Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 18
INGA KRISTJÁNSDÓTTIR, næringarþerapisti D.E.T.
leiðir ykkur í allan sannleikann um hversu auðvelt það er
í raun að breyta mataræðinu til batnaðar!
þriðjudagurinn........17. nóvember
þriðjudagurinn........24. nóvember
þriðjudagurinn........01. desember
Upplýsingar og skráning í síma 899 5020 eða á eig@heima.is
Námskeiðsgjald kr. 3.900,-
Staðsetning: Heilsuhúsið Lágmúla kl. 19:30 - 22:00
Ný námskeið í nóvember - Nánar á www.heilsuhusid.is
Farið verður með einföldum hætti yfir:
• Hvernig við getum náð stjórn á blóðsykrinum!
• Hvernig verðum við okkur úti um þau næringarefni sem líkaminn þarfnast!
• Hvernig við getum auðveldlega öðlast meiri orku, vellíðan og heilbrigði!
Viltu breyta mataræðinu
til batnaðar, en veist ekki
hvar þú átt að byrja?
„Líkur benda til að greina megi
lungnakrabbamein fyrr og á lægri
stigum en algengast er nú. Rann-
sóknir á notkun tölvusneiðmynda-
tækni til skimunar skera úr um
það en niðurstöðu úr þeim er að
vænta innan fárra missera. Slík
tækni er fyrir hendi hér á landi,“
segir Tómas, sem auk þess að vera
prófessor við HÍ er yfirlæknir á
skurðdeild Landspítalans. Hann
ætlar að halda hádegisfyrirlest-
ur í Ráðgjafaþjónustu Krabba-
meinsfélagsins í Skógarhlíð í dag
sem nefnist Lungnakrabbamein
á Íslandi – nýjar áherslur í með-
ferð. Í dag er nefnilega alþjóðleg-
ur árveknidagur á lungnakrabba-
meini.
Tómas segir verulegar framfar-
ir hafa orðið í greiningu og með-
ferð lungnakrabbameins hér á
landi undanfarin ár því nýjar teg-
undir krabbameinslyfja hafi bætt
líðan og lengt líf sumra sjúklinga
með útbreitt lungnakrabbamein.
Einnig sé í vaxandi mæli veitt við-
bótarlyfjameðferð til að minnka
líkur á því að meinið taki sig upp
aftur eftir skurðaðgerð. Loks
veiti tækninýjungar möguleika á
að beita geislun á lítil og óskurð-
tæk æxli.
Lungnakrabbamein er algeng-
asta krabbamein á Íslandi á eftir
blöðruhálskrabbameini hjá körl-
um og brjóstakrabbameini hjá
konum. Það er mun skæðara og
leggur fleiri að velli en hin fram-
angreindu meinin samanlagt.
Meira er vitað um orsakir þess
en flest önnur krabbamein að
sögn Tómasar. „Yfir 90 prósent
lungnakrabbameinstilfella orsak-
ast af reykingum og því höfum
við góða möguleika á að fyrir-
byggja þau með því að koma í veg
fyrir að ungt fólk byrji að reykja
og fá þá sem reykja til að hætta
því. Íslenskar rannsóknir benda
til að erfðaþættir auki á hættuna
hjá sumum því fólk er misjafnlega
næmt fyrir krabbameinsvaldandi
efnum í sígarettureyknum.“
Helsta læknandi meðferðin
sem til staðar er á Íslandi í dag er
skurðaðgerð. Þá er meinið skorið
burtu, með því að taka helming eða
1/3 af lunga öðrum megin. Í fyrir-
lestrinum í dag mun Tómas fara
yfir árangur slíkra aðgerða hér á
landi. „Þrátt fyrir að aðgerðirn-
ar séu umfangsmiklar eru undan-
tekningar ef sjúklingar lifa hana
ekki af og alvarlegir fylgikvillar
eru sjaldgæfir,“ segir hann.
Þess má geta að lungnakrabba-
mein er algengara í konum hér en
víða erlendis. Það er rakið til þess
að reykingar breiddust svo hratt
út meðal kvenna á Íslandi eftir
seinna stríð. gun@frettabladid.is
Meinið gæti greinst fyrr
Margt bendir til að skimun með tölvusneiðmyndum geti lækkað dánartíðni fólks með lungnakrabba-
mein þótt um það sé deilt að sögn Tómasar Guðbjartssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands.
„Tölvusneiðmyndatækni til skimunar gæti orðið til þess að lungnakrabbamein grein-
ist fyrr,“ segir Tómas Guðbjartsson, læknir og prófessor. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w. h e i l s u d r e k i n n . i s
TILBOÐ
• opnar orkuflæði
• slökun
• losar um spennu og kvíða
• dregur úr verkjum
• styrkir líkamann
• jafnvægi fyrir líkama og sál
• o.fl.
Leiðbeinandi: Qing
Hugræn teygjuleikfimi
ásamt heilsumeðferð
T a i c h í i n n i f a l i ð
HEIMILI
VARAÞURRKUR herjar á marga yfir vetrartímann en hann stafar oft af
því að líkamann vantar góða fitu. Gott er að taka inn omegasýrur og leggja
þá aðaláherslu á omega-3. Eins er gott að borða hnetur og fræ.
Andoxunarefni er samheiti yfir náttúruleg efni sem vernda lík-
amann gegn sindurefnum. Sindurefni geta skaðað lifandi frum-
ur, veikt ónæmiskerfið og leitt til myndunar hjarta- og æða-
sjúkdóma. Þau eru auk þess talin leggja grunninn að öldrun
líkamans. Epli eru meðal annars rík af andoxunarefnum.
Heimild: www.heilsubankinn.is