Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 24
24 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR „Þegar ég var við listnám í Kaup- mannahöfn 1973 lærði ég af yfir- kennara mínum Richard Kjærgård, frábærum vel þekktum dönsk- um keramiker, að til að breyta gömlum „uppá- halds“ leðurskóm í nýja væri ráð að nudda þá með bananahýði, og þá innra laginu, og pússa síðan með mjúkum klút. Ég hef sjálf reynt þetta og það jafnast á við endurfundi við gamla vini.“ HÚSRÁÐIÐ BANANA Á SKÓNA ■ Kolbrún Björgólfsdóttir leirlistakona lumará snilldarráði sem ætti að nýtast fjölmörgum í kreppunni. hagur heimilanna Útgjöldin Bensínverð á lágvöruverðsstöðvum.* *Meðalverð yfir landið allt. Ódýrast er bensínið á Selfossi; 180,5 krónur lítrinn hjá Orkunni og ÓB, en 181,1 hjá Atlantsolíu. HEIMILD: NEYTENDASAMTÖKIN Poppuð svínapura með jógúrt ídýfu 500 g af svínapuru er skorin í 1cm breiðar og 5cm langar lengjur, þær eru síðan soðnar í söltu vatni og þurrkaðar í ofni við 65 gráðu hita í nokkrar klukkustundir. Purustrimlarnir eru síðan djúpsteiktir rétt áður en þeir eru bornir fram með jógúrt ídýfu. Jógúrtídýfa 200 ml jógúrt 100 ml sýrður rjómi 15 g graslaukur Salt og pipar Aðferð Jógúrtið er hrært upp í sýrða rjóm- anum, smátt skornum graslauk og kryddað til með salti og pipar. Brasseruð svínasíða 1,2 kg svínasíða 1 stk. laukur 50 g rósmarín 50 ml rauðvínsedik 500 ml grísasoð 2 stk. lárviðarlauf 12 stk. hvítur pipar 60 g hvítlaukur Aðferð Svínasíðan er snyrt og fitan tekin af. Síðan er brúnuð og sett í steikarílátið, soðinu og rauðvínsedik- inu hellt yfir, kryddi og grænmeti bætt út í. Steikar- ílátinu er lokað og síðan brasserað í ofni við 140 gráður í 5 klst. Úr soðinu er síðan löguð soðsósa. Þá er soðið soðið niður og örlitlu köldu smjöri bætt við. Bökuð kartöflu- og grænmetis- randalína 1,5 kg bökunarkartöflur 250 g seljurót 250 g gulrætur 400 g hreinsað smjör Salt og pipar Aðferð Kartöflur, seljurót og gulrætur eru skrældar og sneiddar í þunnar sneið- ar og lagðar í kalt vatn. Bökunarílátið er penslað að innan með bræddu smjöri og smjörpappír lagður ofan í bökunarílátið. Kartöflurnar og rótargrænmetið er lagt til skiptis í bakkann, kryddað með salti og pipar og penslað með salti og pipar í hvert skipti þegar nýju lagi af grænmeti er bætt í bakkann. Smjörpappír er lagður yfir og farg sett ofan á, bakað við 170 gráður í 35 til 45 mín- útur og þá kælt, gjarnan yfir nótt. Mikilvægt er að fargi sé haldið ofan á randa- línunni þegar hún er kæld og meðan hún er í ísskápnum, annars er hætta á að hún losni í sundur. Jóladesert 2009 250 g rjómi 1 blað matarlím (lítið) 60 g súkkulaði 150-200 g ávextir Makkarónur og ananassafi Aðferð Makkarónur eru settar í botninn og ananassafa er hellt yfir. Ávextirnir eru skornir niður, gott að hita þá ef þeir eru frosnir, matarlímið má þá hita með ávöxtum þar til það hefur bráðnað. Þá er gott að kæla stutta stund og blanda þessu varlega við þeytta rjómann og saxað súkkulaði sett út í. Svo má þá skreyta að vild til dæmis með ferskum berjum eða súkkulaðispæni. Á heimasíðu Hótel- og matvæla- skólans, www.faggreinar.is eru uppskriftirnar auk myndbands af úrbeiningu svínasíðu, undir liðnum kjötiðn. UPPSKRIFT AÐ ÓDÝRUM JÓLAMAT* Um 100 manns mættu til Rauða krossins og fylgdust með þegar Ragnar Wess- man og nemendur hans í Hótel- og matvælaskólanum elduðu ódýran og góðan jólamat. „Undirtektirnar voru ótrúlega góðar, hingað mættu helmingi fleiri en á venjulegum degi,“ segir Sól- veig Ólafsdóttir hjá Rauða kross- inum. Rauði krossinn rekur mið- stöð fyrir atvinnulausa og í hana mæta um fimmtíu til sextíu manns á hverjum degi, en áhuginn á jóla- matnum var mjög mikill og aðsókn- in sló met. „Ég heyrði eina konu segja að þessir réttir myndu bjarga jólunum hjá henni, þarna væri jóla- maturinn kominn.“ Ragnar Wessmann, kokkur og kennari í Hótel- og matvælaskóla Menntaskólans í Kópavogi, hafði umsjón með matreiðslunni fyrir gesti Rauðakrosshússins. Hann segir fyrirmælin hafa verið að slá upp veislu en kosta litlu til. „Við sáum fljótlega að svínakjöt hent- aði vel og það er jólalegur matur,“ segir Ragnar, sem matreiddi ásamt nemum úr skólunum svínasíðu með meðlæti. Puran á síðunni var skorin af og poppuð sér og úr henni búið til nokkurs konar snakk sem er fyrirtaks upphitun áður en veislu- maturinn er borinn á borð. Hráefnið var þannig nýtt til hins ýtrasta, grænmetið sem gekk af er grænmetisrandalínan var búin til var til dæmis soðið í sykur söltuðu eplaediki og nýttist þannig sem súrt meðlæti í stað rauðkáls. Sósan var hin einfaldasta, smjöri var bætt út í soðið eftir að það hafði verið soðið niður. Eftirrétturinn var svo útgáfa af frómas, skreyttur með marsipani og súkkulaði. „Þetta féll vel í kramið og það eru hugmyndir um að halda þessu samstarfi áfram,“ segir Ragnar, sem slær á að jóla- maturinn sem hann bjó til fyrir Rauða krossinn kosti um 350 krón- ur á manninn, sem verður að teljast vel sloppið. sigridur@frettabladid.is Jólamatur á 350 krónur VEISLUMATUR BORINN FRAM Haraldur Sæmundsson, nemi í matreiðslu, sker kjötið fyrir gesti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hjá Prentlausnum státa menn af því að hafa selt A6-jólakort á 99 krónur stykkið síðan 2002, sem er hið besta mál fyrir neytendur. Lágmarkspöntun er þrjátíu kort. Einnig er hægt að kaupa kort í stærðinni A5 og kostar stykkið þá 159 krónur og er lágmarkspöntun einnig þrjátíu stykki. Fleira jólalegt er að finna hjá Prentlausnum því þar er einnig hægt að gera dagatöl og myndabækur, sjá www.prentlausnir.is. ■ Jólakort með mynd á 99 krónur stykkið Sama verð síðan 2002 Orkan ÓB Atlantsolía 185,6 kr. lítrinn 185,7 kr. lítrinn 186,2 kr. lítrinn 180 kr *Magnið er áætlað fyrir 6 manns „Bestu kaup mín og eftirminnilegustu voru gríðarlega fallegur svartur kasmírullarfrakki sem ég keypti þegar ég var landbúnaðarráðherra á ferðalagi um Washington,“ segir Guðni Ágústsson. „Ég hugsaði oft sem svo að þetta væru mín albestu fatakaup í lífinu,“ segir Guðni og telur tilfinninguna sennilega hafa verið líka og hjá konum sem eignast hafa fínan pels. „Örlögin höguðu því hins vegar þannig að þessi bestu kaup mín breyttust á einu augabragði í þau verstu þegar ég var heiðurs gestur á karlakvöldi hjá Kulsfé- laginu í Kópavogi.“ Félagið var að sögn Guðna stofnað í kringum „einhvern vonlausasta stóðhest landsins“ en fjör hafi verið um kvöldið. „Ég mætti að sjálfsögðu stoltur í frakkanum í fimmtán stiga frosti og vetrarfegurð eins og hún gerist best í Kópavogi.“ Frakkinn fór í fatahengið með öðrum yfirflíkum en þegar Guðni ætlaði heim var hann horfinn. „Nóttin leið og daginn eftir var hringt í mig og sagt að frakkinn væri í henginu.“ En í Kópavogi blöstu svo vonbrigðin ein við. Þar hékk að vísu svartur frakki en bæði stór og slitinn. „Og af hvaða trölli er þessi frakki eiginlega? spurði ég. Vinur minn Gunnar Birgisson bæjarstjóri, sem þarna var, hefði týnst í þessum frakka.“ Til fína frakkans spurðist hins vegar aldrei meir. „Ég dauðsá því eftir að hafa eignast svona dýran frakka. Og ekki bætti úr skák að Margrét, kona mín, snupraði mig fyrir að hafa ekki passað upp á hann. Kulshátíðin stóð því undir nafni og fer kulur um mig þegar ég minnist frakkans sem hvarf mér með öllu á þessu kalda vetrarkvöldi fyrir mörgum árum.“ NEYTANDINN: GUÐNI ÁGÚSTSSON, FV. RÁÐHERRA OG FORMAÐUR FRAMSÓKNAR Kasmírfrakkinn sem hvarf Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FRÁ SÓMA ER KOMINN NÝTT FYRIR JÓL IN Hamborgarahryggur og kartöflusalat Dönsk lifrakæfa, sveppir og beikonJólasíldarsalat
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.