Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 86

Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 86
66 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. egna, 6. 999, 8. vandlega, 9. fugl, 11. guð, 12. miklu, 14. þrætur, 16. tímabil, 17. af, 18. röð, 20. persónu- fornafn, 21. etja. LÓÐRÉTT 1. kvenflík, 3. átt, 4. ávaxtaré, 5. fóstra, 7. andstaða, 10. svörður, 13. rangl, 15. rótartauga, 16. tímabils, 19. skóli. LAUSN LÁRÉTT: 2. espa, 6. im, 8. vel, 9. lóm, 11. ra, 12. stóru, 14. þrátt, 16. ár, 17. frá, 18. róf, 20. ég, 21. siga. LÓÐRÉTT: 1. pils, 3. sv, 4. perutré, 5. ala, 7. mótþrói, 10. mór, 13. ráf, 15. tága, 16. árs, 19. fg. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 1919. 2 Björk. 3 Transparency International. „Ég er ekki mikið fyrir morgun- mat, en fæ mér alltaf búst í World Class eftir æfingu á morgnana, einn Vöðvasmell og svo te.“ Alan Jones söngvari. „Þetta er stærsta tískuvika í heimi og ég komst að. Ég trúi þessu varla,“ segir fyrirsætan og fegurðar drottningin Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir, sem hefur dvalið í New York síðustu mánuði og komið sér á framfæri. Ingibjörg sýnir á tískuvikunni í New York í febrúar á næsta ári, en allir helstu hönnuðir heims kynna þar haustlínu ársins 2010. Hún býst við annasamri viku. „Ég fór í prufu og maðurinn sem ég tal- aði við vill koma mér að hjá sem flestum hönnuðum,“ segir Ingi- björg. „Hann vill að ég sýni fyrir hvern hönnuð í klukkutíma í senn. Sem þýðir að ég tek spretthlaup á milli sýningarpalla.“ Viðbrögðin sem Ingibjörg fékk í prufunni komu henni í opna skjöldu. „Ég bjóst ekki við að fá jákvætt svar um leið og ég mætti inn. Það var þannig,“ segir hún. Fjölmargar fyrirsætur sóttust eftir að komast að og ljóst er að færri komast að en vilja. Ingibjörg verður vafalaust í góðum félags- skap þar sem fyrirsætur á borð við Gisele Bündchen, Kate Moss og Heidi Klum hafa sýnt á tísku- vikunni og stjörnur eins og Vict- oria Beckham, Rihanna og Nicole Ritchie hafa setið á fremstu bekkj- um við pallana. - afb Ingibjörg sýnir á tískuvikunni í New York GLÆSILEG Ingibjörg Ragnheiður sýnir haustískuna fyrir árið 2010 á tískuvikunni í New York. „Þetta kostar aukapening en við höfum fengið það góð og jákvæð viðbrögð við myndinni að við töld- um raunhæft að herja sérstaklega á þennan hóp,“ segir Sigurjón Sig- hvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood. Kvikmyndin Broth- ers, sem Sigurjón framleiðir, fer í svokallaða Óskarsverðlauna- herferð. Það þýðir að hún verður markaðssett sérstaklega fyrir þá sem hafa atkvæðisrétt á Óskars- verðlaununum, svokallaða Aka- demíu, og annað áhrifamikið fólk innan kvikmyndabransans. Grein- ar og viðtöl verða birt í fagtíma- ritum um myndina og forsýning- ar haldnar þar sem þessum hópi verður boðið sérstaklega. Að sögn Sigurjóns kostar herferð á borð við þessa þrjár milljónir dollara, eða tæplega fjögur hundr- uð milljónir íslenskra króna. „Við verðum því með tvær herferðir í gangi, annars vegar fyrir almenn- ing og hins vegar fyrir þennan faghóp. Markaðsherferðin í heild sinni mun því ekki kosta undir 23 milljónum dollara,“ útskýrir Sigur- jón en það gerir litla þrjá milljarða íslenskra króna. Sigurjón segir óvanalegt að jafn alvarlegri mynd og Brothers sé dreift í almenn kvikmyndahús en myndin verður frumsýnd í átján hundruð bíósölum víðs vegar um Ameríku í byrjun desember. „Við erum auðvitað að taka áhættu með þessu, venjulega er bara takmark- aður hópur sem vill sjá svona mynd- ir.“ Sigurjón útskýrir að auglýs- ingaherferðin einblíni nú aðallega á þann ástarþríhyrning sem sé fyr- irferðarmikill í myndinni en minna á stríðið í Afganistan en það hefur þó mikil áhrif á líf aðal persónanna. Með helstu hlutverk fara þau Natalie Portman, Jake Gyllenhaal og Tobey Maguire en leikstjóri er Jim Sheridan. U2 semur síðan sér- stakt titillag myndarinnar. Sigurjón segir að ef allt gangi að óskum og herferðin heppnist vel geti þau ef til vill uppskorið fimm til sex tilnefningar. Slík uppskera krefjist þess hins vegar að lukku- dísirnar séu á þeirra bandi. „Það er margt sem vinnur með okkur, umræðan um stríðið í Afganistan, þrír ungir leikarar sem njóta mik- illar hylli og svo leikstjóri sem hefur verið tilnefndur sex sinn- um til þessara verðlauna en aldrei fengið. Ég er þó búinn að vera nógu lengi í þessum kvikmyndabransa til að vita að það getur brugðið til beggja vona.“ freyrgigja@frettabladid.is SIGURJÓN SIGHVATSSON: BROTHERS FENGIÐ JÁKVÆÐ VIÐBRÖGÐ Fjögur hundruð milljónum varið í Óskarsherferð MARKAÐSSETT FYRIR ÓSKARINN Aðstandendur kvikmyndarinnar Brothers hafa tröllatrú á henni og hafa hleypt af stokkunum sérstakri Óskarsherferð. Sigur- jón Sighvatsson er einn framleiðenda myndar- innar en með helstu hlutverk fara þau Natalie Portman, Jake Gyllenhaal og Tobey Maguire. U2 semur síðan titillag myndarinnar. „Það kom inn pöntun um lag frá Unicef, reyndar fyrsta pöntunin sem við fáum. Nú hljóta Nova og Kringlan að fylgja í kjölfarið,“ segir Oddur Bjarni, meðlimur Ljótu hálfvitanna, um nýtt lag með hljóm- sveitinni. Lagið er lag dags rauða nefsins, sem Unicef stendur fyrir 4. desember. Hálfvitarnir fengu lausan tauminn við að semja lagið, þó með því skilyrði að það tengdist hugmyndinni að baki degi rauða nefsins, sem er að virkja gleðina til góðra hluta. „Það var vita- skuld mikil áskorun fyrir okkur því við erum frekar tregablandið batterí,“ segir Oddur. „Við settum því þunglyndissjúklinginn í bandinu í málið, Snæbjörn „Bibba“ Ragnarsson, og hann tæklaði þetta með glans.“ Niðurstaðan er lag sem heitir „Hættu þessu væli“. „Það er um gaur sem er að kvarta undan lúxusvanda- málum. Laginu er beint til þjóðarinnar og hún hvött til að hætta að nöldra og hafa bara gaman af þessu.“ Unicef hélt síðast upp á dag rauða nefsins fyrir þremur árum. Af því tilefni gerði Baggalútur lagið „Brostu“. Lagið með Ljótu hálfvitunum verður sett í spilun um leið og það verður tilbúið, líklega á morgun. Bandið tekur lagið svo auðvitað á sjálfum degi rauða nefsins í mikilli dagskrá sem Stöð 2 sýnir. Eftir fjöl- skyldutónleika í Salnum í Kópavogi hinn 6. desember ætla Hálfvitarnir svo að fara í jólafrí. „Við eigum reyndar einhver jólalög á lager en það eru bara svo harðir jólalaga-andstæðingar í bandinu að við förum líklega aldrei í þann bransa,“ segir Oddur Bjarni. - drg Hálfvitar sjá um gleðina Skopmyndasnillingurinn Halldór Baldursson hefur í nógu að snúast eins og endranær. Ásamt því að teikna dag- lega mynd í Mogg- ann teiknar hann andlitsmyndir af bloggurum á Eyjan.is, en þar virðast nýir bætast í hópinn nær daglega. Þá myndskreytti hann barnabók Guðmundar Steingrímssonar sem nefnist Svínið Pétur og hefur hlotið mikið lof fyrir. Loks teiknar Halldór myndir í væntanlegri heimildar- mynd leikstjórans Gunnars Sigurðs- sonar um hrunið, sem verður frumsýnd í janúar. Stikla úr kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mamma Gógó, er komin á netið og má meðal annars sjá á heimasíðunni logs. is. Í stiklunni kennir margra grasa og má meðal annars sjá forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, á frumsýningu nýrrar kvikmyndar leikstjórans, aðalpersónu myndarinnar, en það er Hilmir Snær sem leikur hann. Myndin sem þarna er frumsýnd heitir Börn náttúrunnar en hún nýtur ekki alveg sömu vin- sælda og nafna sín og fær meðal annars aðal- verðlaunin á kvikmynda- hátíð á Benidorm. - fgg, afb FRÉTTIR AF FÓLKI RAUÐA NEFIN KOMIN UPP Ljótu hálfvitarnir með Axel Axels- syni, sem tók lagið upp, Unicef að kostnaðarlausu. GLÆNÝ LÍNUÝSA STÓRLÚÐA PLOKKFISKUR MARINERAÐUR FISKUR FISKIBOLLUR TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 990
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.