Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 43
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2009
Ólafur Ormsson er höfundur
bókarinnar Byltingarmenn og
bóhemar en þar rekur hann
upplifanir sínar af miklum
umbrotatímum í Reykjavík á
árunum 1963-1973.
„Fyrir tveimur árum gaf ég út bók
sem heitir Ævintýraþorpið. Það er
fyrsta bindi af endurminningum
mínum, fyrsta bindi af þremur,
hugsa ég,“ segir Ólafur, spurður
um tilurð bókarinnar. „Ég var
þar að fjalla um uppvaxtarár og
bernsku mína í Keflavík. Þessi bók
er beint framhald af fyrri bókinni
og byrjar þegar ég er fluttur til
Reykjavíkur haustið 1962. Ég byrj-
aði að vinna í Ríkisprentsmiðju
Gutenberg í janúar 1963 og þar var
mikið af róttækum starfsmönnum,
sósíalistum og kommúnistum sem
stundum var heitt í hamsi enda
var þetta á dögum kalda stríðsins,
skömmu eftir Kúbudeiluna.“
Árið 1963 var sögulegt fyrir
margra hluta sakir, árið sem Kenn-
edy var myrtur og Bítlarnir slógu í
gegn. „Fyrsta lagið sem ég heyrði
var She Loves You, sem hafði mikil
áhrif á mig og ég varð mikill að-
dáandi,“ segir Ólafur og bætir við:
„Það var svo mikið að gerast úti í
heimi á þessum tíma og verið að
endurmeta gömul gildi. Ég kom frá
Keflavík, frekar hægrisinnaður,
hliðhollur hernum og litaður af
umhverfinu þar en í Reykjavík var
allt þetta að gerast og ég varð fyrir
gríðarlegum áhrifum. Skemmst er
frá því að segja að ég gekk í Æsku-
lýðsfylkinguna vorið 1964.“
Ólafur tók þátt í átökum Æsku-
lýðsfylkingarinnar í tengslum við
mótmæli gegn Víetnamstríðinu
ásamt fjölda fólks sem síðar átti
eftir að vera áberandi í þjóðlíf-
inu. Þar á meðal voru Kári Stef-
ánsson, Vernharður Linnet, Birna
Þórðardóttir og Ragnar Stefáns-
son, sem var forseti fylkingarinn-
ar. Í bókinni rekur Ólafur sögu
þessarar mótmælahreyfingar en
segir líka frá bóhemum sem settu
svip sinn á bæinn og ýmsu skondnu
og skemmtilegu sem dreif á daga
hans á þessum umbrotatímum,
jafnt á Íslandi sem annars staðar
í heiminum.
Mótmælahreyfing
á umbrotatímum
Ólafur Ormsson var í hringiðu mótmæla sjöunda áratugarins og féll fyrir Bítlunum
við fyrstu hlustun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sífellt færist í vöxt að þekkt
íþróttafólk sendi frá sér ævisögur
sínar, enda hafa sumar þeirra notið
fádæma vinsælda. Hluti af ástæð-
unni gæti verið sú að téðir íþrótta-
menn eru oftar en ekki í játninga-
gírnum í bókunum, segja í fyrsta
sinn opinberlega frá einhverju
sem gæti valdið umtali og jafnvel
hneykslun. Bækurnar verða víst
að seljast.
Spánnýtt dæmi er ævisaga
bandaríska tennis-undrabarnsins
Andre Agassi. Í ævisögu
sinni, sem kom
út fyrir
skömmu
o g b e r
hinn
skondna orða-
leikstitil Open,
segir Agassi frá
því að hann hafi notað
eiturlyfið metamfetamín
árið 1997, og í kjölfarið
fallið á lyfjaprófi sem
Alþjóðatennissambandið
stóð fyrir. Agassi náði að
ljúga sig út úr vandræð-
unum, en opinberunin
hefur vakið miklar um-
ræður um eiturlyfja-
notkun íþróttafólks.
Ekki minni at-
hygli vakti sjálfsævi-
saga breska körfu-
knattleiks mannsins
Johns Amaechi, sem
lék í mörg ár í banda-
rísku NBA-deildinni
með Orlando, Utah
og Cleveland. Bókin,
Man in the Middle,
kom út árið 2007.
Þar greinir Ama-
echi frá því að hann
er samkynhneigður.
Þetta var í fyrsta
sinn sem fyrrverandi
leikmaður í deildinni
opinberar samkynhneigð sína, og
hafa margir fyrrverandi liðsfélagar
Amaechis brugðist ókvæða við.
Aðrir lofa leikmanninn fyrir hug-
rekki. Einn af eftir minnilegri köfl-
um bókarinnar segir frá því þegar
Amaechi óttaðist að hafa komið
upp um sig í sturtuklefanum eftir
leik, þegar hann gleymdi sér og
hóf að söngla lag með hljómsveit-
inni The Carpenters. Eftir á þakk-
aði Amaechi sínum sæla fyrir að
liðsfélagarnir lögðu ekki dýpri
skilning í uppátækið en raun bar
vitni. - kg
Íþróttafólk leysir frá skjóðunni
Ævisaga Andre Agassi hefur vakið mikla athygli, en þar greinir
hann meðal annars frá eiturlyfjaneyslu sinni.
John Amaechi kom
út úr skápnum í
ævisögu sinni.