Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 78
58 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Landsliðsþjálfarinn
Guðmundur Guðmundsson hefur
verið að gera hreint út sagt frá-
bæra hluti sem þjálfari GOG
Svendborg í dönsku úrvalsdeild-
inni í handbolta en liðið er í öðru
sæti eins og stendur.
Til að undirstrika gott gengi
liðsins undir stjórn Guðmundar þá
er nærtækast að nefna stór sigur
GOG í fyrrakvöld þegar liðið
tók topplið deildarinnar og
núverandi meistara í KIF
Kolding í kennslustund
og vann ellefu marka
sigur, 35-24.
„Þetta var frábær
leikur af okkar hálfu.
Það liggur við að fyrri hálfleikur-
inn hafi verið gallalaus og það er
ekki oft sem það gerist en stað-
an var 18-11 í hálfleik. Kolding
er náttúrulega gríðarlega sterkt
lið og hefur til að mynda verið að
standa sig mjög vel í Meistara-
deildinni þar sem liðið hefur gert
jafntefli við bæði Kiel og Ademar
León,“ segir Guðmundur.
Margir óvissuþættir hafa
verið í kringum GOG á
þessari leiktíð vegna
fjárhagsörðugleika og
meiðsla lykilmanna
enda var liðinu heldur
ekki spáð sérlega góðu
gengi fyrir leiktíðina.
„Þetta er búið að vera
mjög erfitt að mörgu
leyti. Bæði misstum
við Snorra Stein
frá okkur fyrir
tímabilið og misstum svo tvo lykil-
menn í meiðsli auk þess að vera
bara nýbúnir að endurheimta
Ásgeir Örn úr meiðslum. Síðan
eru það fjárhagsörðugleikarnir
sem hafa verið að plaga okkur og
þau mál eru enn óleyst.
Þó svo að fjárfestar hafi komið
er fjárhagsstaða liðsins með
þeim hætti að þetta er erfitt. Við
höfum því þurft að aðskilja fjár-
hagsvandamálin utan vallar frá
handboltahliðinni innan vallar og
menn hafa gert það mjög vel því
þetta er ekkert auðvelt.
Við vonumst hins vegar til þess
að komast í gegnum tímabilið með
ákveðnum hætti upp á framhald-
ið að gera,“ segir Guðmundur og
viðurkennir að liðið eigi á hættu á
að missa lykilleikmenn frá sér ef
fjárhagsvandamálin leysast ekki.
- óþ
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar rústuðu Danmerkurmeistarana:
Frábær leikur af okkar hálfu
ÁRANGUR Guðmundur
Guðmundsson hefur gert
góða hluti með GOG.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn
Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur
leikið vel með liði sínu GOG Svend-
borg eftir að hafa snúið aftur úr
erfiðum hnémeiðslum sem héldu
honum utan vallar í tæpt hálft ár.
Ásgeir Örn hóf endurkomu sína
sem kunnugt er með stæl í byrjun
nóvember þegar hann tryggði GOG
24-23 sigur gegn Bjerringbro-
Silkeborg með sigurmarki á loka-
sekúndunni. GOG tapaði reyndar
næsta leik gegn fallbaráttu liðinu
Århus GF en fékk svo heldur betur
uppreisn æru í fyrrakvöld þegar
liðið vann ellefu marka stór-
sigur, 35-24, gegn toppliðinu
KIF Kolding þar sem Ásgeir
Örn skoraði þrjú mörk.
„Þetta var helvíti þétt hjá
okkur og virkilega vel gert.
Við bara völtuðum yfir þá
eins og sagt er. Þetta er
vissulega sterk yfirlýsing
sem við erum að senda með
þessum sigri en við töpuðum
reyndar fyrir liðinu í næst-
neðsta sæti í umferðinni þar
á undan. Þannig að það má
kannski segja frekar að við
séum að senda frá okkur svona
blendin skilaboð. Við verðum
samt að reyna að byggja á þess-
um góða sigri í síðasta leik. Það
er það sem þetta snýst um,“ segir
Ásgeir Örn.
Ásgeir Örn kveðst eðlilega ekki
vera kominn í sitt gamla form enn
eftir langvarandi meiðsli en er
bjartsýnn á að þau séu nú að baki.
„Mér finnst ég náttúrlega ekki
vera alveg sami maður og fyrir
meiðslin og það er ekkert óeðlilegt
miðað við hvað ég var lengi frá.
Maður er ekki jafn sterkur og ekki
jafn snöggur og áður og á enn smá
í land með þá þætti en það kemur
allt á endanum. Ég fór í aðgerð á
hnénu og finn alveg fyrir því en
það er ekkert sem ég hef áhyggjur
af eða er eitthvað óeðlilegt. Maður
þarf bara að passa sig og hugsa vel
um þetta svo þetta taki sig ekki
upp aftur,“ segir Ásgeir Örn.
Hann er harðákveðinn í því að
vera klár í slaginn með íslenska
landsliðinu fyrir EM í Austur-
ríki í janúar. „Ef ég verð heill
áfram þá stefni ég klárlega á að
vera með lands-
liðinu á EM en
það er auðvit-
að h lutverk
Guðmundar
[Guðmundssonar,
landsliðsþjálfara
og þjálfara GOG] að
velja liðið. Ég hef svo
sem ágætis glugga
til að sýna mig
fyrir honum,“
segir Ásgeir
Örn á léttum
nótum. omar@
frettabladid.is
Stefni klárlega á
að vera með á EM
Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur komið sterkur til
baka eftir að hafa verið meiddur í næstum hálft ár.
MIKILVÆGUR Ásgeir Örn Hallgrímsson er mikilvægur hlekkur í liði GOG en liðið er í
toppbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar.
Ertu með flensu...
...eða kvef?
Samningur Viktors Bjarka Arnarssonar við Lilleström í Noregi
rennur út í næsta mánuði og verður honum þá frjálst að finna
sér nýtt félag. Hann hefur reyndar verið á láni hjá Nybergsund
sem leikur í norsku B-deildinni en honum finnst ekki líklegt
að hann verði áfram þar.
„Ég held að fótboltinn sem er spilaður í Svíþjóð og
Danmörku henti mér betur,“ segir Viktor Bjarki við
Fréttablaðið. „Hér í Noregi er meira um „kick and
run“ og mikil hlaup. Meiri áhersla er lögð á að spila
boltanum í hinum löndunum og það hentar mér
betur.“
Hann segir málið allt á frumstigi og því enn
mikil óvissa um framhaldið. „Það eru þó einhver lið
sem hafa sýnt manni áhuga en markaðurinn hefur
auðvitað breyst mikið að undanförnu og félögin
hafa minna á milli handanna. Ég ætla mér þó að vera
áfram á Norðurlöndunum og tel nánast engar líkur á
því að ég komi aftur heim til Íslands eins og er. Ég vil
þó ekki útiloka neitt eins og er.“
Viktor Bjarki fór frá Víkingi til Lilleström fyrir þremur árum.
Hann lenti hins vegar í erfiðum meiðslum og fékk lítið sem
ekkert að spila með liðinu. Hann var lánaður til KR í fyrra og
svo til Nybergsund í ár.
„Það háði mér líka að þjálfarinn sem keypti mig, Uwe
Rösler, var rekinn viku eftir að ég kom til félagsins. Ég
var svo einfaldlega ekki í myndinni, hvorki hjá Tom
Nordlie né Henning Berg sem hafa þjálfað Lilleström
síðan þá. Maður verður bara að bíta í það súra epli
en ég tel líklegt að ég hefði fengið meira að spila ef
Uwe hefði haldið áfram.“
Hann segist ekki mótfallinn því að spila í annað
hvort sænsku eða dönsku B-deildinni. „Ég geri mér
grein fyrir því að ég er ekki að fara að labba inn í stór
lið eins og Bröndby eða FCK. Ég þarf fyrst og fremst á
því að halda að komast að hjá liði þar sem ég nýt trausts
þjálfarans og fæ nóg að spila. Ég vil sýna og sanna að
það býr enn mikið í mér – en þó fyrst og fremst fyrir sjálfum
mér.“
VIKTOR BJARKI ARNARSSON: SAMNINGSLAUS OG LEITAR AÐ NÝJU FÉLAGI Á NORÐURLÖNDUNUM
Nánast engar líkur á því að ég komi heim strax
> Dæma í Íslendingaslag
Handboltadómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas
Elíasson fá það verðuga verkefni að dæma
Íslendingaslag Amicitia Zürich frá Sviss
og Kiel frá Þýskalandi í Meistaradeild
Evrópu um næstu helgi en Íslendingar
leika með báðum liðum. Kári Kristján
Kristjánsson leikur með Amicitia
en Aron Pálmarsson með Kiel.
Þjálfari síðarnefnda liðsins er
Alfreð Gíslason. Þessi lið mættust
í Þýskalandi um síðustu helgi og
þá vann Kiel stórsigur, 42-24.