Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 68

Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 68
48 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Félagarnir Edgar Smári og Símon Hjaltason hafa sent frá sér plötuna Simon and Clover. „Hún er búin að vera í vinnslu í svona þrjú ár. Við vorum ekkert voða mikið að flýta okkur,“ segir Edgar Smári. „Þetta er hrátt kassagítarpopp, svolítið Turin Brakes og smá Crosby, Stills and Nash. Þetta er voða vina- legt.“ Edgar Smári og Símon voru áður í hljómsveitinni Stoneslinger. Eftir að hún lagði upp laupana hafa þeir gert nokkuð af því að spila saman á mannamótum. „Það var kominn tími á að gefa þetta út til að losa okkur við þetta. Maður nennir ekki að spila lögin aftur og aftur og hafa ekki gefið neitt út.“ Edgar Smári gaf árið 2006 út sína fyrstu sólóplötu, Ferðalangur. Hann er meðlimur í Gospel kór Reykjavíkur og hefur sungið töluvert með Fíladelfíukórnum. Útgáfutónleikar Edgars Smára og Símonar verða í Ýmishúsinu í kvöld. - fb Vinalegt gítarpopp EDGAR OG SÍMON Edgar Smári og Símon Hjaltason hafa sent frá sér plötuna Simon and Clover. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Schumann og Brahms í Laugardalslauginni Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tilvalið að slaka á í heitum potti og hlýða á fagra tóna. Tónleikarnir hefj ast kl. 19.30 í kvöld. Franskir straumar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur André Kértesz: Frakkland – landið mitt/Ma France. Sigurður Páls son, rithöfundur, les upp ljóð og Tríó Vadim Forov spilar franska tónlist. Fimmtudaginn 26. nóv. kl. 20.00, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Barnadagar á Borgarbókasafninu Valgerður Ólafsdóttir les upp úr bók sinni Saga um tilfi nningar, sunnudaginn 22. nóvember kl. 15.00. Sunnudagar eru barnadagar í Aðalsafni, Tryggvagötu 15. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/ljomandi Grínveldið Baggalútur heldur áfram að stuðla að gleði í lífi landsmanna. Nú á að taka stíft á fyrir jólin. „Það er allt að verða tryllt,“ segir Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur. „Við sjáum um Jóladagatal Rásar 2 sem verður á hverjum degi til jóla í Popplandi. Á hverjum sunnudegi frumflytjum við nýtt jólalag og þau verða að sjálfsögðu öll stolin. Við höfum fyrir sið að stela á jólunum. Þessi lög koma úr ýmsum áttum og eitt þeirra er að sjálfsögðu ítalskt. Vilji fólk byrja að hita sig upp bendi ég því á að horfa á Dirty Dancing.“ Jólatónleikar Baggalúts verða í Borgarleikhúsinu 20. desember. „Það stefnir allt í að það verði uppselt og þá höldum við aukatónleika. Það heldur enginn jólatónleika í dag án þess að halda aukatónleika. Það er klárt mál.“ Baggalútur fékk viðurkenningu á degi íslenskrar tungu. „Við fengum engan pening, glatað,“ segir Bragi. „Þetta var meira svona „bjartasta vonin“. Við fengum reyndar lista- verk sem ég veit ekki hvað er. Mér sýnist þetta vera neðri tanngarðurinn af Jónasi Hallgrímssyni. En við fengum að tjilla á Akureyri. Og þetta er vitanlega mikill heiður.“ - drg Baggalútur stelur á jólunum GERA FJÖGUR NÝ JÓLALÖG Í ÁR Mikill jólafílingur er fyrirhugaður hjá Baggalúti. Ofurfyrirsætan Adriana Lima og eiginmaður hennar, serbneski körfuknattleiksmaðurinn Marko Jaric, eignuðust sitt fyrsta barn á mánudag. Hjónin eignuð- ust lítið stúlku- barn sem hefur hlotið nafnið Valentina Lima Jaric. „Adriana og Marko eru himinlifandi. Móður og barni heilsast vel og föðurnum sömu- leiðis,“ sagði í fréttatilkynningu sem hinir nýbökuðu foreldrar sendu frá sér. Andriana Lima er þekktust sem fyrirsæta undirfatarisans Victoria‘s Secret og hefur tekið þátt í sýningum fyrirtækisins allt frá árinu 2000. Fyrirsæta verður móðir David Letterman er fluttur út af heimili sínu og eigin- konu sinnar og dvelur nú í íbúð sinni á Manhattan. Stutt er síðan upp komst um framhjáhald Letter mans, en hann hafði þá haldið við unga aðstoðar konu sína um nokkra hríð. „ D a v e e r fluttur út eftir að Regina lét hann hafa það óþvegið. Hann tók sér nokk- urra daga frí frá vinnu til að reyna að bæta sambandið en það gerði sam- ba ndið aðei ns verra ef eitthvað er. Regina heimt- aði að hann væri algjörlega hreinskilinn við hana en hann tók því heldur illa. Regina varð mjög ósátt og bað hann um að koma sér út,“ var haft eftir innanbúðar- manni. Regina á nú að vera að íhuga framhaldið og vill að endan- leg ákvörðun ver ð i tek i n áður en árið er liðið. „Hún vill ekki skilja en hún vill heldur ekki láta særa sig aftur. Henni finnst sem Dave hafi gert hana að athlægi.“ Letterman fluttur út FLUTTUR ÚT David Letterman býr einn í íbúð sinni á Man- hattan. ADRIANA LIMA > EKKI AÐDÁANDI Söngkonan Miley Cyrus við- urkenndi í nýlegu viðtali að hún væri ekki aðdáandi Twi- light-kvikmyndanna. „Mér finnst ég ótrúlega hallæris- leg af því að allir eru svo hrifnir af þessari mynd. Ég nenni ekki einu sinni að ræða þetta,“ sagði Miley. Drottning íslenskra glæpa- sagna, Yrsa Sigurðardóttir, fékk hugmyndina að sinni nýjustu bók, Horfðu á mig, eftir að hafa lesið frétt um að þjóðkirkjan hefði fram- kvæmt sína fyrstu særingu í meira en öld er hún reyndi að kveða niður draug í heimahúsi. Þetta var í byrjun ársins þegar Yrsa var þegar byrjuð á nýrri bók. Hætti hún snarlega við hana og ákvað að byrja á nýrri eftir að hún las fréttina um særinguna. „Mér tókst að grafa upp hvað þarna var á ferðinni en hæfilega lítið samt því ég vildi ekki vita of mikið. Það er raunverulegt fólk á bak við málið sem ég vildi ekki blanda í bókina,“ segir Yrsa. „Ég kynnti mér þetta nægilega mikið til að átta mig á því í grófum dráttum út á hvað þetta gekk og nýti mér það í bókinni.“ Bókin er þó ekki draugasaga eins og margir kynnu að halda heldur eru særingarnar hliðarsaga í bók- inni. Aðalpersónan er sú sama og í síðustu fjórum bókum Yrsu, lög- maðurinn Þóra Guðmundsdóttir. En finnst Yrsu alltaf jafngaman að skrifa um Þóru eftir öll þessi ár? „Nei, alls ekki. Það er rosalega erfitt að halda áhuga sem höfundur og hvað þá sem lesandi, þótt ég viti það ekki. En það er mjög erfitt að skrifa bækur um sama karakter- inn. Ég hugsa að ég taki næst það sem kallast á bókamálinu „Stand alone“,“ segir Yrsa og á þar við bók sem stendur ein og sér og tengist engum öðrum bókum sem hún hefur skrifað. „Ég held að höfund- ar þurfi þetta hlé, bara til að prófa annað. Það er hverjum manni hollt að þróa sig.“ Í bókum Yrsu hefur aðalpersónan Þóra átt kærasta sem hefur unnið í Kaupþingi. Eftir að bankahrunið varð fannst höfundinum ekki passa að tengja söguþráðinn við hrunið. „Hann gat ekki verið að vinna í banka lengur og mig langaði ekki að skrifa um banka. Hann er bara atvinnulaus.“ Yrsa starfar sem verkfræðingur og viðurkennir að minna sé að gera nú en fyrir hrunið. Í staðinn getur hún eytt meiri tíma í skriftirnar og útilokar hún ekki að senda frá sér tvær bækur á næsta ári, eina fullorðins og eina barnabók. Hún hefur einmitt gefið út fimm barna- bækur á ferli sínum. freyr@frettabladid.is Særingafrétt breytti söguþræðinum YRSA SIGURÐARDÓTTIR Yrsa Sigurðardóttir fékk hugmyndina að sinni nýjustu bók eftir að hafa lesið frétt um særingar þjóðkirkjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.