Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 34
 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR Á þessum degi árið 1974 hvarf hinn 32 ára gamli Geirfinnur Ein- arsson í Keflavík. Mark- aði það upphafið að Guðmundar- og Geir- finnsmálunum svoköll- uðu, einum viðamestu og umtöluðustu saka- málum Íslands fyrr og síðar. Hópur ungmenna var síðar handtekinn vegna hvarfs Geirfinns og annars ungs manns, Guðmundar Einarssonar, í janúar 1974. Ungmennin voru síðan dæmd í Hæstarétti árið 1980 fyrir mismikla aðild að morðum Guðmundar og Geirfinns. Lík þeirra hafa þó aldrei fundist. Dómurinn yfir ung- mennunum byggð- ist mikið til á játning- um sem síðar voru dregnar til baka. Hafa þau æ síðan hald- ið fram sakleysi sínu og sakað rannsóknar- menn um harðræði. Árið 1996 reyndi Sævar Ciesielski, sem þyngstan dóm hlaut, árangurslaust að fá málið tekið upp að nýju. Við það tækifæri lýsti Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, yfir vonbrigðum sínum með málalykt- ir og sagði meðal annars: „þau voru mörg dómsmorðin sem framin voru á þessari vegferð allri og það er mjög erfitt fyrir okkur að búa við það.“ ÞETTA GERÐIST: 19. NÓVEMBER 1974 Geirfinnur Einarsson hverfur HÆSTIRÉTTUR Dæmir í Guð- mundar- og Geirfinnsmálum árið 1980. Elja, áhugi og agi eru aðalsmerki ís- lenska kvennalandsliðsins að mati Jafn- réttisráðs og Guðbjörg Guðmundsdóttir, markmaður liðsins, er alveg sammála því. „Já, við höfum svo sannar lega þurft að hafa fyrir því að komast þangað sem við erum því oft hefur verið á brattann á sækja en með einmitt þessum eiginleik- um ásamt mörgum góðum sem lagt hafa hönd á plóg hefur okkur tekist að kom- ast svona langt.“ Guðbjörg byrjaði sjálf að æfa átta ára en aldrei datt henni svo mikið sem í hug að hún gæti orðið atvinnumaður í grein- inni. Nú, sextán ára síðar, spilar hún hins vegar með Djur gården í Svíþjóð. „Þegar ég hóf minn feril höfðum við engar fyrirmyndir en nú er öldin önnur því um helmingur íslenska kvennalands- liðsins er í atvinnumennsku erlendis. Það segir líka sína sögu um þann góða árangur sem við höfum náð.“ Í fréttatilkynningu frá Jafnréttisráði segir einmitt að meginröksemd ráðsins fyrir að veita viðurkenninguna sé það fordæmisgildi sem starf og árangur kvennalandsliðsins hafi og sé stúlkum mikil hvatning og fyrirmynd. „Viðurkenningin kom skemmtilega á óvart en það er alltaf gaman að fá viður- kenningar. Það er líka rétt að við höfum þurft að yfirstíga margar hindranir en nú held ég að íslenska þjóðin sé loks- ins farin að fylgjast með okkur. Það var vitaskuld frábær árangur að kom- ast í tólf liða úrslit í Evrópukeppninni í ár,“ segir Guðbjörg. „Ungar stelpur flykkjast líka á fótbolta æfingar því núna þykir bara flott að æfa fótbolta og þær hafa fleiri fyrirmyndir en þegar ég var að byrja. Þær sjá, eins og fleiri, að við erum góðir og flottir íþróttamenn,“ segir markmaðurinn. Undir það hefur Jafnréttis ráð tekið og vill með viður- kenningunni samfagna kvennalands- liðinu í fótbolta. Vonast er til að viður- kenningin verði liðinu hvatning til frekari dáða og ungum stúlkum hvatn- ing til að sækja fram á öllum sviðum þjóðlífsins. unnur@frettabladid.is KVENNALANDSLIÐ: HLÝTUR VIÐURKENNINGU JAFNRÉTTISRÁÐS ÁRIÐ 2009 Enn einn sigur landsliðsins INDIRA GANDHI (1917-1984) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Á Indlandi er enginn stjórnmálamaður nógu hugrakkur til að reyna að útskýra fyrir fjöldan- um að það megi borða kýr.“ Indira Gandhi var for- sætisráðherra Indlands 1966-1977 og 1980-1984. Hún var dóttir Jawaharlal Nehru, fyrsta forsætisráð- herra Indlands. Landslið Íslands í knattspyrnu fyrir leik þess við Eistland í undankeppni HM í fótbolta. timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóna Guðríður Arnbjörnsdóttir frá Nýlendu, Stafnesi, til heimilis að Miðhúsum, Sandgerði, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu Sandgerði, föstudaginn 20. nóvember kl. 13.00. Sigurbjörg Eiríksdóttir Gunnar B. Sigfússon Arnbjörn R. Eiríksson Guðrún J. Eiríksdóttir Þröstur Sveinsson Laufey Þ. Eiríksdóttir Dagbjört H. Eiríksdóttir Eiður Stefánsson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Okkar kæri Oddgeir Þorleifsson rafvirki, Sporðagrunni 11, Reykjavík, lést laugardaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 11.00. Halldóra L. Sveinsdóttir Elín Oddgeirsdóttir Sesselja Oddgeirsdóttir Oddgeir Eiríksson Elskuleg móðir okkar, Aðalheiður Dagmar Ólafsdóttir Reynimel 58, Reykjavík, lést að kvöldi miðvikudagsins 11. nóvember á Landspítalanum í Fossvogi. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. nóvember nk. kl. 11.00. Jóhanna Kristín Jónmundsdóttir Guðmundur Kristinn Jónmundsson Fanný Jónmundsdóttir Þórey Rut Jónmundsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Höllu Þóreyjar Skúladóttur Fornuströnd 9, Seltjarnarnesi. Blessuð sé minning hennar. Jón V. Guðjónsson Jörundur Jóhannesson Sveinfríður Jóhannesdóttir Hákon Jóhannesson Helga Jóhannesdóttir Gunnlaugur B. Ólafsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Úlfar Haraldsson verkfræðingur Seiðakvísl 30, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mið- vikudaginn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 13.00. Margrét Ríkarðsdóttir Haraldur Úlfarsson Elín Helena Bjarnadóttir Ríkarður Úlfarsson Berghildur Magnúsdóttir Ásdís Úlfarsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lilja Guðrún Pétursdóttir áður til heimilis að Kirkjubraut 52, Akranesi, lést á Dvalarheimilinu Höfða 11. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 14.00. Guðmundur Smári Guðnason Kristín Guðjónsdóttir Eufemía Berglind Guðnadóttir Kjartan Björnsson Júlíus Víðir Guðnason Fanney Björnsdóttir barnabörn og langömmubörn. Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, Haraldur Ásgeirsson verkfræðingur frá Sólbakka í Önundarfirði, andaðist á Landspítalanum þann 15. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju, föstudaginn 20. nóvem- ber kl 11.00 Elísabet Haraldsdóttir Gunnar Örn Guðmundsson Ragnheiður Haraldsdóttir Hallgrímur Guðjónsson Ásgeir Haraldsson Hildigunnur Gunnarsdóttir Einar Kristján Haraldsson Helga Guðrún Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Helgi Eiríksson aðalbókari, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 20. nóvember kl. 15.00. Sigrún Dúfa Helgadóttir Gunnar Karlsson Eiríkur Helgason Þórunn Kristinsdóttir Sigurjón Helgason Vilhelmína Haraldsdóttir Ingólfur Helgason Jón Helgason Sigrún Greta Magnúsdóttir Anna Sigríður Helgadóttir Ívar Gunnarsson afabörn, langafabörn og langalangafabörn. Hjartkær móðir mín, systir, amma okkar og langamma, Jóhanna Hinriksdóttir Aflagranda 40, lést laugardaginn 14. nóvember á hjúkrunarheim- ilinu Droplaugarstöðum. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 20. nóvember og hefst athöfnin klukkan 15. Guðríður Sigurðardóttir Sigríður Hinriksdóttir Jóhanna Árnadóttir Sigurður Árnason Brynhildur Tinna Birgisdóttir Þórdís Elín Sigurðardóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.