Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 50
19. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fyrirtækjagjafi r
„Jú, jú, ég hef fengið ýmsar jóla-
gjafir frá þeim fyrirtækjum sem
ég hef unnið hjá, en líklega þótti
mér vænst um
jólagjöfina sem
ég fékk frá
Bylgjunni árið
1986 þegar hún
var nokkurra
mánaða gömul,“
rifjar Hermann
Gunnarsson fjöl-
miðlamaður upp.
„Þá fengum við 25.000 króna
hlutabréf í stöðinni sem síðan áttu
eftir að margfaldast. Svo var þetta
sameinað Stöð 2 og ég man ekki
hvort þau fjórfölduðust eða fimm-
földuðust í verði á einni nóttu. Mér
finnst að fyrirtæki ættu að gera
meira af þessu, að gefa starfsfólk-
inu nokkur prósent í fyrirtækjunum
svo það leggi sig meira fram.“
Þá segist Hermann hafa fengið
alls kyns hangikjötslæri í gegnum
tíðina. „Eftir að kreppan skall á
fékk ég flíspeysu frá núverandi
vinnuveitendum. Hana hef ég ekki
enn notað. Hún er lítið spennandi
og svo var hún of lítil á mig.“ - nrg
BESTA OG VERSTA GJÖFIN
Hermann
Gunnarsson
Ánægður með
hlutabréfin
„Það eru svo sem engin fyrir-
tæki sem ég hef verið að vinna
fyrir nema leikhúsin og ég man
ekki eftir nein-
um jólagjöfum
þar. Þar er bara
meira haldið
partí. Jólamatur
og eitthvað dúll-
erí og það kemur
í staðinn fyrir
gjafir,“ segir
Helga Braga
Jónsdóttir leikkona.
„Fyrir mér eru íslenskar bækur
bestu jólagjafirnar, til dæmis bæk-
urnar hennar Kristínar Marju
Baldursdóttur. Það eru dásamlegar
stundir um jólin að liggja uppi í
rúmi og lesa.“ Hún hugsar sig um.
„Kerti, jólaseríur og lesa góða bók,
það er toppurinn skilurðu.“
Ekki segist Helga mun eftir
slæmri jólagjöf. „Því miður; ég
vildi ég gæti hjálpað þér en ég man
bara ekki eftir neinni.“ - nrg
Best að fá bók
Helga Braga
Jónsdóttir
„Já, góð spurning. Ég er nú ekki
í neinum vafa að flísteppið frá
Kaupþingi var versta gjöfin; það
var ekkert spes.
Þegar allt fór í
vaskinn í „dott-
komm“ hérna
um árið, þá
sendu þeir flís-
teppi á kúnn-
ana sem fengu
ekkert sérstak-
ar viðtökur. Þau
voru ljót og hafa
alltaf verið notuð sem hundateppi á
mínu heimili,“ segir Sveinn Andri
Sveinsson lögfræðingur og hlær.
„Ætli besta gjöfin sé ekki eitthvað
sem lögfræðistofan hefur gefið
okkur hérna. Ég held að það séu
bara vínflöskurnar sem við gefum
sjálfum okkur. Þetta er ekki mjög
frumlegt svar en svar þó,“ segir
Sveinn. - nrg
Hundurinn fékk
flísteppið
Sveinn Andri
Sveinsson
● GÓÐAR HUGMYNDIR Sérsniðnir gjafapakkar og heimsending
er meðal þess sem gjafavörufyrirtækið Valfoss býður upp á fyrir þessi
jól; sem dæmi um gjafir má nefna matarkassa og ýmsa erlenda og inn-
lenda gjafavöru, svo sem sérstakan jólaóróa, jólakött á rauðu bandi. Hluti
söluandvirðisins af honum renn-
ur til Mæðrastyrksnefndar.
Þá hefur Valfoss gefið út
sérstakan bækling
með hugsanlegum
gjafasamsetning-
um sem gaman
getur verið að
blaða í til þess
að fá góðar hug-
myndir.