Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 10
19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
Svooona hollt
Því lengi býr að fyrstu gerð
Veldu aðeins það besta fyrir barnið þitt,
því lengi býr að fyrstu gerð.
Sumt breytist aldrei
expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Verð á mann í tvíbýli:
68.800 kr.
Expressferðir bjóða upp á mjög hagstæða aðventuferð til hinnar
óviðjafnanlegu Berlínar þar sem gist er á 4* hóteli Park Inn. Hótelið er
staðsett á Alexanderplatz sem er eitt fjörugasta torg borgarinnar.
Á þessum tíma árs í Berlín glitra jólastjörnur og jólaljós út um alla borg og er
fjölbreytt úrval af tónleikum í kirkjum og tónlistarhúsum.
Aðventuferð til
Berlínar
Ódýr
11. - 14. desember 2009
Innifalið: flug með flugvallarsköttum og öðrum
gjöldum ásamt gistingu með morgunverði og
íslenskri fararstjórn.
Borgarferðir
STJÓRNSÝSLA Starfshópur, sem Kristján L. Möller sam-
gönguráðherra skipaði, telur að stefna eigi að samein-
ingu Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. í eitt
félag sem fyrst. Jafnframt eigi að kanna hagkvæmni
þess að sameina því félagi rekstur ratsjárkerfis og
fasteignarekstur Varnarmálastofnunar Íslands á
Keflavíkurflugvelli.
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair,
var formaður starfshópsins, sem lagði fram skýrslu
sína í lok september. Meginniðurstaða þeirrar skýrslu
er að stefna eigi að því að sameina Keflavíkurflugvöll
og Flugstoðir í nýtt félag sem hafi með höndum
rekstur flugvalla og flugleiðsögukerfis hér á landi.
Í skýrslunni er vísað í það að samkvæmt stjórnar-
sáttmálanum ætli ríkisstjórnin að endurskoða starf
Varnarmálastofnunar. Utanríkisráðherra hafi í
hyggju að leggja þá stofnun niður í núverandi mynd og
færa hluta verkefna hennar til annarra ráðuneyta og
stofnana.
Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu
hafa ekki farið fram viðræður við utanríkisráðuneytið
um þessa hugmynd starfshópsins. Hins vegar sé unnið
að undirbúningi sameiningar Flugstoða ohf. og Kefla-
víkurflugvallar ohf. Ekki náðist í Össur Skarphéðins-
son, utanríkisráðherra, en hann er nú erlendis. - pg
Starfshópur sem undirbýr sameiningu Keflavíkurflugvallar og Flugstoða:
Verkefni Varnarmálastofnun-
ar verði hluti af nýju félagi
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Starfshópur vill sameina ratsjárkerfi
Flugstoða og Varnarmálastofnunar í nýju félagi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
DÝRALÍF Snorri Jóhannesson, for-
maður Bjarmalands, félags refa-
og minkaveiðimanna, óttast að
refaveiðar leggist af hér á landi
þar sem niðurgreiðslu frá ríkinu
nýtur ekki lengur við.
Umhverfisstofnun hefur lagt allt
að sautján milljónir króna á ári í
endur greiðslu til sveitarfélaganna
vegna refaveiða. Greiðslan átti að
jafngilda helmingnum af því verð-
launafé sem skyttur fá fyrir hvern
ref. Vegna niðurskurðar er búið að
leggja greiðslurnar af og því hætt
við að sveitarfélögin haldi að sér
höndum. Um fimm þúsund refir
eru veiddir hér á ári hverju.
„Ég held að þetta sé mjög hæp-
inn sparnaður burtséð frá þeirri
áhættu sem ég tel menn vera að
taka. Það eru mikil inngrip í nátt-
úruna að hefja veiðar á dýrastofni
en það eru líka mikil inngrip að
hætta veiðum á dýrum sem hafa
verið veidd öldum saman,“ segir
Snorri. „Við vitum að þar sem refa-
veiðar hafa verið illa stundaðar
eða alls ekki hefur það haft mikil
áhrif á fuglalífið.“
Landssamtök sauðfjárbænda
hafa einnig mótmælt ákvörðun-
inni. Veruleg fjölgun á ref geti
haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir
lífríkið.
„Það má gera ráð fyrir að það
séu hundruð lömb sem fari í ref-
inn á hverju ári. Ég get ekki verið
nákvæmari en það en ég vona
að það séu ekki þúsundir,“ segir
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda
Snorri refaskytta hefur ekki
jafn miklar áhyggjur af sauðfénu.
„Ég hef miklu meiri áhyggur af
lífríkinu í heild og þessari tilraun
sem er verið að gera. Ef refaveiðum
verður hætt þarf að taka upp rann-
sóknir á áhrifunum og það verður
dýrara en veiðarnar sjálfar.“
Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
tekur undir orð Snorra og Sindra.
Hann segir að sveitarfélögin
hafi tekið upp þessi mál á fundum
með ríkisvaldinu, enda um sam-
starfsverkefni að ræða. Nú sé
ríkisvaldið búið að draga sig út úr
refaveiðunum. Það muni þó halda
áfram endurgreiðslu fyrir mink.
„Minkurinn er í forgangi og
almennt talinn meiri vargur. En
það er rétt að taka undir með þeim
Snorra og Sindra,“ segir Halldór.
Sjálfur gerir hann mikinn mun
á mink og ref. „Mín persónulega
skoðun er sú að það þurfi að leggja
meiri áherslu á minkinn. Það ætti
að skoða hvort það sé ekki hægt að
útrýma honum úr íslensku lífríki.
Refurinn á hins vegar allan rétt á
því að vera hér. Það þarf að halda
aftur af honum – spurningin er
bara hversu mikið það á að vera.“
kristjan@frettabladid.is
Háskalegt inngrip að
stöðva refaveiðarnar
Umhverfisstofnun er hætt að endurgreiða sveitarfélögunum fyrir refaveiðar.
Formaður refaskyttna óttast að veiðarnar leggist af og að refnum fjölgi til
muna. Hefur áhyggjur af lífríkinu í heild sinni. Fimm þúsund refir veiddir á ári.
DÓMSTÓLAR Stúlku hafa verið dæmdar tæplega 3,4
milljóna króna skaðabætur eftir að hún skaddaðist
varanlega við að súpa á sælgætisúða. Innflytjandi
úðans og eigandi sölustaðarins þar sem hann var
keyptur skulu greiða skaðabæturnar.
Málavextir eru þeir að 19. ágúst árið 2003 drakk
stúlkan, þá fimm ára, svokallaðan „Sour Blast“-
sælgætisúða. Um er að ræða eldsúran vökva sem
seldur er í úðabrúsa og er eingöngu ætlaður til notk-
unar í afar smáum skömmtum hverju sinni í formi
úða. Er gert ráð fyrir að vökvans sé neytt með þeim
hætti að neytandinn sprauti honum upp í sig beint
úr umbúðunum.
Telpunni tókst að opna umbúðir sælgætisúðans
þannig að mögulegt var að súpa á vökvanum, sem
hún og gerði. Þar sem hann er eldsúr svelgdist
henni á honum, sem varð til þess að hluti hans rann
ofan í lungu barnsins.
Stúlkan hefur átt við þrálát lungnavandamál að
stríða síðan og ekki náð fullum bata þrátt fyrir
umfangsmikla læknismeðferð. Matsmenn meta
varanlegan miska hennar átta prósent og varanlega
örorku einnig átta prósent. - jss
Fimm ára stúlka drakk „Sour Blast“ úða sem rann ofan í lungu hennar:
Hlaut lungnaskaða af sælgætisúða
Helsta uppistaðan í fæðu
tófunnar hér á landi eru fuglar.
Þó er breytileiki í fæðuvali
hennar eftir búsvæðum
og árstíðum. Sjófuglar eru
aðalfæðan við sjávarsíðuna.
Inn til landsins eru farfuglar
aðaluppistaðan á sumrin,
til dæmis gæsir, vaðfuglar
og spörfuglar, en rjúpan á
veturna.
Hræ af ýmsum toga, til dæmis
af sjávarspendýrum, hreindýr-
um og sauðfé geta skipt máli
fyrir tófuna að vetrarlagi. Sum
dýr, svokallaðir dýrbítar, taka
upp á því að drepa sauðfé,
einkum lömb, sér til matar.
Heimild: Heimasíða Páls
Hersteinssonar, http://www3.
hi.is/~pher/refir_faeduval.htm
FUGLAR UPPI-
STAÐAN Í FÆÐU
TÓFUNNAR
REFAVEIÐAR Um fimm þúsund refir eru
veiddir hér á landi á hverju ári. Refaskyttur
óttast að refaveiðar leggist af með
ófyrirséðum afleiðingum fyrir lífríkið.
SOUR BLAST Stúlka drakk sælgætisúðann þegar
hún var fimm ára og bíður þess ekki bætur.