Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 37

Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 37
FIMMTUDAGUR 19. nóvember 2009 3 Fyrir nokkrum árum fengu markaðshugsuð-ir sænsku verslunar-keðjunnar Hennes & Mauritz þá snilldarhugmynd að fá heimsþekktan tískuhönn- uð í gestahlutverk við hönnun- ina. Þetta er nú orðinn árlegur viðburður og kemur gestalínan á markað um miðjan nóvember ár hvert. Hugmyndin sló í gegn í fyrstu tilraun enda enginn annar en Karl Lagerfeld sem reið á vaðið á sínum tíma. Bið- raðir mynduðust við verslanir H&M hér í París og lá við slags- málum þegar salan hófst. Þar á eftir fylgdu svo Stella McCartn- ey, Victor & Rolf og Comme des Garçons svo nokkrir séu nefndir. Það var sama stemningin á laugardag þegar tískulína Jimmy Choo kom í búðir. Þetta er eitt heitasta skómerkið í dag og klukkan 4 um morguninn byrjuðu spenntir viðskiptavin- ir (aðallega kvenkyns) að bíða fyrir utan búðirnar. Þegar inn var komið hafði Jimmy Choo- vörunum verið komið fyrir á afgirtu VIP-svæði og fékk hver viðskiptavinur armband sem veitti aðgang að svæðinu en þeim var síðan hleypt inn í hópum og hver þeirra fékk aðeins 15 mínútur til að velja úr varningnum og svo var næsta hópi hleypt að. Skemmst er frá því að segja að allt hvarf á augabragði og margar voru þær sem fóru burt án þess svo mikið sem máta eitt einasta skó- par og ekki laust við að gremja réði ríkjum í hópi vonsvikinna viðskiptavina. Jimmy Choo er einn af uppáhaldshönnuðum Söru Jessicu Parker úr Sex and the City framhaldsþáttunum og átti hún reyndar stóran hlut í því að koma Jimmy Choo á kortið þegar lúxusskór eru ann- ars vegar og notaði þá við flest tækifæri. Að vanda eru hælarnir háir, mikið um semelíusteina og sterka liti þó einnig sjáist slétt- botna skór í línunni. Skórnir eru því kannski heppilegri við síða kjóla á rauðum dreglum. Sama má segja um beltin sem ekki eru beinlínis til þess fallin að vera látlaus. Nokkrar gerðir af herraskóm eru einnig í boði sem ekki eru síður spennandi en kvenlínan. Það sem er þó er öðruvísi en var í upphafi þegar H&M bauð upp á hönnun Karl Lagerfelds er að verðið er ekki eins lágt og það var í fyrstu. Nú er skópar- ið á um 130 evrur (um 24.000 íslenskar krónur), aðeins brot af verði á skóm frá Jimmy Choo en þó nokkuð hærra en verð á skóm frá vinsælum verslunarkeðjum. Hjá ódýrari skómerkjum er skó- parið oft á um 60-100 evrur. Í ár lætur H&M sér þó ekki duga að fá einn frægasta fylgi- hlutahönnuðinn til samstarfs heldur kemur á markað í byrjun desember barnafatalína, kvenn- ærföt og fatnaður frá Soniu Rykiel en sú nýbreytni verður þá tekin upp að tískuhús Soniu Rykiel mun einnig selja tísku- línurnar sem eru framleiddar í samstarfi við H&M. Líklegt að enn og aftur verði verslanir H&M í umsátursástandi. bergb75@free.fr Sex and the City hjá H&M Hefur þú einhvern tíma lent í því að vakna allt of seint með skítugt hár sem enginn tími er til að þvo? Þá er þurrsjampó lausnin. Þurrsjampó virk- ar þannig að það dregur í sig óhrein- indi og fitu sem fær hárið til að virð- ast skítugt. Þurrsjampói er ekki ætlað að koma algerlega í staðinn fyrir venjulegan hárþvott en er frábær val- kostur þegar þannig ber undir. Þurr- sjampó er til frá ýmsum framleið- endum og þá yfirleitt í úðaformi en það þarf ekki að vera dýrt og í óum- hverfisvænum umbúðum, nóg er að eiga til dæmis gróft salt, malað hafra- mjöl eða talkúm og stundum er gott að blanda einhverju tvennu saman og jafnvel setja nokkra dropa af ilm- kjarnaolíu saman við. Þessari blöndu er svo sáldrað yfir hárið og beðið í tíu mínútur. Greiðið svo hárið eða burst- ið … og sjá! Hárið virðist hreint og enginn veit hvort þú svafst yfir þig eða ekki. Þurrsjampó fyrir þreytt hár ÞURRSJAMPÓ DREGUR Í SIG ÓHREIN- INDI OG FITU OG VIRKAR VEL ÞEGAR LÍTILL TÍMI ER FYRIR HÁRÞVOTT OG STURTU. Þurrsjampó getur gert kraftaverk. Tískan fer í hringi, spírala, bylgjur og upp og niður. Þetta á sérstaklega við um skó- tískuna sem ýmist er í hæstu hæðum eða nánast niðri á jafnsléttu, samanber pinna- hælana og skylmingaþrælasandalana sem áttu saman sviðið hér ekki alls fyrir löngu. Fylltu hælarnir sem áttu verðskuldaða end- urkomu í sumar ætla þó að verða langlíf- ari en mörg tískubylgjan enda einstaklega þægileg leið til að hækka um nokkra senti- metra án þess að þurfa að fórna þægind- unum og jafnvægisskyninu. Fylltu hælana má finna á alls kyns skófatnaði, allt frá háum stígvélum og niður í galopna sand- ala með viðkomu í strigaskóm og ökkla- stígvélum. Þannig að allir ættu að geta fylkt sér um fyllta hæla og spígsporað af fullkomnu öryggi. Fylltir hælar í flest mál FYLLTU HÆLARNIR SEM URÐU VINSÆLIR Á NÝ Í SUMAR ÆTLA AÐ VERÐA LANGLÍFARI EN MARGAR AÐRAR TÍSKUBYLGJUR. Fylltir hælar tröllríða nú tískusýn- ingarpöllunum. ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Eva Longoria er mannvinur árs- ins að mati Hollywood Reporter. Leikkonan íðilfagra, Eva Long- oria, var valin mannvinur árs- ins af Hollywood Reporter tíma- ritinu á dögunum og mætti til veislu þar sem henni voru afhent verðlaunin. Longoria þykir hafa borið af á liðnu ári fyrir starf sitt í þágu bágstaddra barna. Áður en Long- oriu var afhent viðurkenningin fór útgefandinn fögrum orðum um hana. „Ég hef aldrei áður hitt sam- viskusamari og félagslega meðvit- aðri unga stjörnu. Viðleitni Evu er mikil. Hún eyðir stórum hluta frí- tíma síns og orku í að safna millj- ónum dollara fyrir góð málefni sem breyta miklu fyrir rómanska samfélagið og aðrar góðgerða- stofnanir.“ Longoria er mannvinur Eva Longoria hefur unnið mikið starf í þágu góðgerðamála. NORDICPHOTOS/GETTY OPIÐ FIMMTUDAG TIL KL. 21.00 20% afsláttur af öllum vörum í dag. Opið til kl 21. Léttar veitingar 18-21 Hæðasmári 4 (í sama húsi og bílaapótekið) Sími 553 7355 • Opið virka daga 11-18, laugard. 11-15 AÐHALDSUNDIRFÖT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.