Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 62
 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Brýn bók fyrir alla foreldra ungra barna og þá sem annast lítil börn. „Sæunn hefur djúpan skilning á efninu og skrifar fallegan texta af mikilli hlýju og alúð. Þessi bók á erindi til allra.“ Valgerður Baldursdóttir, barna- og unglingageðlæknir 2. prentun Bókmenntir ★★★★ Karlsvagninn skáldsaga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur Tvær konur á flandri Eftir tvær stórar skáldsögur um listakonu á síðustu öld, uppeldi hennar og örlög, vendir Kristín Marja Baldursdóttir kvæði sínu í kross í stuttri samtíma- sögu, Karlsvagninum. Hún er samt ekki fjarri eldri högum: Gunnur er sálfræðingur komin yfir miðjan aldur og situr ein eftir í búi sínu, börnin eru farin og hún er komin á þann aldur að endurlitið er óhjá- kvæmilegt. Þegar á hana er plaserað unglingsstúlku fær hún óvænt áheyranda sem hún er til í að miðla upprifjun á æsku sinni, forfeðrum, foreldrum og fortíð. Krakkinn er dæmigerður íslenskur unglingur og milli þessara tveggja kvenna rís spenna sem sú eldri reynir að leysa með elskusemi, þótt gildi og hugarástand reynist þar erfiðir hjallar. Gunnur er hin dæmigerða íslenska miðstéttar- og menntakona okkar daga. Hún gengur óhrædd á móti upplifun sinni í bernsku, kryfur af kulda og takmörkuðum skilningi þátt móður sinnar, rétt eins og henni er áfátt og nán- ast ómögulegt að skilja unglinginn sem hún hefur fangað og vill spegla sig í. Það er vanþóknun í textanum, hvort sem hún er innlögð af slægð skálds- ins eða óhjákvæmilegur fylgifiskur hins miðaldra hugar skaparans: Gunnur, sögumaðurinn, skáldið sannar á sjálfri sér nánast sama fyrirhyggju-forræð- ishugsunarháttinn og brann á henni sjálfri, þó röddin klæði sig skilningnum og umhyggjusláin sé kirfilega sett á herðarnar. Þetta er afbragðsvel samin saga þó lesandi fái í pirrurnar yfir máttsterku fjasi um lífsstíl unglinga, andúð á nútímaþægindum eins og gemsum, tölvunotkun og öðru sem hægt er að amast við. Kristín hefur sterk tök á stíl sínum og byggir samskiptin upp af næmi fyrir stígandi, hléum og nýrri spennusúlu. Það er þó eins og í fyrri verkum hennar sterk tilhneiging til að rómantísera í fjarlægð fyrri tíð þótt tilgangurinn virðist vera að fjalla um þá tíma af gagnrýni og rannsóknarvilja kryfjandans. Það hefði verið fróðlegt að sjá hana spegla alveg sögumanninn og segja okkur sömu sögu frá sjónar- hóli stúlkunnar. Hvað ætli sú aðför hefði leitt í ljós? Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Athyglisverð og vel skrifuð saga um aðskilda heima. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 19. nóvember 2009 ➜ Tónleikar 19.00 Styrktartónleikar fyrir stofn- frumumeðferð Ellu Dísar verða haldnir á Skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. Meðal þeirra sem fram koma eru: Alan Jones, Edgar Smári, Thin Jim and the Castaways, Bermuda og 3 raddir. 20.00 Hljómsveitin BOBA kemur fram á Fimmtudagsforleik Hins hússins við Pósthússtræti (gengið inn í kjallara frá Austurstræti). Allir eldri en 16 ára og allsgáðir velkomnir. Enginn aðgangs- eyrir. 20.30 Bubbi Morthens heldur tón- leika í Félagsheimilinu Hlégarði við Háholt í Mosfellsbæ. Á efnisskránni verða ný lög í bland við eldra efni. 21.00 Hljómsveitin Baggalútur kemur fram á hinni árlegu tónlistar- veislu Menningar- og safnanefndar Garðabæjar sem fram fer í göngugöt- unni á Garðatogi. Enginn aðgangseyrir. 21.00 Sextett Reynis Sigurðssonar heldur tónleika í jazzkjallaranum á Cafe Cultura við Hverfisgötu 18. 21.00 Dúndurfréttir flytja helstu stór- virki Pink Floyd á tónleikum á Græna hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. 22.00 Andrea Gylfa og Eddi Lár halda tónleika á Gallery – Bar 46 við Hverfis- götu 46. 22.00 Hljómsveitin Árstíðir heldur tónleika á Café Rosenberg við Klappar- stíg. ➜ Sýningar Hjá Íslenskri grafík við Tryggvagötu 17 (hafnarmegin) hefur verið opnuð sýn- ing sem varpar ljósi á sögu grafíklistar á Íslandi í máli og myndum. Opið fim.- sun. kl. 14-18. ➜ Kvikmyndir 20.00 Heimildarmynd um ferð nokk- urra Íslendinga til Tsjúkotka-sýslu í Síb- eríu eftir Ara Trausta Guðmundsson og Valdimar Leifsson verður sýnd hjá MÍR við Hverfisgötu 105. ➜ Bókakynningar 16.00 Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir kynningu á þýddum verk- um á Háskólatorgi HÍ við Sæmundar- götu 4. Nánari upplýsingar á www. thot.is. ➜ Pub Quiz 20.00 Fótbolta-quiz Sammarans fer fram á Enska barnum við Austurstræti. Enginn aðgangseyrir og vegleg verðlaun. Nánari upplýsingar á www.sammarinn. com. ➜ Fyrirlestrar 12.10 Deborah Saunt heldur fyrirlestur um arkitektúr og borgarskipulag í Opna Listaháskólanum að Skipholti 1 (st. 113). Nánari upplýsingar á www.lhi.is. Bóksölu er nú tekið að herða. Á nýjum sölulistum Eymundsson Penn- ans fyrir liðna viku getur að líta hverjir seljast mest og verður fróð- legt að sjá hvað lesendur sækja í verslanir þessa dagana: Svörtuloft Arnalds eru söluhæst en Kristín Marja Bald- ursdóttir sækir fast á. Í þriðja sæti er ævi- saga Óskars Guðmundssonar um frægasta Íslending allra tíma, Snorra Sturluson, þá kemur Brauð og kökubók Jóa Fel sem Hagkaup gefa út. Í fimmta sæti er hin margauglýsta ævisaga Vil- hjálms Vilhjálmssonar söngvara eftir Jón Ólafsson. Í sjötta sæti er Jólasveinasaga Brians Pilkington, þá er umdeild skáldsaga Böðvars Guð- mundssonar, Enn er morgun. Áttunda sætið skipar Matur og drykkur Helgu Sigurðardóttur. Níunda sætið vermir eini erlendi höfundurinn, Francesca Simon með nýja sögu í röðinni um skálkinn Skúla skelfi, og Rósa Guð- bjartsdóttir rekur lestina í tíunda sætinu með nýja uppskriftabók sína, Eldað af lífi og sál. Bóksala herðist BÆKUR Kristín Marja sækir á Arnald á sölulistum. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.