Fréttablaðið - 19.11.2009, Page 4

Fréttablaðið - 19.11.2009, Page 4
4 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR BORGARMÁL „Mér var tekið eins og ég hefði uppgötvað fjársjóð þegar ég kom með þetta blaðadrasl,“ segir Eiríkur Símon Eiríksson, fyrrverandi trésmiður og starfs- maður borgarinnar, sem lét af því verða í gær að koma í vörslu borgar innar skjölum sem hann rakst á fyrir tilviljun. Svanhildur Bogadóttir borgar- skjalavörur segir að gögnin sem Eiríkur Símon færði Borgar- skjalasafni séu ómetanlegar heim- ildir um upphaf og rekstur Nýja Bíós, sem stofnað var í Reykja- vík árið 1912. „Við skráum þetta og gögnin verða strax aðgengileg fyrir þá sem vilja skoða,“ segir hún. Í gögnunum eru handskrifað- ar fundagerðarbækur frá 1914 til ársins 1944. Þá er þarna að finna undirrituð lög hlutafélags- ins frá 1912 og afrit af leyfi sýslu- manns til að vera með kvikmynda- sýningar í húsnæði Nýja Bíós frá sama ári, auk efnahagsbókar frá 1916 til 1928. „Það var nú eiginlega óafvitandi sem ég passaði upp á þetta, meðan ég geymdi það sem lengst,“ segir Eiríkur Símon. Árið 1999 vann hann við að setja saman plasttunnur fyrir borgina, en eldri járntunnum var komið á haugana. Eiríkur er 79 ára, en var þarna í einu af sínum síðustu verkum fyrir borgina. Í einni haugaferðinni rakst hann á tvo stóra filmukassa sem hann sá að mætti nýta í annað. „Ég var þarna með Sveini Jósepssyni og það var nú eiginlega hann sem vildi hirða kassana. Við vorum þá með garðrækt og kartöfluskúra þar sem við töldum að þeir gætu nýst. Þangað fóru kassarnir, en gleymdust svo eiginlega.“ Þarna fyrir áratug segist Eiríkur ekkert hafa tekið eftir gögnunum sem voru í öðrum kassanum. „En svo var það fyrir einu og hálfu til tveimur árum að ég var að losa mig við garðræktina og rakst á kassana. Þá ætlaði ég að nota uppi í sumarbústað uppi á lofti, því hel- vítis músin komst þar inn og ég náði henni aldrei út aftur.“ Þegar Eiríkur ætlaði af stað með kassana heyrði hann hringla í öðrum og rakst þar á skjölin. „Fyrst ætlaði ég nú bara að henda þessu, en sá þá að þarna stóð stofn- fundur á einu skjalinu.“ Eiríkur gekk því frá gögnunum í poka og fór með heim tíl sín og upp í hillu. „Þar gleymdist þetta nú bara þang- að til í vor, en svo varð alltaf eitt- hvað til þess að ég komst ekki af stað með þetta fyrr en núna.“ olikr@frettabladid.is Ómetanleg gögn um Nýja Bíó fundust á haugunum Fyrir áratug hirtu tveir starfsmenn borgarinnar tvo filmukassa af haugunum. Nokkru síðar uppgötvuðust í þeim gögn sem varða sögu Nýja Bíós í Reykjavík. Gögnunum var komið í vörslu Borgarskjalasafnsins. HEIMILDIR Meðal skjala Nýja Bíós sem forðað var frá glötun eru fundagerðar- bækur, lög félagsins og fleira. MYND/BORGARSKJALASAFN GLUGGAÐ Í GÖGNIN Eiríkur Símon Eiríksson, trésmiður og fyrrverandi borgar- starfsmaður, og Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður glugga í gögn frá árdögum Nýja Bíós í Reykjavík sem Eiríkur Símon bjargaði frá glötun. MYND/BORGARSKJALASAFN Í riti Félags sýningarmanna sem finna má á vef Rafiðnaðarsambandsins, raf. is, kemur fram að Nýja Bíó h/f hafi verið stofnað í Reykjavík 12. apríl árið 1912 af bræðrunum Sturlu og Friðriki Jónssonum, Sveini Björnssyni, Pétri Þ. J. Gunnarssyni, Ólafi Johnsson, Carl Sæmundssyni og Pétri Brynjólfssyni. Fyrsta kvikmyndasýning á vegum félagsins fór fram í austursal Hótels Íslands 4. júlí 1912. Í maí 1919 var hafist handa við byggingu nýs húsnæð- is fyrir bíóið við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. Húsið þótti bylting í aðstöðu fyrir bíóhús og voru margvíslegar aðrar sýningar þar líka. Bíórekstri var svo hætt í húsinu fyrir lok níunda áratugarins, en seinustu árin voru ýmsir skemmtistaðir til húsa í Nýja Bíói, svo sem Tunglið. Húsið skemmdist síðan illa í bruna 1998 og var síðar rifið. ÁGRIP AF SÖGU NÝJA BÍÓS ALÞINGI Árni Þór Sigurðsson, for- maður þingflokks VG, vill að lög verði sett um launabónusa. Slík lagasetning sé óhjákvæmileg í tiltektinni eftir hrunið. Á þingfundi í gær ræddi Árni um tíðindin af milljónakröfum fyrrverandi yfirmanna Lands- bankans í þrotabú hans. Kvað hann þær úr takti við þau gildi sem þjóðfundurinn á laugardag lagði til grundvallar endurreisn sam félagsins en þau eru heiðar- leiki, réttlæti, jafnrétti og virð- ing. Hvatti Árni til samstöðu um lög sem hömluðu ofurbónusa- stefnu í anda 2007. - bþs Kröfur bankafólksins átaldar: Vill lög gegn ofurbónusum ATVINNUMÁL Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir ekki mögulegt að fjölga starfs- fólki Vinnumálastofnunar í takt við óskir þeirra sem þar starfi. Til þess sé ekki til fjármagn. „Það er hins vegar óskastaðan og við vinnum að því með öllum ráðum að skapa það svigrúm. Við verðum hins vegar að starfa innan ramma fjárlaga og hugmyndirnar sem við vinnum með þessa dagana er að veita hluta af bótagreiðslum í virkni- og náms- úrræði. Við berum sem samfélag ábyrgð á því að viðhalda virkni þessa fólks og nýta krafta þess og teljum það skyldu okkar. Að óbreyttu endum við í ógöngum.“ Árni Páll segir að á sama tíma og lítið svigrúm sé til aðgerða sé verið að stokka spilin upp á nýtt. „Sér- staklega erum við að vinna að hug- myndum sem snerta yngsta hópinn og þar þurfum við án efa fjölþætt og flókin úrræði. Við erum með áætlanir um að nýta allt nærsam- félagið í þetta verkefni. Við þurf- um að semja við stéttarfélögin um að styðja sína félaga og bjóða fólki í viðkomandi starfsgrein úrræði á þeirra vegum. Við þurfum að fá kirkjuna til leiks og Rauða kross- inn svo dæmi sé tekið. Það er gríð- arlegt verkefni fram undan. Önnur lönd búa svo vel að geta veitt mikl- um fjármunum til að leysa þennan vanda. Það höfum við ekki. Í stað- inn mætum við vandanum með hugmyndaauðgi.“ - shá Félagsmálaráðherra segir ekki hægt að fjölga starfsfólki Vinnumálastofnunar: Óskastaðan er að fjölga fólki ÁRNI PÁLL ÁRNASON Vegna fjárskorts er ekki hægt að fjölga starfsmönnum Vinnumálastofnunar í takt við óskir þeirra sem þar starfa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRETLAND, AP Hægt væri að hægja á hlýnun jarðar með því að dreifa ókeypis smokkum og fræða fólk um getnaðarvarnir, segir í nýrri skýrslu frá Mann- fjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna, UNFPA. Með því einfaldlega að hægja á fjölgun mannkyns er hægt að draga úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda. „Konur sem hafa aðgang að kynheilbrigðisþjónustu,“ segir í skýrslunni, „hafa lægri fæðingar tíðni, sem stuðlar að hægari vexti útblásturs gróður- húsalofttegunda.“ - gb Mannfjöldasjóður SÞ: Smokkar vinna gegn hlýnun VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 18° 12° 12° 13° 13° 17° 11° 11° 22° 14° 20° 15° 28° 9° 15° 15° 10° Á MORGUN Fremur hæg breytileg átt. Strekkingur á V-fjörðum. 14 LAUGARDAGUR Strekkingur sunnan- og vestantil, annars hægari. 3 3 2 3 4 8 5 7 4 1 5 16 18 15 13 12 11 10 11 13 13 HLÝNAR Það hlýnar á landinu í dag og má gera ráð fyrir fremur mildum dögum miðað við árstíma fram yfi r helgi. Það verður heldur vindasamt hjá okkur í dag en svo dregur úr vindi um austanvert landið. Á Vestfjörð- um má búast við að blási nokkuð næstu daga. 5 2 2 5 6 2 2 3 67 Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður KÍNA, AP Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Eric Holder dómsmálaráðherra hafa varið þá ákvörðun að flytja hóp fanga frá Guantanamo-búðunum til Banda- ríkjanna þar sem réttað verði yfir þeim. Obama, sem er á ferðalagi í Asíu, sagðist sannfærður um að Khalid Sheikh Mohammed, sem talinn er hafa skipulagt hryðju- verkin í Bandaríkjunum 11. sept- ember 2001, yrði dæmdur sekur. Holder, sem ræddi við blaða- menn í Washington, tók fram að jafnvel þótt grunaður hryðjuverka maður frá Guantanamo yrði sýknaður yrði hann ekki látinn laus í Banda- ríkjunum. - gb Obama treystir dómstólum: Fullviss um að Khalid fái dóm Ranghermt var í Fréttablaðinu í gær að Arnar Arnarson, sem starfaði sem verðbréfamiðlari hjá Landsbanka Íslands, hefði gert 167 milljóna kröfu í þrotabú bankans. Hið rétta er að krafa Arnars nemur 67 milljónum króna. LEIÐRÉTTING GENGIÐ 18.11.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 237,5414 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,20 123,78 207,01 208,01 183,95 184,97 24,718 24,862 22,053 22,183 18,031 18,137 1,3811 1,3891 197,31 198,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR – fullt hús jólagjafa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.