Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 66

Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 66
46 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Tíu ár eru liðin síðan kvikmyndin Fight Club var tekin til sýninga. Síðan þá hefur hún öðlast költ-stöðu og margir líta á hana sem eina af sínum uppáhalds- myndum. Kvikmyndin Fight Club er byggð á samnefndri skáldsögu Chucks Palahniuk sem kom út árið 1996. Sagan varð til eftir að hann lenti í slagsmálum í tjaldferðalagi. „Þegar ég mætti aftur í vinnuna var andlitið á mér í rúst. Augun á mér voru svört eins og á panda- birni,“ sagði Palahniuk í viðtali við tímaritið Empire. Á þess- um tíma vann hann hjá vörubíla- fyrirtæki og reyndu samstarfs- menn hans að sniðganga hann vegna útlitsins. „Ef þú lítur nógu illa út vill enginn vita hvað kom fyrir þig,“ sagði hann. Á sama tíma og Palahniuk hrip- aði niður hugmyndina að bók- inni fór hann að taka þátt í fleiri slagsmálum. „Að hluta til hafði ég mjög gaman af þessum slagsmál- um. Ég var gjörsamlega úrvinda eftir þau og ég svaf ótrúlega vel á eftir. Mig langaði virkilega til að deila þessari tilfinningu með öðru fólki.“ „Njósnari“ á vegum framleið- andans 20th Century Fox frétti af bókinni skömmu áður en hún kom út og sýndi yfirmönnum sínum, sem þótti heldur lítið til koma í fyrstu. Hún þótti ekki gróðavæn- leg, enda fjallaði hún um subbu- lega slagsmálaklúbba og hryðju- verk heima fyrir. Á endanum var þó ákveðið að gera myndina. Upp- haflega átti Peter Jackson að leik- stýra en ekkert varð af því og því næst las Danny Boyle bókina en ákvað frekar að gera The Beach. Bryan Singer var sömuleiðis lík- legur kandídat en á endanum fékk David Fincher verkefnið í sínar hendur. Hentaði það í raun vel því hann hafði áður reynt að kaupa kvikmyndaréttinn að bókinni. Russell Crowe var fyrst hugs- aður í hlutverk aðalpersónunn- ar Tyler Durden, enda sjóðheitur eftir leik sinn í LA Confidential. Brad Pitt varð á endanum fyrir valinu, enda nýbúinn að leika í Seven í leikstjórn Finchers, auk þess sem hann var þekktara nafn en Crowe. Edward Norton fékk hlutverk sögumannsins og var þar hlutskarpari en Matt Damon og Sean Penn. Að lokum valdi Fincher Helenu Bonham-Carter í hlutverk Mörlu Singer. Áður voru Courtney Love og Winona Ryder orðaðar við hlutverkið. Eftir að tökum lauk í Los Ang- eles óttuðust framleiðendurnir að myndin væri of drungaleg og myndi ekki falla í kramið. Frum- sýningin átti að vera í júlí en var frestað til haustsins, aðallega vegna fjöldamorðanna í Columb- ine fyrr á árinu. Fight Club var loks frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 1999 og skömmu síðar í Banda- ríkjunum. Gagnrýnendur skiptust í tvo hópa. Annar taldi myndina allt of barnalega, ofbeldisfulla og fasíska en hinn var heillaður upp úr skónum, taldi myndina einmitt gera vel heppnað grín að öllum þessum atriðum. Áhorfendur virtust aftur á móti ekki „fatta“ myndina því hún þénaði aðeins 37 milljónir dollara í Bandaríkj- unum en reyndar fór sú tala í 100 milljónir á heimsvísu. Eftir að hún var gefin út á mynddiski hefur henni síðan vaxið fiskur um hrygg og er Fight Club nú í uppá- haldi hjá mörgum. Hún er orðin ein af þessum költ-myndum sem á vafalítið eftir að lifa um ókom- in ár. Fight Club verður tíu ára „ÞÚ TALAR EKKI UM FIGHT CLUB“ Kvikmyndin Fight Club hefur öðlast költ-stöðu og er í uppáhaldi hjá mörgum. Fjórar kvikmyndir af fjölbreyttum toga verða frumsýndar á morgun og ættu allir að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Jim Carrey talar fyrir nirfilinn Ebenezer Scrooge í teiknimyndinni A Christmas Carol sem er byggð á Jólasögu Charles Dickens. Scrooge er bitur, gamall maður sem þolir ekki jólin og allt tilstandið í kring- um þau. Á jólanótt heimsækja hann þrír draugar: draugur fortíðar, nútíðar og framtíðar, en það á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Leikstjóri myndarinnar er Robert Zemeckis sem beitti við myndina sömu tölvutækni og hann notaði við gerð The Polar Express. Með helstu hlutverk fara Jim Carrey, Gary Oldman, Cary Elwes og Colin Firth. A Serious Man er nýjasta mynd meistara svarta húmorsins, Coen- bræðra. Hún gerist árið 1967 og fjallar um miðaldra prófessor sem horfir upp á hjónaband sitt leysast upp vegna þess að klaufskur og óhæfur bróðir hans vill ekki flytja út úr húsinu þeirra. Love Happens er enn ein rómant- íska myndin með Jennifer Aniston í aðalhlutverki. Núna leikur hún konu sem er hætt að hugsa um karl- menn og ákveður að einbeita sér að blómabúð sinni. Þegar hún hittir Burke (Aaron Eckhart) breytast þær áætlanir heldur betur því þau verða umsvifalaust ástfangin. En geta tvær manneskjur sem hafa hitt réttu manneskjuna á röngum tíma látið sambandið ganga upp? Saw VI er sjötta hryllingsmynd- in í þessari óstöðvandi seríu. Núna er Strahn fulltrúi dáinn og rann- sóknarlögreglumaðurinn Hoffman hefur tekið við kyndli hans í von um að halda goðsögninni Jigsaw á lífi. Alríkislögreglan, FBI, reynir hvað hún getur til að hafa hendur í hári Hoffmans en það reynist hæg- ara sagt en gert. Jólasaga, hrollur og rómantík LOVE HAPPENS Love Happens er enn ein rómantíska myndin með Jennifer Aniston. Thandie Newton segist hafa gleymt sér á tökustað, þegar hún átti að vera að leika í senu fyrir kvikmyndina 2012. Newton, sem er 37 ára, leikur dóttur Banda- ríkjaforseta í myndinni og hún segir í viðtali við breska dag- blaðið Daily Mirror að hasar senur í myndinni hafi verið svo yfir- þyrmandi að hún hafi gleymt sér. „Í einni senunni stóð ég á gangi þar sem flóðbylgja kom á móti mér. Það var magnað, en ég gleymdi alveg að leika því að vatnið flæddi út um allt,“ segir Newton, sem þurfti að endurtaka senuna í kjölfarið. Þá segir hún vinnuna við myndina hafa tekið á. „Ég var gjörsamlega uppgefin eftir senurnar í myndinni og fór yfirleitt í húsvagninn minn og lagði mig.“ Gleymdi sér í tökunum UPPGEFIN Thandie Newton segist hafa verið uppgefin eftir að leika í kvikmynd- inni 2012. Kvikmyndin 47 Ronin með Keanu Reeves í aðalhlutverki hefur loksins fengið leikstjóra, einu ári eftir að fyrst var tilkynnt um gerð hennar. Hann heitir Carl Erik Rinsch og er reyndur auglýsingaleikstjóri. Þetta verður fyrsta kvikmyndin hans en óvenjulegt er að leikstjóri sem á engan feril að baki í Hollywood fái að leikstýra svona dýrri mynd. 47 Ronin fjallar um hóp samúræja sem leggja upp í goðsagnar- kenndan hefndarleiðangur eftir að leiðtogi þeirra er neyddur til að fremja sjálfsvíg. 47 Ronin fær leikstjóra KEANU REEVES Reeves leikur aðalhlutverkið í hasarmyndinni 47 Ronin. Nicolas Cage hefur undanfarin ár verið gagnrýndur fyrir að leika í innan- tómum Hollywood-myndum á kostnað mynda þar sem leikhæfileikar hans fengju betur að njóta sín. Hann gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að stórmyndirnar veiti sér frelsi til að leika í smærri, áhuga- verðum myndum eins og nýjustu mynd sinni Bad Lieutenant: Port of Call New Orleans. Bætir hann við að annar kostur við stóru mynd- irnar sé að þær dragi að sér fjölda áhorfenda. „Ég er fjölhæfur og mig langar að leika í alls konar myndum. Sá sem orðinn nógu stórt nafn getur látið framleiða myndir, sem sumar hverjar hefðu kannski aldrei verið framleidd- ar vegna þess að umfjöllunarefnið er of viðkvæmt,“ segir Cage. „En ég vil ekki gera lítið úr myndum sem ég hef leikið í eins og Nation- al Treasure. Þær gleðja fólk. Fjöl- skyldur fara á þær með börnun- um sínum og mér finnst ekkert að því að leika í svoleiðis myndum.“ Þrjár Cage-myndir verða frumsýndar á n æ s t a á r i : ævintýramyndin Season of the Witch, hasargrínið Kick-Ass og The Sorcerer‘s App- rentice. Ekkert að því að gleðja fólk NICOLAS CAGE Cage finnst ekkert að því að leika í stórum Hollywood-myndum. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki > LEIKUR WINNIE MANDELA Jennifer Hudson leikur Winnie Mandela í myndinni Winnie, sem fjallar um þessa fyrrverandi eiginkonu Nelsons Mandela. Tökur á myndinni hefjast í Suður-Afríku 30. maí. Sams konar mynd um Nelson Mandela, Invictus, er einnig væntanleg. Þar fer Morgan Freeman með aðalhlutverkið og leikstjóri verður Clint Eastwood. Hin umdeilda gamanmynd Sacha Baron Cohen, Brüno, hefur fengið flestar tilnefning- ar til Bresku grínverðlaunanna sem verða afhent í London 12. desember. Í myndinni leikur Cohen sam- kynhneigða sjónvarpsmanninn Brüno og þótti sumum hann ganga yfir strikið í túlkun sinni á Austurríkismanninum. Brüno er tilnefnd sem besta grín- myndin ásamt The Hangover og In the Loop, sem er byggð á sjónvarpsþáttunum The Thick of It. Í flokknum Besti gaman- þátturinn keppa Peep Show, The It Crowd og Outnumbered: Series 2. Brüno fékk tilnefningar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.