Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 8
8 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvað heitir nýr stjórnmála- flokkur Jóns Gnarrs? 2 Hvaða dagur var haldinn hátíðlegur í gær? 3 Hvaða lið skipar neðsta sætið í úrvalsdeildinni í handbolta? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 MENNTUN „Mér finnst það fráleitt að taka ekki þá fagmenn sem starfa við þetta dags daglega í skólunum með í umræðuna. Það má segja að þetta sé ákveðin vanvirða við það starf sem fram fer í skólunum,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, for- maður Skólastjórafélags Reykja- víkur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var tillögu Hreiðars, sem er áheyrnarfulltrúi í menntaráði, um að skólastjór- ar og kennar- ar ættu hverjir sinn fulltrúann í starfshópi um n á m s m a t í grunnskólum, vísað frá af full- trúum Sjálfstæð- is- og Framsókn- arflokks sem mynda meiri- hluta í ráðinu. Hreiðar segir sjá lfsagt að skoða hvern- ig námsmati er háttað í skólum, en skipan hóps- ins gefi til kynna að niðurstaðan hafi verið ákveð- in fyrirfram. Til að mynda vanti fulltrúa menntasviðs í hópinn, en þar séu sérfræðingar í námsmati. „Það kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir að skipa þrjá pólitíska fulltrúa í hópinn, sama hvaða bak- grunn þeir hafa.“ Oddný Sturludóttir, fulltrúi Sam- fylkingarinnar í menntaráði, tekur undir þessi orð Hreiðars. Það sé fáheyrð vanvirðing við skólastjóra og kennara á unglingastigi að fella tillögu frá þeim sjálfum um að koma að endurskoðun námsmats í grunnskólum. „Skilaboðin frá meirihlutanum eru skýr: Grunnskólinn hefur það eina hlutverk að búa til nemendur fyrir framhaldsskólann og aðstoða framhaldsskólann til að velja nem- endur eftir einkunnum. Að mati meiri hlutans kemur námsmat í tíunda bekk kennurum þeirra sömu nemenda ekki við.“ Oddný segir viðhorf Kjartans Magnússonar, formanns ráðs- ins, gamaldags, en hann lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hann vildi taka upp samræmd próf upp úr grunnskólum á ný. Prófin hafi verið stýrandi og staðið í vegi fyrir fjölbreyttum kennsluháttum á ungl- ingastigi. Hreiðar segir borgina hafa mark- að sér stefnu um nám við hæfi hvers og eins í grunnskólum. Það þýði að staða nemenda við lok grunnskóla sé mjög mismunandi og framhalds- skólunum beri að koma til móts við þá við innritun. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra mun á næstunni funda með skólastjórum grunn- og framhaldsskóla um skilin á milli skólastiga. Starfshópur er í gangi í ráðuneytinu um innritunarmál í framhaldsskóla. kolbeinn@frettabladid.is Meirihlutinn sagður sýna skólunum vanvirðingu Fulltrúi Skólastjórafélags Reykjavíkur segir meirihluta menntaráðs Reykjavíkur sýna skólastarfi vanvirðu með skipan starfshóps. Fulltrúi Samfylkingarinnar segir viðhorf meirihlutans allt of gamaldags. SAMRÆMD PRÓF Nemendur í Réttarholtsskóla þreyta samræmd próf. Fulltrúi skólastjóra telur skólastarfi sýnd vanvirða með því að skipa aðeins stjórnmálamenn í starfshóp um námsmat í grunnskólum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR HREIÐAR SIGTRYGGSSON ODDNÝ STURLUDÓTTIR LÖGREGLUMÁL „Það er mjög alvar- legt ef það gerist að menn ætla að beita ógnunum og hótunum gagn- vart vitnum í málum,“ segir Ólaf- ur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. Karlmaður var handtekinn í Þor- lákshöfn á fimmtudag en þar hafði hann í hótunum um að vinna manni mein sem hafði borið vitni gegn honum í dómsmáli daginn áður. Ólafur Helgi segir að það valdi sér ákveðnum áhyggjum að menn hóti ofbeldi í slíkum tilfellum. Ólafur Helgi segir að eina úrræð- ið sem sé fyrir hendi í tilfelli sem þessu sé nálgunarbann. Til þessa úrræðis hafi verið gripið sam- stundis og málið kom upp. Maður- inn megi því ekki nálgast vitnið eða fjölskyldu hans. Rjúfi maðurinn nálgunarbannið liggi sérstök refs- ing við því. Aðspurður segir Ólafur að lög- reglan sé ekki nægjanlega vel mönn- uð til þess að vakta heimili vitnisins komi til þess að brotamaðurinn rjúfi nálgunarbannið. „Til þess þyrftum við miklu meiri mannskap en við höfum,“ segir Ólafur Helgi. „Það er í sjálfu sér ekki hægt að segja fyrir- fram hvað gerist en það er nátt- úrulega ljóst að ef maðurinn brýt- ur þetta nálgunarbann verður það litið mjög alvarlegum augum,“ segir Ólafur Helgi. - jhh Sýslumaður segir hótanir í garð vitna litnar mjög alvarlegum augum: Haft í hótunum við vitni ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON Sýslumað- ur segir það verða litið mjög alvarlegum augum brjóti maðurinn nálgunarbannið. UMHVERFISMÁL Hæstu toppar brennisteinsvetnismengunar í Hveragerði fara yfir heilsuvernd- arviðmið Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO), en sólar- hringsmeðaltal er töluvert undir þeim viðmiðum. Þetta kemur fram í mælingum Umhverfis- stofnunar. Engin viðmið eru til hér á landi um þessa mengun, en þau eru í vinnslu í umhverfis- ráðuneytinu. Þorsteinn Jóhannsson, sér- fræðingur hjá stofnuninni, segir tilgangslaust að horfa til vinnu- verndarmarka í þessu sjónarmiði, en Orkuveita Reykjavíkur miðar við þau í frétt á heimasíðu sinni sem rataði í fjölmiðla um helgina. „Vinnuverndarmörkin eiga ekk- ert erindi í þessa umræðu,“ segir Þorsteinn. Ástæðan sé sú að vinnuvernd- armörk verndi ekki heilsu þeirra sem eru viðkvæmir fyrir og gilda aðeins á vinnustöðum. Þau miði jafnvel við að grípa þurfi til ryk- og gasgríma og séu oft 100 sinn- um hærri en þau sem gildi fyrir almenning. Þorsteinn segir brennisteinsvetn- ismengun í Reykjavík hafa aukist með tilkomu virkjana Orkuveitunn- ar á Hellisheiði. Fólk, sérstaklega í austurborginni, geti fundið fyrir ógleði og höfuðverkjum vegna hennar, sérstaklega í froststillum. Mælingar í Hveragerði eru nýhafn- ar og því ekki til samanburðartölur yfir vetrartímann. - kóp Segja vinnuverndarmörk ekki nothæfan mælikvarða á mengun: Brennisteinsvetni mælist yfir mörkum GUFA Í nýjum virkjunum Orkuveitunnar verður mengunarbúnaður sem minnkar útstreymi brennisteinsvetnis um 90 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÍLD Íslensk skip veiddu 11.127 tonn af norsk-íslenskri síld í norskri lögsögu í októbermánuði. Auk þess veiddu þau 12.035 tonn í síldarsmugunni. Fyrsta aflanum úr norsk- íslenska síldarstofninum í norskri lögsögu var landað 13. október og hófust veiðar tæpum mánuði síðar í ár en í fyrra. Íslensk skip hafa 44.362 tonna síldarkvóta úr norskri lögsögu þetta árið, sem er um 8 prósenta aukning frá síðasta ári. Síldveiðar í október: 23.000 tonn veidd af norsk- íslenskri síld VIÐSKIPTI Stjórnendur bandaríska bílarisans General Motors stefna á að greiða niður neyðarlán sem stjórnvöld vestra veittu fyrir- tækinu til að forða því frá gjald- þroti fyrr á árinu. Endurgreiðsl- an á ekki að hefjast fyrr en eftir sex ár. Væntingar eru um betri afkomu bílaframleiðandans nú eftir viðvarandi taprekstur frá 2004, að sögn Bloomberg-frétta- stofunnar. Fyrirtækið stefnir á að greiða einn milljarð dala á hverjum árs- fjórðungi næstu ár. Heildarend- urgreiðsla mun hljóða upp á 6,7 milljarða af milljörðunum fimm- tíu sem ríkið lét General Motors í té. Það jafngildir rúmlega þrett- án prósenta endurgreiðslu. - jab GM greiðir neyðarlán til baka: Ríkið fær þrett- án prósent HUMMERAR Bandaríski bílaframleiðand- inn segir afkomuna vera loks að batna eftir fimm ára taprekstur. Svipuð umferð og í fyrra Umferð um Hvalfjarðargöngin var nánast sú sama í október í ár og í sama mánuði í fyrra. Í ár voru þeir 143.643, en í fyrra keyrðu 80 færri bílar um göngin í október. Stórum bílum hefur fækkað nokkuð og tekjur af göngunum eru þremur prósentum minni í október í ár en í fyrra. UMFERÐARMÁL Réttarhöld yfir Berlusconi Réttarhöld yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hófust í gær á ný eftir árshlé, en þeim var sam- stundis frestað á ný fram í janúar, því Berl usconi verður of upptekinn fram í janúar til að geta mætt. ÍTALÍA VIÐSKIPTI Fjárfestingasjóðurinn Thule Investments og aðrir fjár- festar hafa aukið hlutafé ísraelska tæknifyrirtækisins Muzicall um níu milljónir dala, jafnvirði 1,1 milljarðs króna. Thule Investments fjárfesti í Muzicall í september í fyrra. Á meðal annarra eigna Thule Invest- ments eru þrívíddarhönnunarfyr- irtækið Caoz og hátæknifyrirtækið Cyntellect. Muzicall sérhæfir sig í vinatónum í síma. Vinatónn er tónn sem heyrist á meðan beðið er eftir að svarað sé í síma. Fyrirtækið hefur um nokkurra ára skeið unnið með mörgum af stærstu símafyrir- tækjum í Evrópu. - jab Auka hlutafé í Muzicall: Vinatónar tald- ir vaxa hratt VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.