Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 38
19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR4
Þótt undarlegt megi virðast eru
það íþrótta- og útivistarmenn
sem eru hvað ánægðastir með
sokkabuxurnar. Þeir hafa kom-
ist að því, sem konur hafa vitað
í marga áratugi, að nælonsokka-
buxur eru þægilegar, halda vel
utan um vöðva í kálfum og gefa
þreyttum fótum aukinn kraft.
Svo eru þær auðvitað einkar
klæðilegar, eins og meðfylgjandi
myndir bera með sér.
Nælonsokkabuxur fyrir karla
kallast á ensku „mantyhose“ en
orðið er dregið af enska orðinu
„pantyhose“ sem þýðir sokka-
buxur. Á íslensku mætti kalla
þykkari útgáfuna MANNósíur
(samanber gammósíur) og
þá þynnri gælonsokka-
buxur, til aðgreiningar
frá nælonsokkabuxum
kvenna.
Á vefsíðunni e-manc-
i pate.net má finna
lofgjörð til þess-
arar nýju tísku
og leiðbeiningar
fyrir áhugasama
um hvernig á að
klæða sig í þess-
ar fínlegu en þó
níðsterku flíkur.
- bb
Sportlegur á barnum. Mannósí-
urnar eru einkar vinsælar meðal
íþróttamanna enda halda þær
einkar vel um þreytta vöðva.
Hann og hún í stíl, hver segir að konur
hafi einkarétt á því að sýna fallega
fótleggi í glæsilegum umbúðum?
Þær eru líka einkar klæðilegar með
þægilegum stuttbuxum og bol.
Mannósíur má nota innan undir
síðbuxur en einnig við stuttbuxur
í jakkafatastíl. Kannski má ætla að
þetta sé framtíðarstíll banka-
mannsins?
Mannósíur og gælonsokkabuxur
Stelpurnar hafa stolið stóru hvítu skyrtunni, bleisernum, kúluhattinum og axlaböndunum og nú er komið að strákunum. Nælonsokkabuxur
fyrir karlmenn njóta nú sívaxandi vinsælda. Þær kallast á ensku mantyhose og er orðið dregið af enska orðinu pantyhose.
Mörkinni 6 • Sími 588 5518
Opnunartímar:
mán.-föstud. 10-18
laugardaga 10-16
Nýkomið mikið
úrval af kuldaskóm
og stígvélum.
Vandaðir dömuskór
úr leðri, fl ísfóðraðir
litir: brúnt og svart
stærðir: 36 - 42
Verð: 18.750.-
Flottir kuldaskór úr
leðri, loðfóðraðir.
litir: rautt og svart
stærðir: 36 - 42
Verð: 18.750.-
Þægilegir dömuskór
úr leðri, fl ísfóðraðir.
litir: brúnt og svart
Stærðir. 36 - 42
Verð: 17.500.-
E
S
S
E
M
M
0
8
/0
9
Eins árs nám í Flórens, Milanó, eða Róm
Istituto Europeo di Design hefur í rúm 40 ár verið í fremstu röð
Evrópskra hönnunarskóla. Nám hjá IED hentar nemum sem
lokið hafa grunnnámi á hönnunar- og listasviði eða í viðskiptum.
Eins árs nám hjá IED hefst í janúar 2010 og er kennt á ensku.
Námið er lánshæft hjá LÍN.
H Ö N N U N • M I Ð L U N & T Í Z K A
Vampírumyndin Twilight átti fádæma vin-
sældum að fagna hjá unglingum heims-
ins á síðasta ári. Nú er komin út önnur
myndin um sama efni sem ber heitið The
Twilight Saga: New Moon.
Nýja myndin var frumsýnd í Los Angel-
es í vikunni. Þangað streymdu bæði heims-
þekktar stjörnur og minna þekkt smástirni og
létu ljós sitt skína á rauða dreglinum.
Hinar ungu stjörnur myndarinnar vöktu
athygli fyrir djarft litaval en margir kjólarnir
voru í skærum litum. Hvort þar hafi ráðið tískan
eða athyglisþörfin skal ósagt látið.
Leikkonan Tinsel Korey var í heiðgulum
kjól með pífum.
Litríkar stjörnur
á nýju tungli
MYNDIN THE TWILIGHT SAGA: NEW MOON
VAR FRUMSÝND Í VIKUNNI AÐ VIÐSTÖDD-
UM FJÖLDA PRÚÐBÚINNA STJARNA.