Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 81
FIMMTUDAGUR 19. nóvember 2009 61
Sturtuhaus, barki og festing
3.490
FÓTBOLTI Knattspyrnustjórinn Paul
Hart hjá Portsmouth bindur mikl-
ar vonir við að stutt sé í að Her-
mann Hreiðarsson snúi aftur til
leiks í ensku úrvalsdeildinni.
Hermann hefur ekkert getað
leikið með liðinu til þessa á tíma-
bilinu eftir að hafa rifið sin í il á
æfingu með landsliðinu fyrir leik
gegn Noregi í upphafi september.
Hermann spilaði aftur á móti
með Portsmouth í æfingarleik
gegn Cheltenham í fyrrakvöld
sem fór fram fyrir luktum dyrum
og komst í gegnum rúman klukku-
tíma án þess að kenna sér meins.
Hart segir að betur komi í ljós
á næstu sólarhringum eða svo
hvernig staðan verði á Hermanni.
„Fyrir það fyrsta er frábært að
fá Hermann aftur en við sjáum það
betur næstu daga hvort hann verði
í lagi,“ segir Hart en Portsmouth
hefur átt erfitt uppdráttar í upp-
hafi tímabilsins og er sem stendur
í botnsæti deildarinnar.
Mikil óvissa var í kringum Ports-
mouth síðasta sumar vegna breyt-
inga á eignarhaldi félagsins og það
hafði slæm áhrif á liðið innan vall-
ar. Portsmouth tapaði sjö fyrstu
leikjum sínum í deildinni, sem er
versta byrjun ensks félags í efstu
deild síðan Manchester United
tapaði tólf fyrstu leikjum sínum
haustið 1930. Portsmouth hefur
síðan verið að rétta úr kútnum og
hefur nú unnið tvo leiki af síðustu
fimm, gert eitt jafntefli og tapað
tveimur. Hart telur að endurkoma
Hermanns muni hafa jákvæð áhrif
á gengi liðsins.
„Hermann býr yfir eldmóði á
við sautján ára ungling á vellin-
um. Hann er bara eins og eitthvert
dýr og reynsla hans mun einnig
verða okkur mjög dýrmæt. Það er
einmitt ástæðan fyrir því að við
buðum honum nýjan samning eftir
síðasta tímabil,“ segir Hart í við-
tali við Portsmouth News.
Hart kveðst þó enn vera óviss
um hvort Hermann geti spilað
gegn Stoke á sunnudaginn en
ljóst er að stutt er í að Eyjapeyinn
fari að hrella sóknarmenn ensku
úrvalsdeildarinnar. - óþ
Paul Hart getur ekki beðið eftir að Hermann Hreiðarsson verði leikfær á ný:
Frábært að fá Hermann aftur
ÞRAUTREYNDUR Knattspyrnustjórinn Paul Hart hefur miklar mætur á Hermanni
Hreiðarssyni og hlakkar til þess að hann verði leikfær á ný. NORDIC PHOTOS/AFP
HNEFALEIKAR Samkvæmt breskum
fjölmiðlum í gær er hnefaleika-
kappinn Ricky Hatton í viðræð-
um við Juan Manuel Marquez
um bardaga í léttveltivigt næsta
sumar.
Hinn 31 árs gamli Hatton hefur
til þessa verið hljóður um mögu-
lega endurkomu í hringinn eftir
niðurlægjandi tap gegn Manny
Pacquiao síðasta sumar og hefur í
millitíðinni einbeitt sér að því að
koma ungum hnefaleikamönnum
frá heimaborg sinni Manchester
á framfæri.
Hinn 36 ára gamli Marquez
tapaði aftur á móti gegn Floyd
Mayweather Jr. í síðasta bardaga
sínum í september síðastliðnum.
Talið er að þeir félagar muni
mætast á Borgarleikvanginum í
Manchester, sem er heimavöllur
enska úrvalsdeildarfélagsins
Manchester City, en Hatton
er einmitt forfallinn aðdáandi
félagsins. - óþ
Hatton líklega að snúa aftur:
Mætast Hatton
og Marquez?
HATTON Lætur líklega ljós sitt skína
næsta sumar. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum
Daily Telegraph munu forráða-
menn Chelsea og Atletico Madrid
vera búnir að ákveða að hittast á
fundi strax eftir helgi til þess að
ræða félagaskipti framherjans
Sergio Aguero. Hinn 21 árs gamli
landsliðsmaður Argentínu er
einnig sagður áhugasamur að
ganga í raðir Chelsea en hann
viðurkenndi í nýlegu viðtali við
spænska dagblaðið AS að hann
væri ánægður með að vera orð-
aður við félög á borð við Chelsea.
Lundúnafélagið þarf líklega að
punga út í kringum fjörutíu millj-
ónum punda fyrir leikmanninn.
Það yrði nýtt met hjá enskum
félögum þar sem Robinho er dýr-
astur eins og staðan er núna en
hann kostaði Manchester City
32,5 milljónir punda í september
árið 2008. - óþ
Rætt um framtíð Aguero:
Chelsea vill
kaupa Aguero
ÖFLUGUR Sergio Aguero myndi styrkja
sóknarlínu Chelsea mikið.
NORDIC PHOTOS/AFP