Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR 19. nóvember 2009 — 274. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 BURBERRY stendur líkt og mörg önnur tískufyrirtæki höllum fæti eftir efnahagsþrengingar síðasta árs. Fyrirtækið hefur nú ákveðið að breyta um áherslur og leggja meira upp úr fylgihlutum en fötum til að bregðast við breyttu viðskiptaumhverfi. „Ég er í kjól sem ég keypti fyrir tólf árum á kílóamarkaði í Spút-ník og er svo heppin að passar enn á mig,“ segir Sigríður Ásdís Jóasdóttir se á hjá JM design. „Stúkurnar eru úr þæfðri ull með bómullarfóðri ogstinga því ekki Mé Við kjólinn er Sigga Dí íhlíf Huggulegheit og praktíkSigríður Ásdís Jónasdóttir er hagkvæm í sínum tískuinnkaupum. Hún notar það sem til fellur og er dug- leg að nýta sér útsölulagera og Rauða krossinn auk þess sem hún býr til eigin fylgihluti í vinnunni. Sigga Dís í kjól sem hún keypti fyrir tólf árum á kílóamarkaði í Spútník. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON • Dregur úr vöðvaspennu• Höfuð- háls- og bakverkjum• Hefur góð áhrif gegn streitu• Er slakandi og bætir svefn Opið virka daga frá kl. 9 -18 og laugardaga til jóla kl. 11-16www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð frá 9.750 kr. Nálastungudýnan VEÐRIÐ Í DAG Á ártíð hrunsins „Á ártíð hrunsins er þess krafist af stjórnmálamönnum að þeir slíðri sverð og vinni sem sam- stilltur hópur að lausn þeirra mála sem á okkur hvíla,“ skrifa átta guðfræðingar. UMRÆÐAN 30 fyrirtækjagjafirFIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2009 FYRIRTÆKJAGJAFIR Sérsniðnar gjafir, handverk og kræsingar Sérblað um fyrirtækjagjafir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ÆVISÖGUR Sjálfsævisögur, játning- ar og endurminningar Sérblað um ævisögur FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG SIGRÍÐUR ÁSDÍS JÓNASDÓTTIR Hefur hagsýnina að leiðarljósi við fatakaup • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS Opið til 21 Í herferð fyrir Óskarinn Sigurjón Sighvatsson setur þrjár milljónir dala í að kynna nýjustu mynd sína fyrir Akademíunni. FÓLK 66 AF VETTVANGI Lögregla hafði mikinn viðbúnað í miðborginni þær mínútur sem ræninginn var ófundinn. Konan var ein í afgreiðslunni þegar ránið var framið, en gullsmiðurinn Símon, sem hér sést, var baka til. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Maður á þrítugs- aldri réðst inn í skartgripa- verslunina Jón Sigmundsson við Laugaveg síðdegis í gær, spark- aði í kvið þungaðrar afgreiðslu- konu og stal 390 þúsund króna úri. Maðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn fimmtán mínútum síðar á skyndibita- staðnum Aktu taktu við Skúla- götu með úrið í fórum sér. Hann hefur oft komið við sögu lög- reglu áður. Konan, sem er rúmlega tvítug, var flutt á spítala í skoðun eftir árásina. Símon Ragnarsson, gullsmiður í versluninni, sagði í gær að henni hefði eðlilega verið afar brugðið en taldi ekki að henni eða barninu hefði orðið meint af árásinni, þótt hann þyrði ekki að fullyrða það. - sh Réðst inn í skartgripaverslun: Rændi dýru úri og sparkaði í þungaða konu ATVINNUMÁL Vinnumálastofnun hefur aðeins ráðið þrjá náms- og starfsráðgjafa frá hruninu þrátt fyrir að atvinnulausum hafi fjölgað um mörg þúsund manns. Atvinnulausir í október voru tæp- lega þrettán þúsund en spár um þróun atvinnuleysis gera ráð fyrir að þeim fjölgi hratt á næstunni. Ráðgjafar á höfuðborgarsvæðinu voru sjö fyrir hrunið en eru nú tíu talsins. Fjöldi viðskiptavina hefur tífaldast frá því í október 2008 og eru þeir um tíu þúsund á höfuð- borgarsvæðinu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að þegar allt er talið starfi um tut- tugu ráðgjafar á fimmtán stöðum á landinu. Þeir séu hins vegar allt of fáir. „Það má orða það sem svo að hver einasti náms- og starfsráð- gjafi sem bætist við væri vel þeg- inn.“ Starfsmönnum stofnunarinnar hefur verið fjölgað um hátt í þrjá- tíu frá áramótum. Þeir sinna hins vegar bótaútreikningi og greiðsl- um til atvinnulausra en ekki svo- kölluðum virkniúrræðum. Gissur segir það skjóta skökku við að á meðan stofnunina sárvanti náms- og starfsráðgjafa gangi margir með slíka menntun um atvinnulausir. Hins vegar hefur stofnunin ekki fjármagn til að ráða þá í vinnu. Þórdís Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Vinnumálastofnun, segir vonlaust að tíu ráðgjafar geti sinnt öllum þeim fjölda fólks sem nú er atvinnulaust. „Við náum 800 til 1.000 einstaklingsviðtölum á mán- uði sem þýðir að það tæki okkur tólf mánuði að ná til allra þeirra sem eru á skrá í dag.“ Þórdís bendir á að fjöldinn allur af starfshópum hafi farið yfir vand- ann og fyrir liggi rannsóknir sem sýni skaðsemi atvinnuleysis. „Á meðan fjárvana stjórnmálamenn stofna nefndir vantar okkur fólk og peninga til að lágmarka skaðann sem langtímaatvinnuleysi veldur,“ segir Þórdís. Hún segir að ef vel ætti að vera ættu að starfa fjörutíu ráðgjafar á höfuðborgarsvæðinu. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir ekki mögulegt að fjölga starfsfólki stofn- unarinnar í takt við óskir þeirra sem þar starfi. Til þess sé ekki til fjármagn. „Það er hins vegar óska- staðan og við vinnum að því með öllum ráðum að skapa það svigrúm.“ - shá / sjá síðu 4 Einn starfsráðgjafi á hverja þúsund á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnun getur engan veginn sinnt öllum sem nú eru atvinnulausir. Ráðgjöfum stofnunarinnar hefur verið fjölgað um þrjá en tíu þúsund manns hafa bæst við hóp atvinnulausra á sama tíma. Strekkingsvindur verður víða á landinu í dag en hvassviðri á Vest- fjörðum. Rigning eða slydda um allt land. Hlýnandi veður. VEÐUR 4 5 5 4 23 STJÓRNMÁL Tímabundinn auðlegðar- skattur á stóreignafólk á að skila allt að fjórum milljörðum króna á ári næstu þrjú árin. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði á blaðmanna- fundi í gær talsverðan hóp fólks í „prýðilegum færum til að leggja nú samfélaginu lið næstu þrjú árin með því að greiða þenn- an auðlegar skatt og bera það að verkum að við getum haft hærri vaxtabætur og komist hjá skerð- ingu barnabóta“. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði breytingar á skattkerfinu sem kynntar voru í gær gera kerfið sanngjarn- ara. Meðal annars á að taka upp þriggja þrepa tekjuskattskerfi. Sagði ráðherrann það þýða að tekjuskattur myndu lækka hjá þeim sem hafa undir 270 þúsund krónur á mánuði en hækka hjá öðrum. Efsta þrepið verður um 46 prósent að meðtöldu útsvari og leggst það á þann hluta mán- aðartekna sem er yfir 650 þúsund krónum. Þá verður lagt nýtt orkugjald á rafmagn sem felur í sér að stór- iðja þarf að skila 1.600 milljónum aukalega í ríkissjóð. Bensín og áfengi hækkar einnig og virðis- aukaskattur sömuleiðis. - gar / sjá síðu 18 Tekjuskattar hækka á alla með meira en 270 þúsund krónur í mánaðarlaun: Sérstakur skattur á eignafólk Talað um tækifærin Sóknarfæra verður leitað á nýsköpunarfundi í Blöndu- virkjun. ATHAFNAVIKAN 16 Jafntefli í toppslagnum Valur og Stjarnan skildu jöfn í N1-deild kvenna. ÍÞRÓTTIR 60 Athafnavika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.