Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 46
 19. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR6 ● ævisögur Sigurður Gylfi Magnússon, doktor í sagnfræði, hefur rannsakað íslenskar ævisögur, sjálfsævisögur og endur- minningarit í gegnum tíðina. Hann segir slíkar bókmenntir hafa haft mikla þýðingu fyrir samfélagið. „Fyrst og fremst eru þetta alvöru bókmenntir sem hafa haft mikla þýðingu fyrir samfélagið,“ segir Sigurður Gylfi Magnússon, doktor í sagnfræði, sem hefur rannsakað íslenskar ævisögur, sjálfsævisög- ur og endurminningarit í gegnum tíðina. Gylfi segir mikilvægt að gera greinarmun á ritum sem falla í ofannefnda flokka, því um ólíkar tegundir bókmennta sé að ræða. Ævisögur sem slíkar fjalli um líf tiltekins einstaklings sem er látinn. „Þar er blandað saman ævi þeirra og útgáfu heimilda sem tengjast þeim, svo sem löngum köflum úr bréfum eða dagbókum, án mikill- ar úrvinnslu. Það einkennir þess- ar tegundir bóka þar sem skrif- að er um Jón Sigurðsson, Hannes Hafstein eða Halldór Laxness, að þær eru mjög langar, eða allt upp í tvö þúsund síður sumar. Bresk bók um Wittgenstein eða Churchill er kannski á bilinu þrjú til fjögur hundruð síður, og rannsóknirnar þrælhugsaðar.“ Sigurður Gylfi segir að sjálfs- ævisagan hafi orðið mjög vinsælt bókmenntaform hér á landi. „Það er merkilegt að því leyti að fólk af öllum stigum ruddist fram og sagði sína sögu, oft án þess að hafa unnið sér nokkuð til frægðar. Í þessum skilningi má segja að sjálfsævisag- an hafi verið þjóðernispólitískt rit. Í langflestum tilfellum voru þetta karlmenn að segja frá því hvernig þeir stóðu sína plikt og unnu með hinu nýfrjálsa landi. Fram eftir 20. öldinni var ekki til mikil sagn- fræði og segja má að sögur alþýðu- fólks hafi fyllt inn í ákveðið tóma- rúm. Það var kallað eftir þessum sögum,“ segir Sigurður. Að hans sögn gerðist það svo um og eftir miðja 20. öldina að aðrir þjóðfélagshópar hafi komið fram á sviðið í samræmi við sérhæf- ingu samfélagsins á þeim tíma. „Þá verður til þetta bókmennta- form sem ég kalla endurminninga- rit, þar sem aðalpersónan vinnur með höfundi bókarinnar. Svo varð til hópur fólks sem sérhæfir sig í slíkum skrifum og þetta form hefur orðið æ vinsælla eftir því sem á líður.“ Síðari hluta 20. aldarinnar kall- ar Sigurður menningu játninganna. „Þar er keppst við að játa á sig allar syndir heimsins. Þetta er tími tólf spora- og sálfræðimeðferða. Þessar bækur eru líka mikil markaðsvara sem njóta gríðarlegra vinsælda og hafa alla tíð gert,“ segir hann. - kg Sögur af alþýðufólki fylltu inn í ákveðið tómarúm Sigurður Gylfi Magnússon segir endurminningarit vera markaðsvöru sem alla tíð hafi notið mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● BOWIE LEITAÐI TIL SEIÐKONU Popparinn David Bowie nýtti sér þjón- ustu seiðkonu til að komast yfir ofsóknarbrjálæðið sem óhófleg neysla kóka- íns olli honum á 8. áratugnum. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Bowie sem skrifuð er af rokk-blaðamanninum Mark Spitz. Í bókinni segir Spitz frá því að kókaínneysla Bowie hafi gert það að verkum að honum kom ekki dúr á auga í margar vikur í senn. „Hann varð sannfærður um að nornir girntust sæði hans. Sæðið ætluðu þær að nota til að búa til barn sem þær gætu fórnað djöflinum,“ segir í bókinni. Seiðkonan Walli Elmlark frá New York var kölluð til hjálpar og gerði hún margar særingar á popparanum. Ekki fer sögum af árangrinum. ● STEINARNIR MEST LIFANDI: Af öllum „dauðum hlutum“ fannst mér steinarnir vera mest lifandi. Það var af því að þeir voru náttúrlegastir og mundu áreiðanlega lengst aftur. Það hafði enginn umskapað þá og neytt þá til að vera öðruvísi en náttúran hafði gert þá. En hinir „dauðu hlutirnir“ voru afmyndaðir af mönnum og ónáttúrleg- ir, og mér fannst þeir hefðu glatað miklu af sálu sinni, með því að vera gerðir svona, og týnt mikið minni. Hvað var ævi spíkara eða blýsökku eða hrífu í saman- burði við ævi steins? Úr Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson. Í brekkunum var einn steinn sem mér sýndist fjörmeiri og furðulegri en allir aðrir steinar. MYND/WWW.HALI.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.