Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 18
18 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR SÖLUSTAÐIR Davidsson: Rammagerðin ehf Hafnarstræti 19, Reykjavík Keflavíkurflugvelli Akureyri Egilstöðum www.rammagerdin.is Ríkisstjórnin kynnir þriggja þrepa tekjuskatt- skerfi sem sagt er jafna kjör landsmanna með aukn- um byrðum á hátekjufólk. Hækka á rafmagnsreikn- inginn hjá stóriðju um 1.600 milljónir króna og stór- eignafólki er ætlað að skila allt að fjórum milljörðum í nýja auðlegðarskatt. „Þetta bætir mjög stöðu þeirra lægst launuðu og færir byrðarnar þá frekar til þeirra sem var hlíft í gamla kerfinu hjá Sjálfstæðis- flokknum og Framsóknarflokkn- um,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar nýjar til- lögur ríkisstjórnarinnar í skatta- málum voru kynntar í gær. Meðal nýjunga í skattkerfinu verður svonefndur auðlegðarskatt- ur. Miðað er við að skatturinn verði 1,25 prósent og leggist ofan á hrein- ar eignir umfram níutíu milljónir króna hjá einstaklingi og umfram 120 milljónir hjá hjónum. Sam- kvæmt Jóhönnu forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjár- málaráðherra er vonast til að þessi skattur skili á bilinu 3,5 til 4 millj- örðum króna. Sú upphæð eigi að standa undir hækkun vaxtabóta og koma í veg fyrir skerðingu barna- bóta sem ella hefði verið í kortun- um. Sluppu með eignir úr hruninu Steingrímur J. Sigfússon kall- aði nýja auðlegðarskattinn „ríkis- mannaskatt“ og sagði hann lagð- an á ríkasta hluta þjóðarinnar sem hefði sloppið með miklar eignir í gegnum hrunið. „Við teljum sann- gjarnt að þessi hópur leggi sitt af mörkum,“ sagði fjármálaráðherra. „Talsverður hópur fólks á gríðar- legar eignir, skuldlausar eignir, og er í alveg prýðilegum færum til að leggja nú samfélaginu lið næstu þrjú árin með því að greiða þenn- an auðlegðarskatt og gera það að verkum að við getum haft hærri vaxtabætur og komist hjá skerð- ingu barnabóta sem annars stefndi í að yrði,“ segir Steingrímur. Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður úr 15 í 18 prósent. Fyrstu eitt hundrað þúsund krónurnar í vaxtatekjum verða þó skattfrjálsar. Réttlátara skattkerfi Ráðherrarnir kynntu nýtt þriggja þrepa skattkerfi. Steingrímur sagði kerfið standast bestu kröfur á nor- ræna vísu. „Það hlífir lágtekjufólki við skattlagningu eins og okkar aðstæður nú fremst bjóða upp á,“ sagði hann. Auk þess að taka upp þrepaskipt- ingu er ætlunin að hækka persónu- afslátt þannig að skattfrelsismörk hækki úr um 177 þúsund krónum í tæpar 199 þúsund krónur. Ofan á mánaðartekjur sem eru yfir skatt- leysismörkunum og að 200 þúsund krónum á að leggja 24,1 prósents tekjuskatt. Útsvar sveitarfélaga, sem algengast er nú að sé 13,1 prósent, leggst síðan ofan á þetta tekjuskatt- þrep og næstu þrep þar fyrir ofan. Þau eru 27,0 prósent fyrir mánaðar- tekjur sem eru yfir 200 þúsundum og að 650 þúsund krónum. Á þann hluta teknanna sem fer yfir 650 þúsund krónur leggst 33,0 prósenta tekjuskattur. „Þó að skattar aukist verulega teljum við að við séum hér að koma á réttlátara skattakerfi þar sem byrðunum er dreift miklu jafnar, réttlátar og sanngjarnar heldur en verið hefur í því skattkerfi sem við höfum búið við,“ sagði forsætisráð- herra. Að sögn ráðherranna þýðir nýja kerfið að tekjuskattar á einstaklinga sem hafa undir 270 þúsund krónur í mánaðartekjur verða lægri en nú er. Hjá þeim sem hafi hærri tekjur verði skatturinn hærri. Bensín og verðbólga hækkar Vörur og þjónusta sem nú bera 24,5 prósenta virðisaukaskatt munu frá og með áramótum bera 25,0 prósenta skatt. Þá verður virðisaukaskatt- ur á veitingastarfsemi og ýmsar sykraðar vörur hækkaður í 14 pró- sent úr 7 prósentum. Í lægsta þrep- inu verði áfram til dæmis matvörur, húshitun, fjölmiðlar og tónlist. Vörugjöld á eldsneyti hækka um 2,7 krónur á bensínlítra og 2,9 krón- ur á lítra af dísilolíu. Að meðtöldu nýju kolefnisgjaldi mun hækkunin nema 5 til 6 krónum á lítra. Gjöld á áfengi og tóbak hækka einnig um 10 prósent. Reiknað er með að áhrif hækkana á óbeinum sköttunum hækki verð- bólgu um 0,8 prósent. Fyrirtækin borgi atvinnuleysi Tryggingargjald sem fyrirtækin greiða á að hækka um 1,6 prósentu- stig og gjaldið í heild sinni að skila 28 milljörðum á næsta ári. Að sögn fjármálaráðherra á gjaldið þar með standa undir þeim kostnaði sem búist sé við að verði vegna atvinnu- leysis á næsta ári. Þá verða lagðir á ný orku og auð- lindagjöld. Meðal annars er rætt um 12 aura auðlindgjald á hvert kílóvatt raforku sem selt er í landinu. Sam- kvæmt áætlun ríkisstjórnarflokk- ana á þetta að skila 1.885 milljón- um króna. Þar af á stóriðjan að borga 1.600 milljónir. Þess utan á að freista þess að ná samkomulagi við stóriðjufyrirtækin um að þau greiði 1.200 milljónir króna á ári í fyrir fram tekjuskatt næstu árinu. Fram kom á fundi þeirra Jóhönnu og Steingríms í Þjóðminjasafninu í gær að þingflokkar þeirra beggja hefðu samþykkt þessar tillögur fyrr um daginn. Þær fælu í sér að skattheimta yrði lækkuð um 20 til 25 milljarða króna frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Það væri hægt vegna skárra ástands í efnahagslífinu en áður hafi verið gert ráð fyrir. FRÉTTASKÝRING: Breytingar á skattkerfinu Vilja fá fjóra milljarða í nýjan ríkismannaskatt FRÉTTASKÝRING GARÐAR ÖRN ÚLFARSSON gar@frettabladid.is 0 119 200 650þúsund krónur 0% 24,1% 27,0% ÞREPASKIPT TEKJUSKATTSKERFI Ofan á hverja prósentutölu leggst um það bil 13% útsvar til sveitarfélaga. Þriggja þrepa skattkerfi Einstaklingsbundin skattlagning Einstaklingur Núverandi kerfi Nýtt kerfi Brúttólaun krónur á mánuði 180.000 180.000 Frádráttarbært iðgjald í lífeyrissjóð 7.200 7.200 Skattskyldar tekjur, krónur á mánuði 172.800 172.800 Tekjuskattur + útsvar 22.077 20.077 Breyting í krónum -2.000 Skattbyrði (%) 12,8% 11,6% Breyting á skattbyrði (%stig) -1,2% Þriggja þrepa skattkerfi Einstaklingsbundin skattlagning Hjón/sambúðarfólk Núverandi kerfi Nýtt kerfi Maki A, brúttólaun á mánuði 350.000 350.000 Maki B, brúttólaun á mánuði 350.000 350.000 Frádráttarbært iðgjald í lífeyrissjóð 28.000 28.000 Skattskyldar tekjur, krónur á mánuði 672.000 672.000 Tekjuskattur + útsvar 175.990 180.691 Breyting í krónum +4.701 Skattbyrði (%) 26,2% 26,9% Breyting á skattbyrði (%stig) 0,7% Hjón/sambúðarfólk Maki A, brúttólaun á mánuði 700.000 700.000 Maki B, brúttólaun á mánuði 700.000 700.000 Frádráttarbært iðgjald í lífeyrissjóð 56.000 56.000 Skattskyldar tekjur, krónur á mánuði 1.344.000 1.344.000 Tekjuskattur + útsvar 436.390 467.391 Breyting í krónum +31.001 Skattbyrði (%) 32,5% 34,8% Breyting á skattbyrði (%stig) 2,3% DÆMI 33,0% Skattleysismörk hækka úr um 113 þúsund krónum í tæpar 119 þúsund krónur. Heimild: Fjármálaráðuneytið STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON OG JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær breytingar og nýjungar í skattkerfi landsins á fundi í Þjóðminjasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Mér líst illa á þessar hækkanir, og fyrir því eru ýmsar ástæður,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „Þær hafa neikvæð áhrif á versta hugsanlega tíma og til lengri tíma litið er þetta ekki að auka tekjur ríkisins heldur minnka þær. Í fyrsta lagi hafa þær bein áhrif til að íþyngja heimilum og fyrirtækjum sem eru ekki aflögufær. Þessar álögur hafa áhrif á verðlagið, sem hefur síðan áhrif á vísitöluna sem hækkar skuldirnar. Í öðru lagi er þetta líklegt til að ýta undir landflótta, jafnframt því að hindra erlenda fjárfestingu og draga úr ferðamanna- straumnum. Þetta gerir sem sagt allt til að draga úr verðmætasköpun einmitt þegar við þurfum að auka neysluna til að halda fyrirtækjunum gangandi.“ - gb DREGUR ÚR VERÐMÆTASKÖPUN „Það má segja að umfangið sé nokkuð í takt við það sem við höfðum reiknað með,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við höfum átt í viðræðum við ríkisstjórnina um skattlagningu á atvinnulífið, og þróunin hefur verið í þá átt að koma til móts við okkar óskir. Það er jákvætt. En það sem stendur út af er tvennt. Annars vegar er sjávarútvegurinn að taka á sig yfir 3,5 milljarða í hækkaða skatta, sem væri svo sem í lagi ef ekki væri verið að ógna rekstrargrundvelli hans um leið með frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Hitt er svo virðisaukaskatturinn. Okkur finnst ekki gott að taka upp nýtt þrep heldur hefðum við viljað hækka bæði í efra og neðra þrepinu.“ - gb NÝTT ÞREP EKKI GOTT „Okkar skilaboð í Sjálfstæðisflokknum eru einföld,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Við teljum að það sé ekki hægt að hækka skatta við þessar aðstæður. Við höfum bent á aðrar leiðir, og gerum það ekkert að gamni okkar. Við skulum hafa það í huga að skattar á tekjur frá 650 þúsund eru að hækka úr 37 prósentum upp í 47 prósent, og það er 27 prósenta hækkun. Menn geta kallað það öllum góðum nöfnum, en þetta er ekkert annað en stórfelldar skatta hækkanir. Þetta gerist á sama tíma og kaupmáttur þessara sömu tekna hefur dregist stórkostlega saman.“ - gb STÓRFELLDAR SKATTAHÆKKANIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.