Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 19.11.2009, Blaðsíða 60
40 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Það hefur farið lágt nema fyrir austan en Rússíbanarnir hafa verið á túr. Í samstarfi við tónlistarfélög fyrir austan hafa þeir félagar spilað kvöld og daga fyrir Austfirðinga og Héraðsmenn: Egilsstaðir, Reyðarfjörður, Þórshöfn og Vopna- fjörður voru sóttir heim og á daginn spiluðu þeir á tónleikum í grunnskólum í hinu merkilega átaki mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem Jónas Ingimundarson hrinti af stað fyrir mörgum árum. Nú snúa þeir hingað í heimabæ sinn, Reykja- vík, og slútta þessari törn með tónleikum í Nor- ræna húsinu á sunnudag í tónleikaröðinni 15:15. Rússíbanar hafa haft hægt um sig undanfarin misseri en ferð þeirra austur og tónleikarnir í Vatnsmýri eru kærkomið tækifæri aðdáendum þeirra til að hitta bandið á endurfundum. Í hópinn á sunnudag bætist harmónikusnillingur- inn Tatu Kantomaa sem kominn er til landsins og dvelur hérlendis í nokkra daga. Fyrir eru á fleti þeir Guðni Franzson, Jón Skuggi, Kristinn H. Árnason og Matthías M.D. Hemstock. Rússíbanar leika blandaða dagskrá höfunda á borð við Mozart, Brahms, Milhaud og fleiri erlenda menn, heimstónlist frá Austur-Evrópu, Asíu, Suður-Ameríku og víðar, ný tónverk eftir íslensk tónskáld s.s. Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Hjálmar H. Ragnarsson, tónsmíðar sérstaklega saman settar fyrir bandið og lög úr smiðju með- lima hljómsveitarinnar. Talsvert af efninu hefur áður komið út á geisladiskum en hluti er nýtt efni og útsetningar hópsins. Þetta verða einu tónleikar Rússíbananna hér á höfuðborgarsvæðinu að þessu sinni. Rússíbanar koma saman á ný ath kl. 16. Fimm þýðendur lesa upp úr verkum sínum á Þýðingahlaðborði Banda- lags þýðenda og túlka á Háskóla- torgi í dag. Þýðendurnir eru Elísa Björg Þorsteinsdóttir (Málavextir), Jón Hallur Stefánsson (Chicago), Kristján Árnason (Ummyndanir), Sigrún Á. Eiríksdóttir (Leikur engils- ins) og Sigurður Karlsson (Yfir hafið og í steininn). Þýðendurnir ræða jafnframt um verkin og þýðingar- vinnuna sjálfa. Allir velkomnir. Nýtt íslenskt verk verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld á vegum Leikfélags Reykja- víkur. Höfundur verksins er Heiðar Sumarliðason en leikstjóri er Kristín Ey- steinsdóttir. Heiti leiksins kemur spánskt fyrir sjónir, Rautt brennur fyrir sækir titilinn í forna texta og segir Heið- ar að það þýði að einhvers góðs sé að vænta. Þetta er fyrsta verk Heiðars sem kemur á svið en hann er skólaður úr diplómanámi Lista- háskólans, Fræði og framkvæmd, og stundar nú nám í leikstjórn í London. Þótt titillinn sé forn að uppruna er efni leiksins tekið úr samtíma okkar: „María og Kristján eru á yfirborðinu ósköp venjulegt ungt par. Kristján telur sig hafa ráðið leyndardóma mannskepnunnar með kenningum sálfræðinga, en eftir að ókunnugur maður brýst inn hjá honum verður hann að tak- ast á við þá staðreynd að heimur- inn er ekki eins einfaldur og hann hélt. Undir sléttu yfirborðinu leynast ógnvænlegir hlutir, fólk er ekki allt eins og það er séð og líf bláókunn- ugs fólks getur skarast með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum,“ segir í útlistun leikhússins um efni þess. Heiðar dregur enga dul á að hann sækir efnið í nánasta umhverfi sitt, fréttir í dagblöðum, samtöl í partí- um, lífsgildi: „En það sem verkið í raun og veru fjallar um og er við- bragð við, er þessi „aspartame“- kynslóð sem ég sá að var að koma upp og ég var hluti af. Hundrað prósent upplifun, engar afleiðingar. Verkið fjallar um að það eru alltaf afleiðingar, en að fólk má þó ekki gleyma fyrirgefningunni, við erum öll mannleg og okkur verða öllum á mistök,“ segir Heiðar. Finnur Arnar gerir leikmynd og heldur áfram að vinna með hug- mynd sína um útlínur húsnæðis, teikninguna af hýbýlum eins og myndin sýnir með greininni. Leik- endur eru þau Jörundur Ragnars- son, Þorbjörg Helga Þorgils dóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Dóra Jóhannsdóttir. Heiðar er fæddur 1979 í Garða- bænum og þvældist inn og út úr námi og deildum þar til hann fann fjölina sína í fræðum og framkvæmd. Nú er spurningin hvernig krufning hans á sinni kynslóð, sínum samtíma, hittir í hjörtu áhorfenda. Sem fyrr er gert ráð fyrir snörpum sýningartíma á verkinu á Nýja sviði svo þeir sem vilja fylgjast með verða að drífa sig. pbb@frettabladid.is RAUTT BRENNUR FYRIR LEIKLIST Rautt brennur fyrir eftir Heiðar Sumarliðason verður frumsýnt í kvöld í Borgar leikhúsinu. Myndin sýnir leikendur og leikmynd og er tekin á æfingu. MYND/LR/GRÍMUR BJARNASON Hin árlega Tónlistar- veisla í skamm- deginu á vegum menn- ingar- og safna- nefndar Garðabæjar verður hald- in í kvöld kl. 21.00 í göngu- götunni á Garðatorginu í Garðabæ. Í tónlistarveislu ársins er það hljóm- sveitin Baggalútur sem treður upp á torginu. Að venju verður reynt að skapa skemmtilega kaffihúsa- stemningu, borðum og stólum raðað upp á torginu og gestir geta keypt sér veitingar. Tónleikarnir standa í um eina og hálfa klukkustund. Hópur myndlistarmanna úr Garðabæ ætlar að sýna verk sín á torginu þetta kvöld og gera má ráð fyrir því að einstaka verslanir verði með opið hús. Baggalútur er rótgróið framleiðslu- fyrirtæki í íslenskum menningar- og afþreyingar geira, sem sérhæfir sig í heild- arlausnum á sviði þjóðlegrar hámenningar og alþýðlegrar skemmtunar. Félagið starf- rækir m.a. sívinsæla hljómsveit og þjóð- þekkt vefsvæði. Hljóðverkadeild Baggalúts hefur sent frá sér hljómskífurnar Pabbi þarf að vinna, Aparnir í Eden, Jól & blíða, Nýjasta nýtt og nú síðast Sólskinið í Dakota. Hljóm- sveitin sjálf, sem skipuð er mörgum valin- kunnustu listamönnum þjóðarinnar, nýtur almennrar hylli, faglegrar virðingar og viðurkenningar alþjóðasamfélagsins. Garðbæingar hafa undanfarin ár fjöl- mennt á torgið til að gera sér glaða kvöldstund og hlusta á skemmtilega tón- list. Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem býður til þessarar tón- listarveislu. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á Garðatorgið. Tónleikarnir hefjast kl. 21. - pbb Baggalútur á Garðatorgi TÓNLIST Rússíbanar á blússi. > Ekki missa af Í kvöld heldur hljómsveitin Árstíðir tónleika á Café Rosen- berg. Þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar þar í nokkurn tíma en hún hefur verið tíður gestur þar frá því hún hóf að koma fram. Meðlimir hafa legið undir feldi að undanförnu og mun nýtt efni líta dagsins ljós á tónleikunum sem hefjast kl. 22.00. Milli tónskáldanna Roberts Schu- mann og Johannesar Brahms ríkti djúp vinátta þótt kynni þeirra yrðu ekki langvinn. Þeir áttu samleið um tíma og hefur verkefnanefnd Sinfóníunnar notað tækifærið og sett þá í samlokugerð sem gest- ir hennar munu njóta fram undir vor 2011. Svo er líka nægt tilefni að 8. júní 2010 eru 200 ár liðin frá fæðingu Schumanns. Í þessari röð verða sinfóníur þeirra og einleiks- konsertar fyrir ýmis hljóðfæri á dagskrá. Á fyrstu tónleikunum í kvöld hljómar hinn geysivinsæli píanó- konsert Schumanns, glóðheit ást- arjátning hans til Clöru eiginkonu sinnar. Clara Schumann var líka sú fyrsta sem Brahms leyfði að heyra fjórðu sinfóníu sína tæpri hálfri öld síðar. Í sinfóníunni mæt- ast nútíð og fortíð á áhrifamikinn hátt; tónlistin er tilfinningaþrung- in og rómantísk en í síðasta kafla lítur aldna tónskáldið um öxl og byggir á kantötukafla eftir Johann Sebastian Bach. Hjómsveitarstjórn er í höndum Evu Ollikainen sem er ekki nema 27 ára gömul en hefur þegar vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Hún vakti mikla aðdáun þegar hún stýrði Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í 4. sinfóníu Niel- sens haustið 2007 og bæði hljóm- sveit og áheyrendur létu í ljós ósk um að hún kæmi fljótt aftur. Nú er komið að því og það er gaman að geta þess að þau Siirala voru samtíða í Sibeliusar-akademíunni í Helsinki. Þar léku þau stundum saman píanókonserta fjórhent en þetta verður í fyrsta sinn síðan þau luku námi sem þau koma fram á sömu tónleikum. Einleikari á tónleikunum er finnski píanóleikarinn Antti Siirala sem skaust upp á stjörnu- himininn þegar hann bar sigur úr býtum í Beethoven-píanókeppn- inni í Vínarborg 1997 og festi sig í sessi þegar hann endurtók leik- inn í píanókeppninni í Leeds 2003. Þessi einstaklega hæfileikaríki píanisti er á algjörum heimavelli í píanókonserti Schumanns, enda hefur hann fengið mikið lof heim- spressunnar fyrir flutning sinn á rómantískri tónlist. Tónleikarnir verða sendir út á rás 1 Ríkisútvarpsins og fyrir þá verður Árni Heimir Ingólfsson með kynningu á verkunum á efnis- skránni í safnaðarheimili Nes- kirkju. pbb@frettabladid.is Brahms og Schumann STJÓRNANDINN Eva Ollikainen vann hjörtu gesta hér fyrir tveimur árum og er snúin aftur. MYND/SÍ/JUKKA RITOLA TÓNLIST Baggalútur hittir Garð- bæinga í kvöld. MYND/BAGGALÚTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.