Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 16
16 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
Framkvæmd og sköpunargleði
verður yfirskriftin í dag þegar
kynnt verða nokkur góð dæmi
um drifkraftinn í norðlensku
athafnalífi í Ketilhúsi í tengsl-
um við athafnaviku. Þar geta
áhugasamir kynnst því sem er
að gerast í norðlensku athafna-
lífi og hitt aðila meðal annars frá
Byggðastofnun, Atvinnuþróunar-
félagi Eyjafjarðar, Atvinnuþróun-
arfélagi Þingeyinga, Menningar-
ráði Eyþings, Nýsköpunarmiðstöð
Íslands, Háskólanum á Akureyri,
Akureyrarstofu og Norrænu upp-
lýsingaskrifstofunni sem verða á
staðnum og veita upplýsingar um
sína starfsemi og stuðningsum-
hverfi frumkvöðla og atvinnulífs
á Norðurlandi.
Á hálftíma fresti verða svo
stuttir fyrirlestrar um verkefni
sem eru í gangi á Norðurlandi.
Þar má nefna Gebris-verkefnið
sem er nýsköpunarverkefni í
ferðaþjónustu í Langanesbyggð,
fyrirlestur um skotveiðitengda
ferðaþjónustu, um náttúrutengda
köfun í ferðaþjónustu, snjótöfra
og jólasveina í Dimmuborgum og
fleira. Dagskráin hefst klukkan
þrjú og lýkur klukkan sex. - sbt
Drifkraftur og athafnasemi:
Norðlenskt at-
hafnalíf kynnt
í Ketilhúsi
JÓLASVEINN Í DIMMUBORGUM Sagt
verður frá jólasveinum í Mývatnssveit í
Ketilhúsi í dag.
10.00 – 12.00 Þrívíddarhönnun
með Blender, Nýsköpunarmiðstöð
Íslands í Vestmannaeyjum, Bárustíg 1
11.00 – 14.00 Opinn fundur.
„Norður ljós - Kveikjum á perunni!“,
Café Síróp, Hvammstanga
12.00 – 13.00 Úr reynsluheimi
frumkvöðla – Kaffihúsahittingur,
Súfistinn, Laugavegi 18
12.00 – 13.00 Daðraðu við sjálfs-
traustið, VR - Húsi verslunarinnar,
fundarsalur jarðhæð. FULLBÓKAÐ
12.00 – 12.50 Nýsköpun og
frumkvöðlastarf notenda, Háskólinn í
Reykjavík, Ofanleiti 2 (stofa 201)
12.00 – 13.00 Nýjar aðferðir við
hugbúnaðarþróun, Háskólinn í
Reykjavík, Ofanleiti 2 (stofa 101)
12.15 – 12.45 Frumkvæði og fram-
kvæmdagleði, Amts-Café (Amtsbóka-
safninu)
13.00 – 15.00 Saumasmiðjan,
Rauðakrosshúsið, Borgartúni 25
13.00 – 14.00 Fjármálalæsi og
frumkvöðlar, Réttarholtsskóli
13.00 – 15.00 Fundur hjá Atvinnu-
leysi, nei takk!, VR - Húsi verslunar-
innar, fundarsalur jarðhæð
13.00 – 20.00 Smíði rafbíls, Lagna-
kerfamiðstöð Íslands, Keldnaholti
14.00 – 18.00 Ný sóknarfæri á
Norðurlandi vestra - umhverfi og
afurðir, Blönduvirkjun
14.15 Sögustund fyrir yngstu kyn-
slóðina, Nýheimar Bókasafn - Menn-
ingarmiðstöð Hornafjarðar
15.00 – 18.00 Drifkraftur og
athafnasemi, Ketilhús, Akureyri
18.00 Kveikt á jólaljósum í Árborg,
Fyrir framan bókasafn Árborgar,
Selfossi
18.00 Hausttónleikar Lúðrasveitar
Stykkishólms, Stykkishólmskirkja
20.00 Upplestur í Bókasafni
Ár borgar, Bókasafn Árborgar, Selfossi
20.00 Opinn kynningarfundur,
Sögumiðstöðin, Grundarfirði
Upplýsingar um ótímasetta
viðburði má finna á heimasíðu
Athafnavikunnar www.innovit.is
Fimmtudagurinn
19. nóvember
„Sú var tíðin að allt of margir
fóru í gegnum svæðið án þess
að stoppa. Á Norðurlandi vestra
er margt að sjá,“ segir Þor-
steinn Hilmarsson, upplýsinga-
fulltrúi Landsvirkjunar, sem
stendur fyrir samráðsfundi
um umhverfisvænar áherslur í
atvinnu- og menningar lífi á svæð-
inu í samstarfi við Vaxtarsamn-
ing Norðurlands vestra í dag.
Blásið er til fundar ins í Blöndu-
virkjun og stendur hann yfir í
fjórar klukkustundir.
Þorsteinn segir forsvarsmenn
Alþjóðlegu athafnavikunnar hafa
átt frumkvæðið að því að leita til
Landsvirkjunar, sem setti sam-
stundis höfuðið í bleyti. Niður-
staðan hafi verið sú að leita
sóknar færa á Norðurlandi vestra
í samstarfi við íbúa svæðisins.
Í fyrstu var hugmyndin að líkja
eftir Þjóðfundinum í Reykjavík um
síðustu helgi og kalla til fólk eftir
úrtaki. Þeirri hugmynd var hins
vegar kastað fyrir róða og ákveðið
að boða á bilinu tuttugu til 25 manns
af Norðurlandi vestra með brenn-
andi áhuga á málinu til að ræða
málin og leita leiða til að gera hug-
myndir sínar að veruleika.
Rætt verður um þau sóknar-
færi sem felast í umhverfisvænum
áherslum í atvinnu- og menningar-
lífi í fjórðungnum. Þar á meðal er
nýsköpun af ýmsu tagi, betri nýting
afurða, náttúruvernd og aðgengi að
náttúruperlum.
Þorsteinn segir Landsvirkjun
hafa verið að vinna að samfélags-
legri stefnu fyrirtækisins enda vilji
það marka sér stefnu á þeim stöð-
um sem fyrirtækið er með starf-
semi. Það vilji taka þátt í verkefn-
um sem geti af sér jákvæða þróun.
Fundurinn í dag er liður í því. Raun-
ar sé undir heimamönnum komið
að vinna úr þeim hugmyndum sem
fram koma á fundinum í dag. Sé
samhljómur um að halda áfram með
ákveðin mál sé Landsvirkjun tilbúin
til að styðja við það.
„Ég lít á þetta sem lærdóm fyrir
okkur. Við getum hugsað okkur
að skoða önnur svæði þar sem við
erum með starfstöð. Kannski skoð-
um við þetta áfram á öðrum svæð-
um landsins,“ segir Þorsteinn.
jonab@frettabladid.is
Landsvirkjun blæs til
fundar um nýsköpun
Á þriðja tug manna sækja samráðsfund í dag um sóknarfæri í atvinnu- og
menningarlífi á Norðurlandi vestra. Landsvirkjun stendur fyrir viðburðinum. Á
fundinum verður fjallað um nýsköpun af ýmsu tagi með áherslu á umhverfismál.
FRÁ BLÖNDUÓSI Landsvirkjun stendur fyrir samráðsfundi í Blönduvirkjun um umhverfisvænar áherslur í atvinnu- og menningarlífi
á Norðurlandi vestra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Þrír nemar úr Háskólanum í
Reykjavík, tveir úr rafmagns-
tæknifræði og einn úr véla- og
orkutæknifræði hafa unnið að því
hörðum höndum frá því í haust að
breyta bensínknúnum bíl í raf-
magnsbíl. Verkið er lokaverkefni
þeirra frá skólanum og á morgun
gefst fólki tækifæri til að kynna
sér vinnu þeirra í Lagnakerfis-
miðstöð Íslands í Kelduhverfi.
„Upphaflega var ætlunin að
breyta bíl, en síðan hefur þetta
í rauninni þróast út í það að við
erum að smíða heilan bíl,“ segir
Hrafn Leó Guðjónsson, sem vinn-
ur að verkefninu ásamt Guðjóni
Hugberg Björnssyni og Hirti Má
Gestssyni. Verkið hafi reynst
flókið, og þeir hafi til dæmis þurft
að breyta bílnum úr framhjóla-
drifnum í aftur hjóladrifinn. Fátt
sé eftir af upprunalega bílnum.
Áætlað er að smíðinni verði lokið
í janúar, en tilgangur verkefnisins
er meðal annars að þróa mælitæki
fyrir skólann sem mælir orkunotk-
un rafbíla á Íslandi.
Hrafn er vongóður um að verk-
efnið nýtist skólanum og nemend-
um hans vel í framtíðinni.
Verk sem þetta er nokkuð dýrt,
þótt atvinnumenn á þessu sviði
geti unnið það mun hraðar en
nemarnir, enda var öll hönnunar-
vinna inni í verkinu hjá þeim auk
þess sem þeir sinna öðrum verkum
samhliða. - sh
Þrír nemendur við HR sýna lokaverkefni sitt:
Breyta bensínbíl í rafbíl
UPPTEKNIR Hér sjást Hjörtur Már Gestsson og Hrafn Leó Guðjónsson niðursokknir í
verkefni sitt. MYND/HRAFN LEÓ GUÐJÓNSSON
ATHAFNAVIKA: Samráðsfundur um umhverfisvænar áherslur í atvinnu- og menningarlífi
MÁLÞING UM NÁTTÚRUVERND
FÖSTUDAGINN 20. NÓVEMBER KL. 13:00 – 16:30 Í RÚGBRAUÐSGERÐINNI
Ísland býr yfi r sérstöðu á sviði jarðfræðilegrar fj ölbreytni og landslags. Töluvert hefur
ver ið gengið á þessa náttúruauðlind á undan förn um áratugum, meðal annars vegna
fram kvæmda og aukins fj ölda ferðamanna. Umræða um verndar gildi landslags og
jarð minja er lýðræðisleg forsenda sáttar um náttúru vernd og nýtingu.
DAGSKRÁ | JARÐFRÆÐILEG FJÖLBREYTNI OG LANDSLAG: VERNDARGILDI OG SÉRSTAÐA ÍSLANDS
13.00 - 13.10 Opnun – Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri sviðs náttúruauðlinda, Umhverfi sstofnun
13.10 - 13.30 Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands – Verndaðar jarðminjar
13.30 - 13.50 Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands – Verndargildi landslags
13.50 - 14.10 Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands – Verndargildi jarðhitasvæða
14.10 - 14.30 Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur
– Frá Galapagos til Kamsjatka - á Íslandi. Verndargildi eldstöðva og eldstöðvakerfa
14.30 - 15.00 Kaffi
15.00 - 15.20 Hreggviður Norðdahl, fræðimaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands – Verndargildi lausra jarðlaga
15.20 - 15.40 Kristján Jónasson og Sveinn Jakobsson, jarðfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands
– Verndargildi steina á Íslandi: Fágætar steindir og berg
15.40 - 16.00 Lovísa Ásbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfi sstofnun
– Heimsminjar UNESCO og jarðminjagarður (Geopark)
16:00 - 16:30 Samantekt og umræður
AÐGANGUR ÓKEYPIS
OG ALLIR VELKOMNIR
Akureyri – Egilsstaðir – Ísafj örður - Mývatn
Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar