Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 19.11.2009, Qupperneq 44
 19. NÓVEMBER 2009 FIMMTUDAGUR Víða erlendis er það viðtekin venja að rita æviágrip þekktra lif- andi einstaklinga án þess að viðkomandi umfjöllunarefni séu höfð með í ráðum. Slík iðja hefur enn ekki náð að festa rætur hér á landi, en undantekningar eru þó til. Skemmst er að minnast bókarinnar Davíð: Líf og saga, sem Eiríkur Jónsson blaðamaður skrifaði um Davíð Oddsson, þáverandi borgar- stjóra í Reykjavík, árið 1989. Einn- ig má telja til bók sem sagnfræð- ingurinn Guðni Th. Jóhannesson skrifaði um Kára Stefánsson árið 1999 og hét Kári í jötunmóð, en sú bók var gefin út í óþökk sjálfs vísindamanns- ins. Þá gaf rithöfundur- inn Óttar M. Norð- fjörð út ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurar sonar fyrir fáum árum. Bindin voru þrjú og nefndust Hann- es, Hólmsteinn og Gissurarson. Skömmu áður hafði prófessor- inn ritað ævisögu Nóbelsskálds Íslendinga í bindunum Halldór, Kiljan og Laxness. - kg Ævisögur gefnar út í leyfisleysi Kári Stefánsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Davíð Oddsson voru ekki hafðir með í ráðum þegar æaviágrip þeirra voru gefin út. Elfa Gísla og hinar sögurnar eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson kemur út í lok nóvember. Þar segir Elfa frá dramatísku lífi sínu á Íslandi og í Bandaríkjunum. Elfa Gísla var mest í sviðsljós- inu á meðan hún tók þátt í stofnun Stöðvar 2 og síðar þegar þau Elfa og Jón Óttar Ragnarsson gengu í hjónaband. Elfa var mikið vestan hafs fyrstu átján ár ævi sinnar og síðastliðin átján ár en þess á milli bjó hún á Íslandi. Ævintýri henn- ar í Bandaríkjunum og Kanada eru víst ekkert minni en þegar hún bjó hérlendis eins og blaðamaður komst að raun um, þegar hann skrifaðist á við Elfu sem er stödd í Seattle. „Ég hugsa að Anna Björnsson hafi viljað skrifa sögu mína vegna þess að minn lífsferill hefur verið mjög litríkur. Sjálf hefði ég ekki tíma til að skrifa hana á þessum annasama tíma í lífi mínu. Ég er að vinna við að koma á fót skemmti- stað sem samanstendur af leik- húsi, listasafni og tónleikahúsi í gamalli hlöðu sem við Tom, eigin- maður minn, höfum verið að gera upp,“ upplýsir Elfa. Í væntanlegri ævisögu sinni kemur Elfa inn á marga erfiða hluti, meðal annars samskiptin við móður hennar. Blaðamanni liggur því forvitni að vita hvort gerð bók- arinnar hafi reynt á hana. „Það var stundum erfitt að rifja upp sumar minningar. Núna er erfitt að bíða og sjá hvernig henni verður tekið, því ég segi margt í henni sem ég hef ekki upplýst áður. Ég vona að fólk verði ekki hneykslað, en ef svo er þá verður svo að vera því það er of seint núna að hætta við,“ segir Elfa og tekur fram að bókin sé hins vegar vel skrifuð. Hún hafi ekki getað hugsað sér að neita Önnu þegar hún bað um að fá að skrifa söguna því henni sé sýndur svo mikill heiður. „Þess vegna vildi ég vera eins hreinskilin og ég var til þess að gefa rétta mynd af sjálfri mér með öllum mínum kostum og göllum. Ég hefði eflaust getað sagt meira um gallana en ég gerði,“ segir Elfa. Þess má geta að á Snjáldursíðu (e. Facebook) bókarinnar er hægt að fá örlítinn forsmekk að sögunni og skoða myndir úr henni. Litríkur lífsferill Elfa Gísladóttir er hreinskilin í nýrri ævisögu sem ber titilinn Elfa Gísla og hinar sögurnar. Óttar M. Norðfjörð gaf út ævisögu Hannesar í þremur bindum. Skipholti 50 c, www.salka.is Enska glamúrgellan Katie Price, sem einnig er þekkt undir nafninu Jordan, hlýtur að teljast einn ötul- asti ævisagnaritari síðari tíma. Jordan, sem fæddist fyrir 31 ári í Brighton, vakti fyrst athygli um- heimsins sem stúlkan á síðu þrjú í hinum ýmsu götublöðum, enda hafði hún þá nýlega gengist undir viðamikla aðgerð sem færði skála- stærð hennar úr B í F. Engu minni athygli slúðurþyrsts almennings vöktu sambönd hennar við menn á borð við knattspyrnukappann Dwight Yorke og söngvarann Peter André, sem fóru mikið til fram í fjölmiðlum. Hingað til hafa útgefendur talið lífsreynslu Jordan efni í þrjár sjálfsævisögur og ekki er loku fyrir það skotið að enn bætist við. Bækurnar þrjár, Being Jordan (2004), Jordan: A Whole New World (2006) og Jordan: Pushed to the Limit (2008) geyma sam- tals 944 síður af lífreynslusögum módelsins, og þykir víst mörgum nóg um. - kg Alls 944 blað- síður af Jordan Katie Price, eða Jordan, hefur gefið út þrjár sjálfsævisögur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.