Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 55

Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 55
FIMMTUDAGUR 19. nóvember 2009 Fyrrverandi nemendur og aðstand- endur Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins munu hittast í Þjóðleikhúskjall- aranum klukkan 20 næstkomandi laugardagskvöld, hinn 21. nóvem- ber 2009. Tilgangurinn er að heiðra Ingibjörgu Björnsdóttur sem var skólastjóri skólans í rúm tuttugu ár og einnig myndast þar gott tækifæri fyrir fyrrverandi nemendur og aðstandendur þeirra að hittast og gleðjast saman. Fyrsti skólastjóri Listdans- skólans var Erik Bidsted en árið 1977 var Ingibjörg Björnsdóttir ráðin til starfans. Hún stýrði skólanum til ársins 1997 er Örn Guðmundsson tók við. Núverandi skólastjóri er Lára Stefánsdóttir. - gun Dansarar hittast LISTDANSARAR Hittingur verður hjá þeim, Ingibjörgu Björnsdóttur til heiðurs. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR. Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar óskar eftir umsóknum um styrki sem koma til úthlutunar 3. desember 2009, á Alþjóðadegi fatlaðra. Umsóknunum skal skila til Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra, Hátúni 12, Reykjavík fyrir 30. nóvem ber 2009 í umslagi merktu minningarsjóðnum. Tilgangur sjóðsins er einkum tví- þættur. Hann er að styrkja hreyfi- hamlaða einstaklinga til náms og einnig einstök málefni með aðgengi fyrir hreyfihamlaða í huga. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum ef svo ber undir og hún þakkar öllum sem hafa lagt sitt af mörkum að undan- förnu til að styrkja sjóðinn. Styrkir hreyfihamlaða JÓHANN PÉTUR SVEINSSON Lögfræð- ingur. Formleg lok söfnunarátaksins „Á allra vörum“, var í gær. Þá var söfnunarféð afhent forsvarsmönn- um Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna (SKB). Alls söfnuð- ust í átakinu 53.100.000 krónur og verður söfnunarféð notað til að byggja nýtt hvíldarheimili fyrir krabbameinssjúk börn og fjöl- skyldur þeirra. Átakið hófst formlega 1. júní síð- astliðinn en þá hafði undirbúning- ur staðið frá því í desember 2008 þegar forsvarskonur „Á allra vörum“ komu að máli við Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna með það í huga að styrkja félagið með sölu á varaglossi á árinu 2009. Áður hafði stjórn SKB rætt um þörfina á að koma upp nýju og full- komnu hvíldarheimili fyrir félags- menn og því kom boðið um stóra söfnun sér afar vel fyrir félagið. Í upphafi voru seld DiorKiss varagloss og fór salan fram í völd- um verslunum á höfuðborgarsvæð- inu, í flugvélum Iceland Express og í gegnum Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Söfnunin náði hámarki með beinni útsendingu á Skjá einum hinn 28. ágúst þegar íslenska þjóðin gaf hvorki meira né minna en 45 milljónir króna á þeim þremur klukkustundum sem útsendingin fór fram. Að auki bár- ust ómæld framlög í formi vinnu við tilvonandi hús og loforð um ýmsa hluta í innbú hússins og fleiri góðar gjafir. Í þættinum var einn- ig efnt til samkeppni um nafn á nýja hvíldarheimilið og valdi þjóð- in nafnið Hetjulundur sem vísar glöggt til þess hverjir það eru sem munu nýta húsið. Góð byrjun fyrir Hetjulund SÖFNUNARFÉÐ AFHENT Forsvarskonur átaksins „Á allra vörum“ með formanni og framkvæmdastjóra SKB. Skráðu þig í Sparitilboð N1 fyrir miðnætti á morgun. Allir þeir sem hafa skráð sig í Sparitilboðið geta sparað tugi þúsunda í rekstrarkostnaði bílsins og unnið ferðavinninga og fleira skemmtilegt. MISSTU EKKI AF ÞESSU! TUGÞÚSUNDA SPARNAÐUR OG GLÆSILEGIR VINNINGAR Dekur í Laugum iPod frá Apple- búðinni Ferð til USA Ferðir til Evrópu WWW.N1.IS Skráðu þig fyrir miðnætti á morgun! Snyrti- vörurSushi fráOSUSHI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.