Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 17
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 ÁRLEG KANÍNUTÍSKUSÝNING var haldin í Japan um helg- ina. Þangað mættu átta þúsund kanínuunnendur til að fylgjast með frammistöðu uppáklæddra kanína. Á meðfylgjandi mynd má sjá kanínu í skotabúningi en hún atti meðal annars kappi við mótor- hjóla- og englakanínur. Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is Bjóðum úrval af döskum ReSound heyrnartækjum * Heyrnarþjónusta * Heyrnarvernd * Heyrnarmælingar * Heyrnartæki * Ráðgjöf Hjá Heyrn er veitt alhliða þjónusta til að bæta úr heyrnarskerðingu undir faglegri ábyrgð Ellisifjar K. Björnsdóttur, heyrnarfræðings. Ellisif K . Björnsdóttir heyrnar fræðingur Falleg jólavara Nýjar vörur Stærri búð „Það er bara rosaleg vellíðan sem fylgir þessu og í raun ekki hægt að útskýra það neitt nánar nema hafa upplifað hana sjálfur,“ segir heilsukokkurinn Auður Ingibjörg Konráðsdóttir, þegar hún er beðin um að lýsa hver sé helsti ávinning- urinn af því að huga vel að matar- æðinu. Auður hefur getið sér góðan orðstír fyrir matreiðslunámskeið í Manni lifandi þar sem hún kenn- ir þátttakendum meðal annars að hrista fram úr erminni einfalda, hagkvæma og gómsæta heilsu- rétti og -drykki. Námskeiðin bygg- ir Auður á fróðleik sem hún hefur viðað að sér síðustu sautján ár eða allt frá því að hún varð sjálf að endurskoða mataræðið af heilsu- farsástæðum. „Fyrir sautján árum var ég und- irlögð af ofnæmi og fékk reglu- lega slæm mígrenisköst,“ rifjar Auður upp. „Ég prófaði ýmislegt til að vinna bug á veikindunum og gerði meðal annars breytingar á mataræðinu, sem ég hafði aldrei spáð sérstakleg í. Það hafði viss- ar jákvæðar afleiðingar í för með sér þannig að ég ákvað loks að taka það allt í gegn. Hamborgarar og franskar fengu fyrst að fjúka og svo fiskmeti sem mér þótti miður, en varð að gera það vegna ofnæm- isins.“ Í kjölfarið upplifði Auður stór- kostlegar breytingar á heilsu sinni. „Líkaminn brást strax vel við og mér fór að líða miklu betur í kjölfarið.“ Hún segir þó ekki alla hafa tekið jafn vel í þessa ákvörð- un. „Ég fékk nú fyrst ekki mikinn hljómgrunn hjá fjölskyldunni enda ekki margir sem spáðu almennt í mataræðið á þessum tíma; þarna var jú franska eldhúsið allsráð- andi á Íslandi. En eftir að ég fór að prófa mig áfram í eldamennsk- unni og leyfði fjölskyldunni að smakka jafnt og þétt vann ég hana smám saman á mitt band. Nú fæ ég ekkert nema stuðning og hrós frá henni.“ Auður segist í dag vilja miðla af reynslu sinni þar sem henni er í mun um að sem flestir upp- lifi sömu vellíðan. „Og eins og ég hef sjálf komist að þarf þetta ekki að vera neitt stórmál ef rétt er að staðið. Þetta er eins og annað, ein- falt ef maður kann það,“ segir hún og brosir. roald@frettabladid.is Hamborgarar og fransk- ar fengu fyrst að fjúka Auður Ingibjörg Konráðsdóttir var illa haldin af ofnæmi og mígreni fyrir sautján árum. Stöðug veikindi urðu til þess að Auður endurskoðaði mataræði sitt og upplifði stórkostlegar breytingar í kjölfarið. „Ég er í betra formi í dag en fyrir sautján árum,“ segir Auður og þakkar það bættu mataræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.