldara fyrir hvað varðar flutningsgjöldin. „Þau eru alltof há og gera fyrirtækjum á landsbyggð- inni erfitt fyrir,“ segir hún. - jab AÐALBJÖRG OG SMYRSLIN Stofnandi Villimeyjar segir gott að gera út frá Vestfjörðum en hið opinbera megi gera fyrirtækjarekstur utan höfuðborgarsvæð- isins auðveldari. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR EINKASAFNI Lífræn náttúrusmyrsli framleidd úr jurtum: Læknar kvilla mannfólksins SKARTBÚIN KANÍNA Í Japan tóku einhverjir gárungar upp á því að klæða kanínur í skrautlegan fatnað og efna til tískusýningar. NORDICPHOTOS/AFP SKÓLAMÁL Samtök móðurmáls- kennara og Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar hlutu viðurkenn- ingar íslenskrar málnefndar á málræktarþingi sem haldið var á laugardaginn í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Málræktarþingið var að þessu sinni helgað skólakerf- inu og sömuleiðis var ályktun íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu helguð skóla- starfi í landinu. Samtök móðurmálskennara fengu viðurkenninguna fyrir uppbyggingarstarf sitt og útgáfu fagtímaritsins Skímu, en skóla- skrifstofa Hafnarfjarðar fékk viðurkenninguna fyrir að vera fyrsta sveitarfélagið sem inn- leiddi íslenska þýðingu á Office- pakkanum frá Microsoft í alla grunnskóla. - gb Íslensk málnefnd: Viðurkenningar fyrir skólastarf Kramnik lenti í fyrsta sæti Vladimír Kramnik varð efstur á minningarmótinu um Mikhaíl Tal sem lauk um helgina í Moskvu. Hann náði jafntefli í síðustu umferð á móti Vassilí Ívantsjúk sem með sigri hefði orðið efstur. Hinn átján ára gamli Norðmaður Magnus Carlsen vann síðustu tvær skákir sínar og varð jafn Ívantsjúk í öðru sæti. SKÁK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.