Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 70
50 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
Ragnheiður Gröndal og Helgi
Hrafn Jónsson eru á leiðinni
í tónleikaferð um Austurríki,
Þýskaland og Sviss dagana 24.
til 29. nóvember. Ferðin er farin
á vegum Norðursins, sem vinnur
að því að kynna íslenska tónlist í
Þýskalandi og nágrenni. Fyrstu
tónleikarnir verða í Zürich en
þeir síðustu í Admiralspalast í
Berlín, þar sem Ragnheiður er
einmitt búsett. Hún er væntanleg
til Íslands í byrjun desember þar
sem hún mun kynna sína sjöttu
plötu, Tregagás, sem kom út
fyrir skömmu.
Fara saman í
tónleikaferð
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Ragnheiður og
Helgi Hrafn eru á leiðinni í tónleikaferð
um Austurríki, Þýskaland og Sviss.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Leikkonan Reese Witherspoon
mætti í viðtal til Conans O‘Bri-
en fyrir stuttu og þar ræddi hún
meðal annars eina undarlega
áráttu sína. „Mér finnst gott að
henda hlutum. Ég er heltekin af
rusli. Daginn eftir hátíðisdaga
eru ruslatunnur mínar yfirfullar
af drasli og rusli. Stundum stelst
ég til að gægjast í ruslatunnur
nágrannana og þær eru alltaf
tómar, það er eins og nágrann-
ar mínir hendi engu,“ sagði leik-
konan og bætti við að stundum
stælist hún til að fleygja rusli
í tunnur nágrannanna. Hún
segist jafnframt klæðast sér-
stökum stigvélum þegar ruslið
er sérstaklega mikið og traðkar
svo ötullega ofan á því svo
meira pláss myndist. „Ég hoppa
og traðka og þjappa ruslinu
saman. Ég er eins og mennsk
ruslaþjöppunarvél.“
Reese í rusli
RUSLAKONA Reese Witherspoon segist
heltekin af rusli.
„Við gáfum fyrst út bókina Stattu með þér, sem eigin-
maður minn, Gunnar Hrafn Birgisson, skrifaði árið
1998. Seinna gáfum við út spilið Skilaboð frá huldu-
heimum auk bókarinnar Þín hjartans þrá sem kenn-
ir mjög merkilega lífsspeki um það hvernig fólk geti
unnið að draumum sínum. Ástæðan fyrir því að ég
þýddi hana var sú að mér fannst þetta einum of gott
efni til að halda þessu fyrir sjálfa mig,“ segir Hildur
Halldóra Karlsdóttir, bókasafnsfræðingur og bóka-
útgefandi, en hún og eiginmaður hennar stofnuðu
bókaútgáfuna Upptök ehf. fyrir rúmum tíu árum.
Hildur Halldóra, sem er móðir leikkonunnar
Ísgerðar Elfu, lauk nýverið við að þýða þriðju bók-
ina, sem ber titilinn Karlmenn, peningar og súkku-
laði. „Þessi bók er ólík fyrri bókunum sem við
höfum gefið út. Þetta er saga um konu sem er að
fást við sitt daglega líf, bókin hefur farið sigurför
um heiminn og er gefin út í nítján löndum,“ segir
Hildur. Aðspurð segir hún ekki erfitt að starfa með
eiginmanni sínum. „Maðurinn minn er sálfræðingur
þannig að við deilum þessum áhuga á andlegum
málefnum. Hann hefur verið duglegur að lesa yfir
bækurnar og það er mikill stuðningur í því,“ segir
Hildur að lokum. Karlmenn, peningar og súkkulaði
kemur í verslanir í næstu viku og verður til sölu í
Eymundsson, versluninni Betra líf, Ditto og Gjöf-
um Jarðar auk annarra verslana. Einnig er hægt að
nálgast upplýsingar um bókina á fésbókarsíðu Upp-
taka. - sm
Of gott til að sitja á þessu ein
ANDLEG Hildur Halldóra Karlsdóttir gefur út bækur ásamt
manni sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Bradley Cooper hefur verið að
hitta leikkonuna Renée Zellweg-
er frá því í byrjun sumars og
virðast þau hafa notið selskaps
hvort annars hingað til. Nú eru
þó á lofti sögur um að Cooper
hafi ekki verið við eina fjölina
felldur síðastliðna mánuði held-
ur hafi hann einnig verið að hitta
fyrrverandi kærustu sína á laun.
„Bradley átti í sjóðheitu sam-
bandi við Isabellu Brewster í
heilt ár og þau hafa ekki getað
slitið sig frá hvort öðru þrátt
fyrir að sambandinu sé lokið
og Bradley sé að hitta Renée.
Bradley hefur hitt Isabellu á laun
í allt sumar og henni finnst ekk-
ert mál að vera „hin
konan“. Bradley
hefur engan áhuga
á að festa ráð sitt
heldur vill hann leika
lausum hala um hríð
nú þegar hann er
orðinn frægur,“
var haft eftir
heimildarmanni
sem bætir við
að Zellweger
sé algjörlega
grunlaus.
„Renée telur
sig hafa fund-
ið hinn full-
komna mann
í Bradley og
hefur jafnvel
verið að tala
um brúðkaup.“
Leikur
lausum hala
Ummæli fyrirsætunnar Kate
Moss í nýlegu viðtali hafa vakið
harða gagnrýni meðal almenn-
ings, en í viðtalinu er Moss spurð
hvort hún eigi sér lífsmottó og
því svarar fyrirsætan: „Ekkert
bragðast eins vel og vellíðanin
sem fylgir því að vera mjór.“
Í viðtalinu segir hún það vera
persónuleika sínum að þakka
hversu langt hún
hefur náð í starfi
sínu sem fyrir-
sæta. „Það þýðir
ekkert að vera
bara fallegt and-
lit, því ef þú hefur
ekki góðan persónu-
leika líka þá nærðu
ekki langt. Ég er ekki
með hefðbundið útlit
en ætli fólk kunni
ekki ágætlega við
mig,“ segir Moss.
Ekki bara
fallegt andlit
GOTT AÐ VERA GRÖNN
Ummæli Kate Moss í
nýlegu viðtali hafa vakið
harða gagnrýni.
FRJÁLSAR
ÁSTIR Bradley
Cooper vill
ekki festa ráð
sitt nú þegar
hann hefur
öðlast frægð.
Ævisagan Vigdís – Kona
verður forseti er komin út.
Af því tilefni var haldið
útgáfuhóf í Iðnó þar sem
Vigdís Finnbogadóttir tók
á móti hverjum gestinum á
fætur öðrum. Útgáfustjór-
inn Páll Valsson ritaði þessa
ævisögu Vigdísar sem
margir hafa beðið spenntir
eftir. Þar ber margt á góma
sem hefur ekki farið hátt
í gegnum tíðina, bæði er
varðar einkalíf og opinber
störf Vigdísar sem forseta
Íslands.
VIGDÍS TÓK Á MÓTI GESTUM
Vigdís Finnbogadóttir spjallar við Ólaf Ólafsson, fyrrverandi landlækni, og konu hans,
Ingu Ólafsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ómar Ragnarsson óskar Vigdísi til ham-
ingju með ævisöguna.
Evald Krog og Guðjón Sigurðsson, for-
maður MND-félagsins, mættu í Iðnó.
Blaðamaðurinn Kolbrún Bergþórsdóttir ásamt markaðs-
stjóranum Heiðari Inga Svanssyni og útgefandanum Agli Erni
Jóhannssyni.
Jón Þórisson leikmyndahönnuður ásamt konu sinni Ragnheiði
Steindórsdóttur og foreldrum hennar, leikurunum Steindóri
Hjörleifssyni og Margréti Ólafsdóttur.
Bryndís Schram og Jón Baldvin Hanni-
balsson fögnuðu ævisögu Vigdísar.
• Mál og menning og Súfistinn Laugavegi
prjónakaffi, þrjár raddir syngja kl. 17.
• Hannyrðaverlsunin Mólý Kópavogi.
• Verslunin Esar Húsavík, heitt á könnunni.
• Skrínan Selfossi.
• Framtíðin Vestmannaeyjum.
• Hannyrðabúðin Sunnumörk Hveragerði,
kertaljós, jólaöl og pipakökur.
• Laufskálinn Neskaupsstað,
hnallþórur og kaffi.
• Ævintýrakistan Akranesi.
• Heitt á prjónunum Ísafirði, prjónað til góðs.
• Landamót Seyðisfirði.
• Sælukjallarinn Patreksfirði prjónakaffi,
kertaljós og smákökur.
• Sunnlenska bókakaffið Selfossi góðgerðaprjón.
Prjónablaðið
BJÖRK
Nóvember 2009 -
1. tbl. 1. árg.
Bjarkarhóll
Bjarkarhóll
Prjónablaðið Björk
kemur út 20. nóvember
NÝTT PRJÓNABLAÐ
Blaðið verður kynnt sérstaklega á eftirtöldum stöðum 20. nóv kl. 16-18